Fyrir hrun var annar raunveruleiki

Þarna voru Glitnismenn smeykir um að verða uppiskroppa með lausafé. 

Þetta minnir mann á söguna um bankastjóra hjá Glitni sem fyrir hrun tók þjónustufulltrúa bankans á tal og sagði eitthvað í áttina að þessu:  "Hérna eru x margar milljónir, þetta á allt að vera komið út úr húsi fyrir vikulok" M.ö.o. þú átt  að vera búinn að pranga þessum lánum út áður en vikan er á enda. Fyrir þetta voru víst góðir bónusar í boði.

Fyrir hrun var "teiknaður" upp raunveruleiki byggður á "blöffi". Það er dagsljóst að stjórnendur bankanna eiga mikla sök á því falska hagkerfi sem hér var skapað fyrir hrun. Peningunum/skuldum var hér bókstaflega troðið upp  á fólk. Hver hefur hagsmuni af því að dæla gríðarlega miklum peningum/skuldum inn í lítið hagkerfi? Hvaðan komu allir þessir peningar? Hver á bankana í dag? 

Ætla Íslendingar að sætta sig við stórfellda eignarupptöku? Gerir fólks sér grein fyrir því hvað blasir við í náinni framtíð ef almenningur setur ekki hnefann í borðið og segir hingað og ekki lengra. Á almenningur siðferðislegan rétt á stófelldri niðurfellingu skulda? Er eitthvað vit í því að vinna eins og hamstur á hlaupahjóli til þess eins að borga botnlausar skuldir sem hækka í hvert skipti sem borgað er af þeim?

Maður spyr sig... 


mbl.is Búið að tæma sum útibú af seðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband