Samfosyndrome

Já enn tönglast ráðherra viðskipta og efnahagsmála Íslands um hvernig geti farið ef allt fer á versta veg. (Þyrfti ekki einhver að lesa fyrir hann The Secret :)

Við megum samt ekki sakast við greyið hann Gylfa hann virðist bara hafa smitast af hinu almenna Samfylkingar heilkenni(Samfosyndrome) Þetta heilkenni hefur aðeins nýlega verið greint og lýsir sér sér í áráttu öfugmæla og árás á eigin hagsmuni.

Einkenni eru oft þau að fólk hefur tilhneigingu til þess að tala niður framtíð sína vegna ofbirtu sem skín frá Evrópuveldinu. Heilkennið virðist helst til leggjast á þá sem skortið sjálfstæða og gagnrýna hugsun auk almennrar skynsemi..Passið ykkur á þessu, þetta er víst að ganga... :)

En svona að öllu gríni slepptu þá tel ég það grafalvarlegt eins og ég hef áður sagt að menn í þesskyns ábyrgðarstöðu sem Gylfi er í taki svona hart í árina á opinberum vettvangi þar sem heimurinn fylgist með.

Er það ekki hlutverk stjórnvalda að skapa traust, eða er ég eitthvað að miskilja? 

gylfi_magnusson_a_austurvelli_841424.jpg 


mbl.is Of þungt högg á kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband