Allir að flytja sig yfir í Lýðbankann

Ég held að almenningur þurfi bara að taka málinn í sínar eigin hendur. Er ekki bara mál að stofnaður verði nýr banki. Lýðbanki eða eitthvað álíka, þar yrði eignarhaldinu dreift á sem flesta Íslendinga.

Hagkerfið hefur ekki mikið gagn af peningum sem geymdir eru undir kodda. 

Til hvers að veðja á gamla útbrunna hesta þegar maður getur bara splæst í einn nýjan? Mín rökhyggja segir að það myndi ganga. Byrja á því að smala áheitum um viðskipti, taka svo næsta skref og stofna félag. Taka svo þriðja skrefið og setja á stofn nýjan skuldlausan banka lýðsins. 

Ég held að þessi framkvæmd myndi bara svínvirka. Ástand gömlu bankana er þannig að þeir njóta ekki trausts. Stofnun sem hefur ekki traust, rúllar ekki til lengdar myndi ég halda. Auk þess sem fólk geymir nú það fé sem ekki brann í hruninu í stofnunum sem eru stórskuldugar. (Ofan á það að við getum náð okkur niður á vogunarsjóðunum sem veðjuðu á móti okkur í aðdraganda hrunsins og eignuðust tvo banka út úr því veðmáli)

Þetta er svo sem ekki eitthvað sem hægt er að gera í einni svipan en þetta er þó hægt, vilji margra smárra getur orðið til stórra framkvæmda. Þegar vilji er fyrir hendi þá er allt hægt... 


mbl.is Hvetja fólk til að taka út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

Alþýðubankinn var til.

Svo komst Ásmundur Stefánsson í hann.

Billi bilaði, 24.6.2010 kl. 11:34

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég skal stofna banka. Komið bara með fjármagn því ég er skítblankur.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2010 kl. 05:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband