Vilji Samfylkingar

Vilji Samfylkingarinnar virðist alltaf ná fram að ganga hvort sem þar séu lög brotin eður ei. Maður er farinn að hallast að því að þessi flokkur sé hættulegur landi og þjóð.

Munu Íslendingar geta tekið mark á nýrri stjórnaskrá? Hópur fólks sem kosin er í ólöglegri kosningu samkvæmt úrskurði hæstaréttar er skipaður í stjórnlagaráð af ríkistjórn. Stjórn sem rígheldur í valdið, þrátt fyrir að vera margoft búinn að sýna vanhæfni sína til þess að stjórna landinu og hefur þess vegna ekki traust fólksins í landinu. Við völd er hópur fólks sem virðist túlka einræði sem lýðræði og hefur þetta fólk það markmið að breyta stjórnaskránni til þess að það teljist ekki landráð að framselja fullveldi þjóðarinnar til átrúnaðagoða sinna í Evrópuveldinu.

Í dag er ekki tíminn til þess að breyta stjórnaskrá landsins, það er verið að leika sér að eldinum. Hér eru bæði fjár og stjórnmál í ólestri og ástandið ekki til þess fallið að skynsamlegt sé að hræra í slíkum grunnstoðum sem stjórnaskráin er. 

Hvenær fyllist mælirinn hjá Íslensku þjóðinni? 


mbl.is Stjórnlagaráð samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mælirinn er fyrir löngu fullur en við kunnum bara ekki að gera neitt í hlutnum.

Í löndunum í kringum okkur væru róttækir aðilar búnir að taka sig til og andóf og aðgerðir væru daglega.

Við erum aftur á móti vön að láta vaða yfir okkur og ef ekki er verið að hamast við að traðka okkur niður í svaðið rekur einhver upp hausinn og spyr um fótinn sem traðkar.

Íslenska þjóðin er s.s. samansafn af huglitlum gungum.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband