Við heimtum raunverulegt lýðræði...

"Við erum í inngönguferli og það verður raunverulega næstum allt afstaðið þegar við kjósum um samninginn,“

Það er vert að minnast á það að þegar Íslenska þjóðin fær loks að kjósa um þá samninga sem okkur verða boðnir þá er þjóðaratkvæðið ekki bindandi heldur ráðgefandi eins og fest hefur verið í lög af núverandi ríkistjórn.

Við fengum ekki að kjósa um það hvort sótt yrði um innlimun í Evrópuveldið heldur vorum við knúinn til þess af flokki sem í dag er ekkert annað en trojuhestur ESB.

Í dag erum við á hraðleið inn í sambandið hvort sem okkur líkar betur eða verr. Og á meðan er Íslendingum talinn trú um að þeir lifi í lýðræðisríki. Ef ráðamenn þjóðarinnar telja þetta vera það lýðræði sem þeim er gert að verja þá ætti einhver að lesa þeim pistilinn og gera þeim grein fyrir því hvað raunverulegt lýðræði stendur fyrir...

Höfum við efni á að hafa Samfylkinguna við stýrið á þjóðarskútunni?

Hversu lengi getur okkur blætt fyrir samspillinguna í samfélaginu?

Íslenska þjóðin þarf að uppræta alla kerfisbundna spillingu og slíta hana upp með rótum. það á bæði við í heimi stjórn og fjármála... 


mbl.is Allt um garð gengið þegar þjóðin kýs?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband