Hvað ef ESB leysist upp?

Sagan segir að þegar "rekstra og styrktaraðilar" seinni heimstyrjaldarinnar sáu fram á að einræðisfasismi þyrfti að bíða um stund, þá var plan b sett fram um að ná svipuðum eða sömu markmiðum fram með efnahagslegri yfirtöku. Í dag er einræðisfasimi og falskt lýðræði að verða allt of stór hluti af raunveruleikanum.

Í gegnum árin frá seinni heimstyrjöldinni hefur ESB tekið til sín mikið vald m.a. í nafni þess að viðhalda friði og efnahagslegum stöðuleika. Því er fróðlegt að reyna spá til um hverjar afleiðingarnar verða ef ESB leysist upp og eru þær getgátur í hugum margra þessa daganna.

Munum við að sjá frammá margbreytta kreppu og stríðsátök? Ljóst er að ef ESB leysist upp þá mun það leiða til mikilla hörmunga, sem þó munu vonandi vara í skemmri tíma en lengri.  Maður verður bara að vona það besta en gera ráð fyrir því versta.

Hvað mun fylla inn í tómarúmið sem verður til ef ESB leysist upp? Hver mun taka til sín valdið sem áður var á höndum ESB? Munum við sjá nýtt Norðurbandanlag þar sem Ísland á möguleika á að spila stórt hlutverk?

Eða munum við kannski sjá frammá valdamikla aðila sem ráða yfir mestu af fjármagni jarðkringlunnar reyna að hrifsa til sín enn meira vald? Kannski alræðisvald? Staðreyndinn er sú að ríkir og valdamiklir siðblindir aðilar hafa þegar náð miklu valdi hér á jörðu og ekki verður hægt að álykta á annað en að þá dreymi blauta drauma um alræðisvald.

Hvað eru Íslensk stjórnvöld að spá? Er ekki kominn tími á að opna umræðuna um endurskoðun umsóknar Íslands að ESB, umsókn sem er í dag á skjön við Íslensk lög og flokkast undir landráð. Ísland er nú í aðlögunarferli að regluverki bjálknsins. Hvað gerist ef þjóðinn segir nei í þjóðaratkvæðagreiðslum? Því má ekki gleyma að fyrir ekki svo löngu var því breytt að sú þjóðaratkvæðagreiðsla væri aðeins ráðgefandi. Þannig að stjórnvöld eru ekki bundinn neitunarvaldi þjóðarinnar.

Þegar maður les kennslubækur um alþjóðastjórnmál þá blasir það við að orðið sambandsríki var á lista bannorða, en það lítur út fyrir að nú hafi það verið tekið af þeim lista því háværar raddir kefjast nú aukinnar miðstýringar og valdaafsals þjóðríkja.

Á hvaða forsendum er verið að reyna innlima Ísland inn í ESB? Munu Íslendingar sætta sig við að verða arðrænd verksmiðjueyja í útjaðri The United States Of Europe?

Maður spyr sig...  

 


mbl.is Óttast ekki upplausn ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það eru nokkrar alvarlegar staðreyndarvillur í þessari grein.

Í fyrsta lagi þá er ESB ekki alræðisbákn. Æðslut valdastofnanir ESB ríkja eru ráðherraaráðið þar sem hver aðildarþjóð á einn fulltrúa kosinn af stjórnvöldum aðildarríkjanna sem öll eru lýðræðisríki og Evrópuþingið en þingmenn þess eru kosnir beint af kjósendum aðildarríkjanna. Það er stöðugt verið að reyna að bæta lýrðæði í ESB en það er ekki einfalt mál í sambandi sem er ekkert annað en ákveðinn samstarfsvettvangur 27 ríkja og væntanlega 28 ríkja frá júlíð 2013.

Í örðu lagi er Ísland í aðildarviðræðum við ESB en ekki aðlögunarferli. Það er reyndar verið að breyta mörgum lögum hér á landi í átt að ESB reglum vegna aðildar okkar að EES samstarfinu. Það hefur þurft að framkvæma um 300 lagabreytingar þau 17 ár sem við höfum verð þar aðilar. Það hafa ekki verið framkvæmdar neinar lagabreytingar hér á landi vegna ESB aðildarumsóknar okkar. Að kalla þetta "landráð" er því út í hött svo vægt sé til orða tekið.

Í þriðja lagi hefur reglum ekki verið breytt þannig að þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB verði aðeins ráðgefandi. Stjórnarskráin heimilar ekki bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur og hún hefur aldrei heimilað það. Það hefur því engu verið breytt í því efni. Til þess að breyta stjórnarskránni þarf Alþingi að samþykkja þær breytingar tvisvar með þjóðaratkvæðagreiðslu á milli. Núverandi ríkisstjórnarflokkar reyndu að koma í gegn samþykki á þeirri breytingu á stórnarskránni að hún heimilaði bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur þegar þeir voru í minnihlutastjórn árið 2009. Hefði það náðst í gegn hefði verið hægt að samþykkja þá breytingu aftur eftir kosningarnar árið 2009 og þá væri hægt að hafa kosninguna um aðildarsamning að ESB bindandi. Þingmenn Sjálfstæðiflokksins komu hins vegar í veg fyrir að sú tillaga næði í gegn með málþófi á Alþingi og þar sem stjórnvöld þurftu að koma mörgum mikilvægum málum í gegn á stuttum tíma þessa mánuði fyrir kosninganar sáu þau sér ekki fært að sólunda tíma Alþingis í slíkt málþóf og drógu því tillöguna til baka. Það er því alfarið sök Sjálfstæðisflokksins að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamning að ESB verður aðeins ráðgefandi en ekki bindandi.

Í fjórða lagi er ekki verið að reyna að færa ákvarðanir á ýmsum sviðum frá þjóðríkjum til samstarfsvettvangs þjóríkja til að minnka lýðræði heldur er einfaldlega veirð að reyna að taka á alþjóðlegum vandamálum með samstarfi ríkja í stað þess að hvert ríki sé að fást við það sjálft. Þannig næst einfaldlega betri árangur. Í eðli sínu þurfa ákvarðanir í umhverfismálum að vera teknar á alþjóðlegum vettvangi en ekki á vettvangi þjóðríkja því við eigum jú öll þessa jörð og okkar andrúmsloft saman. Einnig næst mun betri árangur við að koma á friði, berjast gegn hryðjuverkum og alþjóðlegri glæpastarfsemi með samvinnu þjóða heldur en að hver þjóð sé að standa í því ein og sér. Eins er það að koma betur og betur í ljós sem margir hafa þó gert sér grein fyrir í langan tíma að besta leiðin til að bæta lífskjör almennings alls staðar í heiminum er að eyða eins og kostur er hindrunum í viðskiptum milli landa. Það er í þeim anda sem tollabandalög eins og ESB og Nafta hafa verið stofnuð. Ástæða þess að ríki hafa síðan verið að ganga í þessi bandalög er sú að þannig komast ríki inn á stærri markað og bæta þannig lífskjör almennings í viðkomandi landi. Það er ástæða þess að ýmsir vilja að Ísland gangi í ESB og er það því út úr öllu korti að kalla slíkt "landaráð" enda yfirgmæfandi líkur á því að með inngöngu í ESB muni lífskjör almennings batna hér á landi.

Sigurður M Grétarsson, 11.12.2011 kl. 21:31

2 Smámynd: Hecademus

Í fyrsta lagi þá skrifa ég aldrei að ESB sé alræðisbálkn, þú ættir að sjá það ef þú læsir textann aðeins betur.

Í öðru lagi er Ísland víst í aðlögunarferli, en það ætti að sjást þegar raunsætt er litið á heildarferlið. Það er allavega álit ESB þrátt fyrir að þið Samfylkingarfólkið virðist oft vera þeim ósammála. Í áliti Evrópusambandsins til viðræðna við Ísland segir orðrétt: „Viðurkenning Íslands á réttindum og skuldbindingum sem leiðir af regluverkinu getur kallað á sérstaka aðlögun að því og leitt, í undantekningartilvikum, til aðlögunarráðstafana sem verður að skilgreina á meðan aðildarviðræðum stendur."

Í þriðjalagi þá eru atkvæðagreiðsla víst ráðgefandi samkvæmt þeim heimildum sem ég hef,þú veist vonandi betur í það skiptið en ef ég vitna í Guðlaug Þór þingmann "Það hefur farið fram hjá mörgum í umræðum um ESB málin að ríkisstjórnar flokkarnir felldu tillögu um að íslenska þjóðin fengi að greiða atkvæði um væntanlegan samning um inngöngu Íslands í ESB. Rök forystumanna ríkisstjórnarinnar voru þau að nóg væri að halda ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Slíkt fyrirbæri er nýtilkomið og undirritaður hafði aldrei heyrt á það minnst fyrr en í þeirri umræðu sem að framan greinir. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla fer þannig fram að þjóðin kýs um væntanlegan samning og síðan ætla forystumenn ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að „þeirra“ þingmenn greiði atkvæði á Alþingi í samræmi við hana! "

Í fjórða lagi þá er ESB í rótina ekki lýðræðisbandalag, þar sem í margar æðstustöður eru menn og konur skipaðar en ekki kosnar. Auk þess sem þær tillögur sem verið er að setja fram um framtíð ESB eru beinlínis andlýðræðislegar þar sem þjóðríki myndu missa mikinn ákvörðunarrétt yfir sínu fjármálum. Þjóð sem hefur ekki stjórn á fjármálum sínum er hvorki fullvalda né sjálfstæð.

Hecademus, 11.12.2011 kl. 22:09

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Úr því þú heldur því fram að Ísland sé í aðlögunarferli að ESB þá ætti þér ekki að vera skotaskuld úr því að nefna lagabreytingar sem hér hafa veri gerðar vegna ESB umsóknar. Í því felst þá að sjálfsögðu að færa rök fyrir því að ekki hafi verið nauðsynlegt að framkvæma þá lagabreytingu þrátt fyrir aðild okkar að EES samkomulaginu.

Finnst þú ert að væna mig um að hafa ekki lesið textann þinn þá verður nú sagat það sama um þig ef þú hefur lesið það út úr textanum mínum að ég hafi haldið því fram að þjóðaratkvæðagreiðslan um ESB yrið bindandi en ekki ráðgefandi. Ég sagði þvert á móti að þjóðaratkvæðagreiðslan verið ráðgefandi einfaldlega vegna þess að stjórnarskráin heimilar ekki bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Þetta er ekki breyting frá því sem verið hefur því bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur hafa aldrei verið heimilar hér á landi í stjórnarskránni. Ég dreg mjög í efa að þau orð sem þú eignar hér Guðlaugi Þór þingmanni séu rétt því þó ég hafi lítið álit á honum þá efast ég um að hall hafi logið svona hressilega. Það voru þingmenn Sjálfstæðisflokksins þar með talið hann sjálfur sem komu í veg fyrir að hægt væri að gera þá breytingu á stjórnarskránni að hægt væri ða heimila bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Að halda því fram að núverandi ríkisstjórnarflokkar hafi komið í veg fyrir það þegar þeir reyndu að gera það en voru stoppaðir af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins er svo mikil haugalygi að ég trúi því ekki upp á Guðlaug Þór að hann hafi látið slítk út úr sér þó ég hafi lítið álit á honum.

Það er alveg rétt hjá þér að í hinum ýmsu stöðum innan ESB eru menn skipaðir en það eru þó aðeins embættismenn sem hafa það hlutverk að framkvæma það sem lýðræðislega kjörnar valdastofnanir ESB hafa ákveðið. Aðalvaldið liggur hjá lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum aðildarríkja ESB í gegnum áðherraráðið en þó getur Evrópuþingið þar sem þingmenn eru kosnir beint af kjósendum í aðildarríkjunum stioppað allt af sem ráðherraráðio samþykkir. Það er vandséð hversu mikið meira lýðræði er hægt að viðhafa á samstarfsvettvangi margra ríkja.

Sigurður M Grétarsson, 11.12.2011 kl. 22:33

4 identicon

Hecademus þú spyrð,  Munum við sjá nýtt Norðurbandanlag þar sem Ísland á möguleika á að spila stórt hlutverk? ég spyr á móti hvers má vænta af Íslandi með aðrar eins liðleskjur og sitja á Alþingi Íslendinga?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 22:40

5 Smámynd: Hecademus

Já ég skal játa það á mig, ég nennti ekki að lesa þig línu fyrir línu.

Að minni vitund hafa engar lagabreytingar verið gerðar. Aftur á móti er ég greinilega ekki eins vel að mér og þú í því hvað er að gerast í stjórnsýslunni og á þingi.

En þrátt fyrir það hefur gríðarlegum tíma og verðmætum verið eytt í að undirbúa þessa aðlögun sem mun þá taka gildi eftir þjóðaratkvæði. Samfylkinginn hefur eytt tíma og verðmætum sem ætti að nota í uppbyggingu Íslands en ekki fjarlæga drauma Íslensks minnihlutahóps.

Hvað lýðræðishalla innan ESB varðar þá eru margar hliðar á þeim tening. En fólk ætti nú bara að geta notað vefinn til þess að finna þær heimildir.

Annars hef ég ekki tíma til þess að standa í karpi núna, kannski seinna.

Hér er samt hlekkur á þessi orð sem þú segir mig vera að "eigna" Guðlaugi Þór

http://www.pressan.is/pressupennar/LesaGudlaug/-islendingar-fa-ekki-ad-greida-atkvaedi-um-esb-samninginn?Pressandate=20090416%2Band%2Buser%253d0%2Band%2B1%253d1%2Fleggjumst-oll-a-eitt%2Fleggjumst-oll-a-eitt%2Fleg

Hecademus, 11.12.2011 kl. 23:06

6 Smámynd: Hecademus

Kristján B Kristinsson

Maður getur ekki vænst mikið, enda þarf hér að verða almennileg bylting í stjórnsýslunni til þess að hér verði heilbrigt umhverfi til framtíðar. Það fólk sem situr rótgróið á þingi kann á og hefur vanist hinu gamla og úr sérgengna kerfi, þess vegna mun það fólk berjast fyrir tilvist þess kerfis.

Hef lúmskan grun um að nýtt afl muni sýna sig fyrir kosningar sem mun vera skipað hugsandi hugsjónarfólki sem tekur að sér hlutverk að verja samfélagið Ísland. Fólki sem getur og vill taka stórar ákvarðanir og gera róttækar kerfislægar breytingar sem eru grundvöllur vaxtar og velferðar samfélagsins.

Hecademus, 11.12.2011 kl. 23:12

7 Smámynd: Ómar Gíslason

Kæri Sigurður esb er nú þegar orðið alræðisbákn! Það tekur sig lög án þess að nokkur hafi kosið þessa menn. Það tekur sér lög og banna að hægt sé að kæra þá, þannig að engin ber ábyrgð! Hér er orðinn grundvallar breyting á lýðræði! Því í esb er ekkert lýðræði!

Síðustu 4000 ára sögu mannsins þá er eitt sem er skoðunarvert, að öll heimsveldi hafa liðið undir lok og þau hafa fallið vegna þess að það hefur rotnað að innan! esb byrjaði að rotnað fyrir 20 árum síðan.
Þótt að esb líður undir lok skiptir það ekki máli því það tekur alltaf eitthvað annað við.

Ómar Gíslason, 11.12.2011 kl. 23:17

8 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

HVaða stjórnarskrá er Sigurður M Grétarsson að vís í þegar hann talar um að "sagði þvert á móti að þjóðaratkvæðagreiðslan verið ráðgefandi einfaldlega vegna þess að stjórnarskráin heimilar ekki bindandi"???

Ég finn hvergi í núgildandi stjórnarskrá bann við bindandi kosningum, allavega man ég ekki eftir að búið væri að breyta stjórnarskránni.

Ef hinsvegar búið er að breyta stjórnarskránni og ég ekki orðið var við það þá hlýtur sú breyting að vera ólögleg þar sem þorri þjóðarinnar hefur ekki orðið var við hana og ekki hefur verið kosið um þá breytingu.

Hér er tengill á stjórnarskrána: http://www.snerpa.is/net/log/stjornar.htm

Svo til áréttingar: Ef verið er að laga stjórnkerfi landsins að stjórnkerfi ESB þá heitir það á góðri íslensku "aðlögunarferli".

Svo er ágætt að menn skoði almenn hegningarlög, sérstaklega kaflann sem fjallar um landráð. Kanski þörf sé á að rifja aðeins upp þann hluta stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands áður en menn ana útí þá vitleysu að selja þjóðina í ánauð til hrunaveldisins í Brussel.

Með kveðju og von um áframhaldandi fullvalda Ísland.

Ólafur Björn Ólafsson, 11.12.2011 kl. 23:18

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hacademus. Það er greinilegt á þessari grein sem þú vísar í að Guðlaugur Þór er lélegri karakter en ég hélt hann vera og hafði ég þó ekki mikið álit á honum. Þetta er haugalygi sem hann heldur fram að það sé ákvörðun stjórnvalda að hafa þjóðáratkvæðagreiðsluna um aðildarsamning að ESB ráðgefandi en ekki bindandi. Þar kemur að þessu sem Óafur Björn spyr um varðandi stjórnarskránna. Í stjórnarskránni kemur skýrt fram hverjir hafi völd til að setja lög og taka aðrar bindandi ákvarðanir fyrir Íslands hönd. Þar kemur hvergi fram að heimilt sé að gera það með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar af leiðandi eru bingandi þjóðaratkvæðagreiðslur ekki heimilar samkvæmt stjórnarskránni og hafa aldrei verið. Það voru þingmenn Sjálfstæðiflokksins og þar á meðal Guðlaugur Þór sem komu í veg fyrir að þessu yrði breytt og bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur heimilaðar.

Ómar Skapti. ESB tekur sér ekki lög. Til að breyting geti orðið á lögum ESB þar fyrst að samþykkja að leggja fram lagafrumvarp í ráðherraráðinu og þar eru það lýðærðislega kjörin stjórnvöld í aðildarríkjunum sem taka ákvörðun um það. Slíkt lagafrumvarp fer síðan fyrir Evrópuþingið og þar eru það Evrópuþingmenn sem eru lýðræðislega krörnir af kjósendum aðildarríkjanna sem ákveða hvort slík lagafrumvörp eru samþykkt eða ekki. Nánast öll lagafrumvörp frá ráðherraráðinu fara inn með 100% samþykki aðildarríkjanna enda er alltaf reynt til þrautar að ná fram sátt sem öll aðildarríkin geta sætt sig við. Það er aðeins í undantekningartifellum sem það tekst ekki og þarf að láta reyna á atkvæðavægi í ráðherraráðinu og Evrópuþinginu. Það er því út í hött að kalla þetta eitthvert "alræðisbandalag".

Ólafur Björn. Vissulega er það aðlögunarferli ef verið er að laga löggjöf landsins að ESB reglum en það sem ég er að segja er að það er ekkert slíkt í gagni vegna aðildarumsóknar okkar að ESB heldur vegna aðildar okkar að EES samningum. Ef við viljum ekki þá aðlögun þá þurfum við að segja upp EES samningum með öllum þeim efnahgaslega skaða sem því fylgir fyrir okkur því við höfum mikinn efnahagslegan ávinning af því samstarfi.

Aðild að ESB fylgir að öllum líkingum bætt lífskjör fyrir almenning á Íslandi auk þess sem möguleikar okkar á að hafa áhrif á okkar umhverfi aukast verulega. Það er því út úr öllu korti að kalla inngöngu í ESB eihverja "sölu í ánauð" og þaðan af síður að halda því fram að þar sé eitthvað í gangi sem talist getur landráð. Að væna okkur sem teljum hagsmunum okkar betur borgið innan ESB en utan landráðamenn er því ekkert annað en ómerkilegt og lágkúrulegt skítkast rökþrota manna sem tekið hafa þann pólinn að fara í mannin í stað boltans og reyna að gera þá sem hafa aðrar skoðanir en þeir sjálfir á ESB aðild Íslands að ESB ótrúverðuga í stað þess að færa rök fyrir því af hverju við ættum ekki að ganga í ESB.

Sigurður M Grétarsson, 11.12.2011 kl. 23:40

10 identicon

Samspillingarliðið virðist ekki skilja valdastaflið sem á sér stað í alþjóðlegum stjórnmálum. Þannig virðast ráðamenn ekki gera sér grein fyrir því óbeina valdi sem við getum tekið okkur. Það vantar klóka stjórnmálamenn til þess að nýta þvingunar og hótunarvaldið.

Miðað við stöðu Íslands í alþjóðlegum stjórnmálum, þá mun Ísland eiga mun meiri möguleika á að hafa áhrif utan ESB. Það er djók að halda að Ísland fái einhverju ráðið sem skiptir máli inn í þessu batteríi.

En til þess að geta haft áhrif í hinum stóra heim þá þýðir auðvitað ekki að þröngsýnar bleyður með minnimáttarkennd sitji við völd.

R (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 23:51

11 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sigurður M Grétarsson. Þú þarft að átta þig á því að lögin eru skýr hvað þetta varðar.

Varðandi aðlögunarferlið þá er það svo að við fáum ekki inngöngu í ESB nema eftir A-Ð-L-Ö-G-U-N-A-R-F-E-R-L-I- A-Ð- S-A-M-B-A-N-D-I-N-U!!! Skilur þú það betur ef það er stafað svona fyrir þig.

Svo er ég ekki rökþrota ennþá það vantar töluvert uppá.

Pólland sem dæmi varð ekkert betra eftir inngöngu í ESB. Það þekki ég af egin raun, verandi þar á hverju ári frá árinu 2001. Þar er ég í sveit og kynnist fólkinu í kringum mig. Enginn hefur haft það betra eftir inngöngu en það var fyrir inngönguna.

Eitt flutningafyrirtæki sem ég þekki vel til varð nánast að leggja upp laupana eftir inngöngu Póllands að þessu hrunapparati. Það hefur náðst með herkjum og mikilli útsjónarsemi af hálfu eiganda að halda fyrirtækinu gangandi. Þetta fyrirtæki var mikið gróðafyrirtæki fyrir inngöngu Póllands í hrunapparatið.

Mér er svo spurn hvernig einhverjir geta verið svo heilabilaðir að halda því fram að okkar bíði "paradís" ef bara við göngum hrunapparatinu á vald???

Allavega virðast flestar lýsingar "landráðapésanna" vera í þá áttina að það sé "paradís" hinum megin við lækinn. Verið bara róleg, ég hef kynnst grasinu hinumegin líka og get lofað ykkkur því að það er ekkert grænna eða ódýrara en það sem við fáum hér. Meir að segja bensínið var dýrara í Póllandi í sumar en það sem við fengum hér á sama tíma.

Sameinaðir munum við ÍSLENDINGAR SIGRA en bleyðurnar falla í gleymsku.

Samningsstaða okkar er betri ef við erum ein um þá, hrunapparatið mun gera samningana á sínum forsendum en ekki okkar.

Svo Sigurður M Grétarsson vantar mig svarið við surningunni um stjórnarskránna. Ert þú búinn að breyta henni í huganum án þess að lofa ÞJÓÐINNI að KJÓSA LÝÐRÆÐISLEGA um breytinguna? Ef svo er þá getur þú skoðað aftur fyrstu málsgrein í þessarri athugasemd, svo er tengill á hegningarlögin hér: http://www.althingi.is/lagas/131b/1940019.html

Kaflinn um landráð er nr:X eða frá grein nr:86 til og með gr:97

Svo er hér aftur tengill á stjórnarskránna til áréttingar: http://www.snerpa.is/net/log/stjornar.htm

Svo geta lögfræðingarnir bitist á um hve löglegt þetta aðlögunarferli er, allavega miðað við síðustu fréttir frá Brussel þá vilja menn þar að þjóðir innan ESB afsali sé ákveðnum hluta af fullveldinu við inngöngu. Það væri gróft stjórnarskrárbrot og líka brot á allavega einni grein almennra hegningarlaga.

kveðja

Ólafur Björn Ólafsson, 12.12.2011 kl. 00:28

12 identicon

Sigurður M. það er flott sem þú skrifar og alls kostar rétt og vel og skýrt greint frá því hvernig ESB er.

En verðum við ekki að sætta okkur við það að Ísland verður að aðlaga sig að einhverju leyti að regluverki ESB fyrir inngöngu í ESB hvort sem það er í gegnum EES samninginn eða vegna þess að til þess að vera í ESB þurfa ákveðin lög að vera samkvæmt þeim lögum sem gilda í ESB.

Mér finnst algerlega óþarfa að karpa um hvort þetta er aðlögunarferli eða ekki. Ísland þarf að aðlaga sig að regluverki ESB hvort sem það er fyrir inngöngu eða eftir inngöngu.

Ég vona svo sannarlega að Ísland gangi í ESB. Því fyrr því betra.

Stefán (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 21:55

13 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ólafur Björn. Það er alveg rétt hjá þér að gerð er krafa um fulla aðlögun að ESB reglum áður en formleg aðild tekur gildi. Það er hins vegar ekki gerð nein krafa um aðlögun fyrir samþykkt aðildar. Það líður um eitt og háflt til tvö ár frá því aðild er samþykkt þangað til af henni verður formlega. Það er á þessu tímabili sem aðlögunin fer fram og þá aðeins ef aðildin er samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það eina sem við þurfum að gera áður en aðild er smþykkt er að gera dagstta áætlun um það hvernig aðlögunin verður framkvæmd og styrkja okkar stjórnsýslustofnanir þannig að þær ráði við að klára aðlögunina á þessum tíma. Þetta ferli hefur ESB samþykkt og gerir því ekki kröfu um neina aðlögun fyrir samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Frá því Pólverjar gengu í ESB hafa meðaltekjur þeirra farið úr því að vera helmingur meðaltalsins í Evrópu í að vera tveir þriðju hlutar þeirra. Þeir hafa því klárlega haft mikinn efnahagslean ávinning af því að ganga í ESB. Það kann hins vegar að virka slæmt fyrir aðila utan Póllands sem heimsækir landið relgulega því þetta hækkar verðlag í landinu því launakostnaður er alltaf einhver hluti vöruverðs.

Við það að land gerist hluti af stærra markaðssvæði eykst samkeppni innlendra fyrirtækja við önnur fyrirtæki á þeim markaði. Þetta skapar ógnir fyrir fyrirtækis sem þjóna innanlandsmarkaði en skapar sókarfæri fyrir útflutningsfyrirtæki. Það munu því mörg fyrirtæki fara illa út úr ESB aðild meðan önnur fyrirtæki geta nýtt sér hana til að vaxa. Það er því alltaf þannig að bæði er hægt að benda á fyrtæki sem hafa farið illa út úr ESB aðild og einnig fyrirtæki sem hafa farið vel út úr henni og nefna menn það sem hentar þeirra málfutningi. Það hefur því ekkert upp á sig að nefna einstök dæmi heldur verða menn að horfa á heildarmyndina og hún hefur undantekningarlaust verið þannig hjá ríkjum sem gengið hafa í ESB að lífskjör almennings hafa almennt batnað við aðild og það á líka við um Pólland.

Það er engin að halda því fram að grasið sé grænna hinumegin. Við sem teljum hag Íslands betur borgið innan ESB en utan erum einfaldlega að halda því fram að því fylgi fleiri kostir en gallar að ganga í ESB og að það muni almennt reynast þjóðinni til heilla og bæta hér lífskjör almennings að gera það.

ESB er ekki gráðugt skrímsli eða yfirþjóðlegt vald heldur er það einfaldlega samstarfsvettvangur 27 sjálfstæðra og fullvalda lýðræðisríkja í Evrópu sem hefur það að markmiði að bæta lífskjör almennings í öllum aðildarríkjunum auk þess að tryggja frið milli þeirra og bæta mannréttindi. Það hefur náðst mikill árangur á öllum þessum sviðum og þó vissulega sé það ekki allt ESB að þakka þá á ESB stóran þátt í því. ESB ríkjum fjölgar jafnt og þétt og ný nýlega var 28 ríkið, Króatía, að samþykkja aðild og mun það verða forlega aðildarríki í júlí 2013. Það hefur hins vegar aldrei gerst í yfir 50 ára sögu ESB að ríki hafi gengið úr samtökunum ef frá er talið Grænland sem þó var eldrei formlegur aðili af ESB heldur var þar inni sem viðhengi með Dönum. Það hefur meira að segja aldrei komið alvarlega til umræðu hjá neinu ríki að ganga úr ESB þó vissulega hafi alltaf verið til einstaka raddir innan þeirra um slíkt. Þetta segir meira en margt annað um það hvernig það er fyrir ríki að vera aðilar að ESB því það er opin leið að ganga úr samtökunum kjósi ríki að gera það.

Ekki skil ég hvað þú ert að vitna í hegningarlög og stjórnarskránna. Staðreyndin er sú að einungis Alþingi getur sett lög hér á landi og samþykkt skuldbindandi samninga við önnur ríki. Alþingi er ekki heimilt að fela öðrum að gera slíkt. Því getur Alþingi ekki falið þjóðinni að samþykkja af eða á um aðild að ESB. Núverandi stjórnvöld reyndu að gera þá breytingu á stjórnasrkránni að það væri hægt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB bindandi en það voru þingmenn Sjálfstæðiflokksins sem stoppuðu það. Það er því verið að skamma rangan aðila þegar verið er að kenna SF og VG um að þjóðaratkvæðagreiðslan verði aðeins ráðgefandi og það er sérstakelga lágkúrulegt þegar þingmaður Sjálfstæðsflokksins sem sjálfur tók þátt í því að stoppa það af þegar hann er að kenna öðrum um eigin gjörðir.

Enn ert þú að klína einhvjum landaráðastimpli á okkur sem viljum að Ísland gangi í ESB þrátt fyrir að það geist ekkert sem á nokkurn hátt getur flokkast undir landaráð við það að Ísland gangi í ESB. Við töpum hvorki sjálfstæði okkar né fullveldi við það. Við töpum ekki neinum auðlindum við það enda hefur það aldrei gerst í yfir 50 ára sögu ESB að þjóð hafi þurft að láta auðlindir af hendi vegna ESB aðildar sinnar og það er ekkert í ESB reglum sem gefur aðildarþjóðum ESB færi á að taka auðlindir af öðrum ESB þjóðum.

Það er einfaldlega rangt að þjóðir þurfi að láta hluta af fullveldinu við inngöngu í ESB. Hins vegar er ESB samstarfsvettvangur þar sem aðildarþjóðir koma sér saman um ákveðnar leikreglur og skuldbinda sig til að hlýta þeim reglum sem þær koma sér saman um. Þetta er einfaldlega eðli mannlegra samskipta þar sem menn koma sér upp samskiptareglum til að auðvelda samskipti sín og viðskipti öllum til heilla. Ef reglurnar verða einhvern tíman þannig að einhverjar þjóðir telji hag sínum betur borgið utan ESB þá geta viðkomandi þjóðir alltaf gengið úr ESB aftur. Það eitt segir allt sem segja þarf um þá dómsdagsdellu að um afsal fullveldis sé að ræða. Því er einfaldlega deilt með hinum aðildarþjóðunum meðan við kjósum að vera þarna inni.

Enn og aftur. Þessi rætnu persónuníð og lágkúrulega skítkast sem felst í því að uppnefna menn að ósekju "landráðamenn" fyrir það eitt að vera á annari skoðun en maður sjálfur varðandi aðild að ESB sýnir einfaldlega rökþrota lítilmenni sem ekki geta rökrætt hlutina með málefnanlegum hætti og grípa því til svona skítkasts og persónuníðs til að freista þess að gera þá sem tala fyrir ESB aðild ótrúverðuga og reyna þannig að gera lítið úr rökum þeirra. Þetta er sami leikurinn og stuðningsmenn Ísraela nota mikið þegar þeir kalla þá sem gagnrýna framferði Ísraela að ósekju "gyðingahatara" eða "stuðningmenn hryðjuverkamanna". Þetta er sú tækni að "fara í mannin en ekki boltan" og er lítilmannleg framkoma svo vægt sé til orða tekið en svínvirkar hins vegar í mörgum tilfellum.

Sigurður M Grétarsson, 12.12.2011 kl. 23:39

14 identicon

Umsókninn er samkvæmt stjórnaskrá Íslands strangt til tekið túlkuð sem landráð, enda er það ein stærsta ástæða fyrir því að samfó fór út í það að láta breyta stjórnarskránni.

Auk þess er umsókninn að ESB ólölegt plagg þar sem forsetinn skrifaði ekki undir það. Þegar kemur að trúmálum sem blinda annars margt gott fólk innan málaliðaflokks ESB þá virðast hvorki lög né logík skipta máli.

Karl Magnús (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 01:26

15 identicon

Karl Magnús, af hverju kærir þú þá ekki umsóknina til lögreglu?

Karl Magnús (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 07:14

16 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sigurður M Grétarsson.

Ég velti fyrir mér hvort þú hafir virkilega búið í Póllandi eftir inngöngu þeirra í ESB?

Þú virðist ekki geta gripið sjálfur til almennilegra raka um málefni Póllands, sem er í raun mitt annað heimili. Ég á fjölskyldu í Póllandi, við erum með bújörð þar líka sem er ekki stór en hægt að skrimta af henni.

Ef það væri hægt að lifa almennilega í ESB landinu Póllandi þá væri ég þar núna búsettur fyrir lífstíð. Það að lesa tölur unnar af atvinnulygurum er ekki mikil rök, trúi ekki að þú gleypir við vitleysunni sem Alþingismenn á Íslandi bulla útúr sér dag eftir dag. Sjáðu bara hvað þín heilaga Jóhanna segir um hagvöxtinn sem á að vera svo góður hér í dag, þrátt fyrir aukið atvinnuleysi.

Fólk er að rífa út séreignarlífeyrissparnaðinn svo það geti leyft sér þann lifistandard sem var hér 2007. Kallar þú það sama nafni og þín heilaga Jóhanna?

Ég allavega kalla þetta að eyða ellilífeyrinum fyrirfram. Og samkvæmt öllum heilbrygðum hagfræðingum er þetta ekki hagvöxtur.

Ég líka ágætur í að láta ekki allt uppi í einu þegar ég fjalla um Pólland hvert ég veit töluvert meira en þig nokkurntímann grunar að ég viti. Enda er ég mjög víðförull í Póllandi og tala líka þeirra tungumál og skil ósköp vel. Vísa ég því ummælum þínum um að ég sé rökþrota og æði í manninn en ekki boltann til föðurhúsanna.

Karl Magnús hefur allveg á réttu að standa með landráðaskilninginn sem í þessari umsókn felst. Landráðakafli hegningarlaganna fjallar um þetta líka. Landráð felst í því að vilja koma æðstu stjórn landsins þannig fyrir að hún stjórnist erlendis frá svo dæmi sé tekið. Ef ESB setur lög sem eru æðri okkar lögum þá ber okkur að taka þau upp skilyrðislaust. Hvað er það annað en að láta stjórnast af útlendingum?

Svo er óþarfi að æða fram með kærumálin strax. Það gera bara menn sem ekki íhuga málin gaumgæfilega.

Aðlögunarferli það sem við erum í er vegna umsóknarinnar að ESB, það er löngu komið fram ef þú hefur ekki tekið eftir því. EES samningurinn er ekki nema brot af ástæðunni ef þá einhver.

Með kveðju og von um Íslenska stjórn á Íslandi.

ÍSLAND+ESB=NEI TAKK!

Ólafur Björn Ólafsson, 13.12.2011 kl. 11:40

17 identicon

Það er víst búið að gera það, nokkrumsinnum. En það eru enginn viðbrögð að hálfu lögreglu

http://landsvarnarflokkurinn.blogcentral.is/blog/2009/4/24/samfylking-kaerd-fyrir-landrad/

"Jón Þór Ólafsson skrifar:

Evrópusambandið er ekki aðeins efnahagssamband. ESB er erlent yfirvald með yfirráð yfir mörgum innanríkismálum aðildarríkjanna. Svo spurning vaknar hvort það séu landráð að reyna að koma Íslandi undir erlend yfirráð.

Almenn hegningarlög tala um landráð í 86. gr: „Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.”

Eru stjórnarliðar sekir um: „verknað, sem miðar að því, að reynt verði með [...] nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð” ESB? Ef rétt reynist að Icesave-samningur ríkisstjórnarinnar miðar að því að liðka fyrir inngöngu Íslands í ESB; En sönnunargögn þess efnis hrannast upp úr öllum áttum. Og ef frásagnir þingmanna um að vera beittir nauðung í Icesave-málinu eru sannar; En það að hóta stjórnarslitum er nauðung. Þá hafa hinir ábyrgu í ríkisstjórn gert sig að landráðamönnum fyrir landslögum.

Höfundur er stjórnmálafræðingur." http://www.svipan.is/?p=1123

Karl Magnús (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 17:59

18 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ólafur Björn. Það eitt að meðaltekjur Pólverja hafi hækkað úr því að vera um helmingur meðaltekna í Evrópu í að vera tveir þriðju hlutar meðaltekna í Evrópu eins og fram kom í fréttum nýlega segir ansi margt. Einstök dæmi segja manni ekki mikið. Vissulega hafa Pólverjar lent í alheimskrekppunni eins og við og lífskjör því versnað frá því sem var 2008 en þau bötnuðu verulega þar á undan frá inngöngu í ESB og væru að öllum líkindum mun verri en þau eru í dag ef ekki hefði komið til ESB aðildar þeirra.

Lífsstandard okkar árið 2007 einkenndist að eyðslou langt umfram tekjur í þennslu og því útlokað að nokkur stjórnvöld geti komið slíkum lifsstandard á án skuldsetningar eða að ganga á eignir. Við þurfum einfaldlea að aðlaga útgjöld að tekjum. Hitt er annað mál að helsta ástæða þess hversu mikið lífskjör almennings hafa lækkað hér á landi er einmitt sú að við höfðum sjálfstæðan gjaldmiðil sem féll eins og steinn auk þess sem það var ein af helstu ástæðum þess hversu illa fór með bóluna sem sprakk.

Hvað landráðin varðar sem Karl Magnússon kemur líka að þá er þetta byggt á miklum misskiningi. Ástæða þess að ekkert hefur gerst varðandi kæru fyrir landráð er einfaldlega sú að það er ekki um neitt landráð að ræða.

Það er ekki svo að ESB reglur verði æðri íslenskum reglum þó við göngum í ESB. Það verður einfaldlega þannig að í þeim köflum sem samið verður um að teknar verði sameiginlegar relgur um munu íslensk lög verða með þeim hætti að sagt verður að reglur ESB i þeim tilteknu málaflokkum gildi hér á landi rétt eins og þau væru íslensk lög. Til þess að þetta sé hægt þarf að breyta fullveldiskafla stjórnarskrárinnar og það eitt og sér fær marga til að halda að um eitthvert fullveldisasal sé að ræða.

Staðreyndin er hins vegar sú að þetta fyrirkomulag gildir aðeins meðan Alþingi ákveður að það gildi. Alþingi getur hvenær sem er breytt þessi og afnumi þau lög sem vísa með þessum hætti í ESB reglur og sett eigin reglur í staðinn. Okkur verður vissulega ekki vært innan ESB ef við gerum þetta þannig að slík ákvörðun er þá í raun ákvörðun um að ganga úr ESB.

Karl Magnús. Það er bull að ESB sé eitthvert yfirþjóðlegt vald. ESB er einfaldlega samstarfsvettvantur 27 sjálfstæðar og fullvalda lýðræðisríkja í Evrópu sem hefur það að markmiði að bæta lífskjör íbúa allra aðildarríkjanna ásamt því að stuðla að friði milli þeirra og bæta mannréttindi. Það hefur náðst mikill árangur á öllum þessum sviðum og á ESB þar stóran hlut að máli þó vissulega komi fleira til.

Af öllu þessu sögðu vísa ég því til föðurhúsna að um eitthert landráð sé að ræða að vilja sjá hvað okkur stendur til boða varðandi ESB aðild og hvort það sé okkur til hagsbóta að fara þar inn. Allar þjóðir sem gengið hafa í ESB hafa uppskorið bætt lífskjör við það og það er ekkert sem bendir til þess að því verð öðruvísi farið með Ísland.

Þetta ómerkilega skítkast og persónuníð ykkar ESB andstæðinga að vera að ásaka okkur stuðningsmanna ESB aðildar um landráð kemur einfaldlega til af því að þið eruð rökþrota í málinu. Þið treystið ykkur ekki í rök um efnahagsleg áhrif þess að ganga í Evrópusambandið og hvaða áhrif það hefur á lífskjör þjóðarinnar því þið vitið að þið munið tapa þeirri umræðu. Þið eruð einnig í örvætntingu að reyna að stoppa umsóknarferlið áður en aðildarsamningur næst því þið vitið að þegar hann liggur á borðinu mun koma í ljós að megnið af þeim ógnum við ESB aðild sem þið hafið haldið á lofti er ekkert annað en innistæðulaus hræðsluáróður og mýtur. Þið vitið að ef þjóðin fær að sjá aðildarsamning og fær réttar upplýsingar byggðar á staðreyndum um hvað í ESB aðild fellst þá eru miklar líkur á að meirihluta þjóðarinnar muni einfaldlega líka það ágætlega og samþykkja aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess vegna viljið þið stoppa umsóknarferlið áður en það nær svo langt á meðan stór hluti þjóðarinnar trúir enn þeim mýtum og hræðsluáróðri sem þið hafið haldið á lofti.

Sigurður M Grétarsson, 14.12.2011 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband