Andleg vakning Íslensku þjóðarinnar

Kosning Jóns Gnarr í stól borgarstjóra Reykjavíkur hefur vakið athygli um víðan völl.

Brátt munum við komast að því úr hverju hann er raunverulega gerður. Hvort hann standi á sannfæringu sinni og sjá sjálfum sér samkvæmur. Mikil pressa mun vera á honum um að stíga hvert skref að gaumgæfni, það eru margir að fylgjast með.

Segja má að hann byrji bara ágætlega en við verðum auðvitað að taka inn í dæmið að enn er aðlögunarferlið í gangi, heitabrauðsdagar eins og sumir myndu segja. Þó er ekki hægt að neita því að strax sé búið að taka vafasamar ákvarðanir, við skulum vona að það sé Jón sem sitji við stjórnvöldin en ekki einhverjir spottatogarar.

Jón er fyrir margar sakir öðruvísi en aðrir menn sem setið hafa við stjórnvöllinn. Hann kemur fyrir sjónir sem maður er hefur sannfæringu, maður sem stendur í liði almúgans í landinu.

Lítið hef ég séð að verkum Jóns en var ég þó viðstaddur fremur óundirbúna ræðu er hann hélt um daginn við standsetningu nýs sprotahúss í borginni. Ræða hans var svo til óundirbúinn að manni virtist og fremur langt frá umræddu málefni. En þó hafði hún sterkan boðskap sem fólk ætti að hugsa út í... 

Vér fögnum því að kominn er maður í valdastól á Íslandi er leggur sitt af mörkum til andlegrar vakningar Íslensku þjóðarinnar...

 

 

Af einhverjum dularfullum ástæðum þá get ég ekki tengt þetta blogg við fréttina þannig að ég pósta henni hér...  http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/06/26/the_new_york_times_skrifar_um_jon_gnarr/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband