Þrefalt húrra fyrir Íslensku krónunni

 Legg til að allir segi þrefalt húrra fyrir Íslensku krónunni.

Og þeir sem hafa bölvað henni, skammist sín svolítið innra með sér. 

Krónan er efnahagsverkfæri sem virkar þegar á reynir. 

Hún er kannski ekki fullkominn en kostir hennar eru þó þvílíkir að þeir gnæfa yfir gallana. 

kronur.jpg 

Húrra, húrra, húrra.


mbl.is Ísland sleppur betur en önnur Evrópuríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Greinilegt að Hagfræðingurinn hefur ekki hugmynd um það sem við höfum þurft að sætta okkur við "neytendur" á Íslandi á síðustu tveimur árum. Höfuðstóll íslenskra húsnæðislána hefur hækkað um 400 og eitthvað milljarða (sem og mánaðarlegar afborganir af lánunum) sem neytendur taka á sig sem og verðbólgubál með tilheyrandi kjaraskerðingu.

Enda segir hann að við höfum látið krónuna síga en í raun kollféll hún og var tekin af markaði. Krónan er einskins virði úti í heimi nema fyrir þau íslensku fyrirtæki sem fá leyfi til að kaupa vörur erlendis frá með íslensku krónunni á ímynduðu verði seðlabankans.

En þetta er nú svona týpísk Moggafrétt . . .

Hins vegar getur verið að við verðum fljótari að rífa okkur upp úr þessu volæði því við vorum fyrst að falla!  Og afhverju vorum við fyrst að falla? Sennilega útaf krónunni.

Hörður Hinrik Arnarson (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 13:56

2 Smámynd: Hecademus

Er þetta ekki þegar á botninn er litið spurning um efnahagsstjórnun.

Að kenna gjaldmiðli(dauðum hlut) um ógöngur okkar er álíka og vera horfa á formúlu1 og kenna alltaf bílnum um að ekkert gangi í stað þess að líta á bílstjórann.

Hecademus, 1.7.2010 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband