Gleðilegt ár. Megi hin íslenska þjóð rísa upp og vakna til vitundar árið 2012

 "Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að Íslandi séu allir vegir færir. Metum hvar tækifærin liggja og hvernig við getum nýtt þau, sjálfum okkur og öðrum til hagsbóta."

Þar setur Jóhanna fram orð að sönnu.  Íslandi er allir vegir færir. 

Nú verða hinir sönnu leiðtogar að stíga fram, nú þarf hugandi hugsjónarfólk sem ber hagsmuni Íslands og Íslendinga í brjósti sér að taka til sín völd. Nú þarf að stíga fram leiðtogi sem hefur hjarta og heila í að safna samfélaginu saman utan um draumsýn að bjartri framtíð Íslands. 

Staða Íslands og Íslendinga er einstök í þeirri heimsmynd sem nú er að líða í tíma og rými. Nú ætla ég að leyfa mér að spá fyrir því að senn muni verða til vaxandi afl á Íslandi sem mun leiða þjóðina inn í bjartari heimsmynd. Og með þessu afli verði til verkfæri fyrir samfélagið að þróa og skapa sér vaxandi velferð til framtíðar.

Framtíð Íslands er algerlega undir samfélagi Íslands kominn. Nú er kominn tími á að Íslendingar setji fram heilstæða samfélagslega sameiginlega hugsjón um framtíðina. Heimildir mínar segja að nú sé félag á Íslandi að framleiða stafrænt kerfi fyrir hina íslensku þjóð sem mun m.a. nýtast til þess að móta og þróa samfélaglegar hugsjónir og drauma fyrir hina Íslensku þjóð til að framkvæma.

Framtíðinn er björt, fyrir þá sem hafa getu og vilja til þess að koma til móts við nýja og breytta heimsmynd.  Mynd af raunveruleika, sem verðandi valdhafar Íslands verða að hafa heildstæða yfirsýn yfir til þess að eiga möguleika að spila með sem virtur og virkur meðlimur í samfélagi heimsins.


mbl.is Íslandi eru allir vegir færir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband