EU einræði eða lýðræði?

"Stuðningur við aðild Íslands að Evrópusambandinu á Alþingi hefur heldur farið vaxandi - Á hverju merkirðu þennan aukna stuðning?  „Ég þekki þingið." Woundering  

Enn alhæfir Össur... 

Við viljum ekki ganga inn í Evrópuveldið, svo einfalt er það.
 
 Það mun miklu verða kostað til á næstu mánuðum til þess að móta trú þjóðarinnar í átt að Evrópu.
Íslenska þjóðin lætur vonandi ekki blekkjast. 
 
Evrópuveldið er einræði en ekki lýðræði.
 
Kristniboðarnir drápu mann og annan þangað til við samþykktum að láta undan.
 
Mun sagan endurtaka sig? 
wolf_in_sheeps_clothing.jpg 
 
 
 

mbl.is Aukinn stuðningur við aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kallpungur

Kæri Hecademus. Ef þessar ræmur eru raunsannar þá erum við á leið úr öskunn í eldinn, hvað varðar skort á lýðræði og heiðarleika gagnvart hinum almenna kjósanda. Einnig má segja að við missum fullveldi okkar hvort sem það er verslun og viðskipti við umheiminn eða pólitísk utanríkismál, sem við tókum fyrst á okkur við hernám þjóðverja á Danmörku 1940. Miðað við ástandið á efnahagsmálum í evrópusambandinu mun því ekki líða langur tími þangað til sam evrópsk stjórn á efnahagsmálum lítur dagsins lítur dagsins ljós. Þá höfum við ekki enn byrjað að velta fyrir okkur málum eins og auðlindanýtingu, landbúnað, fiskveiðistjórnun, vinnulöggjöf, velferðarmál og svo mætti telja legi árfram. Hverjir eiga í raun réttinn til að segja okkur fyrir verkum í okkar daglega lífi? Fólkið sem við kjósum beinni kosningu á þing hér heima, eða fjarlægir kommisarar í Brussell sem engin okkar veit hverjir eru eða hvaðan þeir koma? Þetta virðist því æ meira líta svo út sem umsókn um aðild að evrópusambandinu án þjóðaratkvæðasgreiðslu sé í raun og sannleika vera í trássi við stjórnarskrá og fullveldi, og því landráð. Ég get ekki séð að aðra túlkun sé hægt að færa upp á þetta athæfi. Viljum við ráða okkur sjálf með öllum okkar göllum og heimskupörum eða viljum við láta aðra hugsa fyrir okkur og taka afleiðingunum af gjörðum þeirra? Eins og hugsandi og sjálfráða fólk eigum við, að mínu mati, að taka ábyrgð á okkur sjálfum eins og fullorðið fólk. Ég vil frekar þurfa að takast á við klúður þeirra sem ég valdi sjálfur til þingsetu hér heima, en að lifa við gerræði skrifstofublókar út í Brussell sem ég get hvorki ráðið né rekið.

kallpungur, 24.7.2010 kl. 00:15

2 Smámynd: Hecademus

Hvort við séum að fara úr öskunni í eldinn má getur aðeins tími í rými leitt í ljós. Sú þróun sem nú þegar er hafin mun á næstu misserum leiða það í ljós hvort innganga ESB sé rétt eður röng. Við lifum á ólgu tímum, þar gerast hlutirnir hratt. Tímarnir þeir eru að breytast.

Ljóst er þó að lýðræði í heiminum stendur höllum fæti og er Lissabon sáttmálinn gott dæmi um það. Þeim sáttmála var troðið í gegn þrátt fyrir að Írar væru því mótfallnir. Vilji kommissarar í Brussel er að þeirra mati algildur, þeir taka ekki við neitun. Þetta fólk er skipað til valda en ekki kosið, hvernig getur fólk litið fram hjá þeirri staðreynd?

Skilgreining fullveldis er einkaréttur til þessa ð fara með æstu stjórn þar sem inn í telur dómsvald löggjafarvald og framkvæmdarvald yfir landsvæði eða þjóð/ættbálk er á því landi býr. Fullveldi fengum við þann 1 des árið 1918 frá Dönum. Sjálfstæði okkar er ungt, við fengum það ekki fyrr en 1944. Forfeður okkar börðust fyrir þessum rétti okkar í fleiri kynslóðir en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Það er fásinna að halda að núlifandi kynslóð fé undanskilinn þeirri baráttu.

Þetta er í grunnin spurning um það hvar hagsmunum Íslensku þjóðarinnar er best borgið. Er okkur betur borgið að stjórna sjálf, að hugsa sjálf. Eða að láta aðra hugsa fyrir okkur, að láta aðra taka ákvarðanir í framtíðinni á okkar kostnað.

Það er ekkert leyndarmál að hagur Evrópuveldisins liggur ofar öllu. Maður verður að spyrja sig, er raunveruleg hætta á að Íslendingar verði þriðjaflokks borgarar í eigin ríki? Við erum á hnjánum í dag, og ríkisvaldið hefur gefist upp. Hefur ríkisvaldið umboð lýðsins til þess að gefast upp? Innganga í ESB er ekkert annað en uppgjöf.

Stendur valið ekki þegar í botninn er litið hvort við séum að fara láta erlenda auð/valdhafa eða innlenda hafa vald yfir okkar framtíð? Nú er búið að afnema rétt Íslensku þjóðarinnar til þess að eiga síðasta orðið í því hvort við verðum innlimuð í ESB eður ei. Nýleg stjórnarskrárbreyting er varðar þjóðaratkvæði segir til um að lýðurinn í landinu hafi ekki nema ráðgefandi vald yfir því hvort við verðum innlimuð eður ei. Gott er að nefna að áður hefur lögreglu borist formleg kæra um landráð á hendur Samfylkingarinnar

http://landsvarnarflokkurinn.blogcentral.is/blog/2009/4/24/samfylking-kaerd-fyrir-landrad/

Maðurinn sem eining og heild á að vera frjáls, huglega og efnislega, hann á að hugsa sjálstætt og hann á að taka ábyrgð á sínum eignin gjörðum. Frelsi sjálfstæði og ábyrgð eru hluti af grunngildum lýðræðis.

Við eigum að taka okkar eigin ákvarðanir og við eigum að taka ábyrgð á gjörðum okkar, hvort sem um ræðir einstaklinga eða ættbálk. Fólk virðist því miður upp til hópa vera orðið mjög ómeðvitað um sjálfstæða og gagnrýna rökhugsun. Það nennir ekki að afla sér hlutlausra upplýsinga, það nennir/kann í raun varla að hugsa sjálfstætt lengur. Það lætur bara mata sig af upplýsingum. Sú menning eða ómenning sem við lifum við í dag hefur leitt marga út á villuveg, hvort sem um ræðir mótun viðhorfs og trúkerfa eða uppbyggingu raunverulegs gildismats.

Vill Íslensk alþýða virkilega missa það vald sem hún á rétt á? Að kjósa sér fulltrúa til þessa að taka ákvarðanir sem eiga að verja hag lýðsins í landinu? Ef við kjósum sjálf fólk þá stendur það nær okkur og við getum refsað því eða hrakið það frá völdum. Ef við látum við frá okkur valdasprotann til Brussel þá getum við lítið sem ekkert sagt. Okkur er gert að hlýða þeirra skipun. Þeirra ósk verður okkar skipun.

Það eru margir, oftast efnahagslegir kostir sem fylgja inngöngu í ESB. Gallarnir gnæfa þó yfir kostina séu þeir metnir að raungildi. Fólk hefur í dag ekki almennt ekki rétt gildismat til þess að vega og meta. Sé litið raunsætt á málið þá töpum við meira en við græðum. Fólk verður að geta skilgreint auð ofar efnahag. Auður mannsins er svo miklu meiri en bara peningar. Íslenska þjóðin er auðug þjóð, auðugri heldur en Íslendingar gera sér almenn grein fyrir.

Heimsmálinn eru að þróast hratt í dag. ESB er að þróast eins og allt annað er fer í gegnum lögmál framvindu. Eólk getur ekki dæmt ESB eingöngu út frá fortíðinni. Hvort framtíðin beri það í skauti sér að við séum á leið úr öskunni í eldinn getur tíminn einn leitt í ljós. Stóra spurningin sem Íslenska þjóðin þarf að spyrja sig er.

Erum við tilbúinn að veðja á það? Það verður nefnilega ekki til baka snúið....

Ég segi að framtíð Íslands geti verið björt ef við höfum fólk við völd er ber hag lýðsins í landinu umfram allt en ekki þeirra sem stjórna fjármagninu.Við verðum að hafa við völd fólk sem leiðir að þekkingu út frá hjartanu. Við verðum að skapa okkur hugsýn sem við getum öll verið sammála um að vinna í átt að. Umfram allt þá verðum við að koma okkur úr aðlögunarferlinu sem nú þegar er hafið í átt að innlimum okkar í ESB

Við höfum ekki efni á því að gera mistök í þessum málum. Við getum skilgrein mistök sem ákvarðanatöku byggða á vanþekkingu, athyglisskorti og ótta, Ríkisvaldið hefur margoft gerst sekt um mistök og vanrækslu bæði í aðdraganda hruns og eftir það. Höfum við efni á því að hafa vanhæft fólk við völd? Við erum að tala um framtíð okkar og afkomendanna.

Hvort sem mistök séu gerð af ásetning eða fáfræði þá eiga þau ekki að líðast.

Það eru mistök að sækja um aðild að ESB, svo einfalt er það. Við erum með ESB flokk við völd, á meðan svo er ástatt þá göngum við villuveg.

Við megum engan tíma missa...

Hecademus, 24.7.2010 kl. 03:04

3 identicon

Iceland vote no to EU

B free

http://www.youtube.com/watch?v=kNDqNyFVYEg&feature=related

Association of Independent Newspapers Reporters (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 04:51

4 Smámynd: kallpungur

Reyndar fóru Danir með utanríkismál fyrir Íslendinga allt fram til 10. maí að beiðni Íslendinga. Þannig að segja má að fullveldi hafi endanlega orðið að veruleika 1940. Afsal fulluveldissins til Brussel er að mínu mati glæpur og svik við þá sem greiddu frelsinu atkvæði sitt 1944.

kallpungur, 26.7.2010 kl. 13:50

5 Smámynd: Hecademus

Já kallpungur þar er ég sammála þér, glæpur og svik eru orð að sönnu.

Hecademus, 26.7.2010 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband