Þetta stríð er rétt að hefjast

Computer-Hackers1

Wikileaks vinnur að því að svipta hulunni af sannleikanum, að afhjúpa spillingu og blekkingar. Ef valdamenn titra af hræðslu við birtingu gagna og eru tilbúnir að framkvæma ólöglegar árásir á veraldarvefnum, þá er eitthvað mikið að. Eitthvað er það sem segir manni að upplýsingar í þessum leka muni hafa afdrifaríkar afleiðingar sem dregið gæti dilk á eftir sér.

Fróðlegt verður að sjá hvað þessi árás mun leiða að sér, en eitt er víst að þetta stríð er rétt að hefjast. Stafrænn hernaður er mun algengari en fólk gerir sér almennt grein fyrir.

 


mbl.is Tölvuárás gerð á Wikileaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Einhvernveginn á ég bágt með að trúa að Bandaríkjamenn einir hafi eitthvað að fela. Hinsvegar er áherslan öll á að birta gögn USA. Merkilegt.

Heimir Tómasson, 28.11.2010 kl. 18:27

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stafrænn hernaður ER þriðja heimsstyrjöldin.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.11.2010 kl. 21:21

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þar hefur þú rangt fyrir þér Guðmundur... Þriðja heimstyrjöldin verður háð með mikið skæðari vopnum en einhverju stafrænu... Það er kanski að hún byrji vegna einhverra gagna sem fara í stafrænu formi á netið...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 28.11.2010 kl. 21:37

4 identicon

Þriðja heimstyrjöldinn er eins og Guðmundur hefur sagt nú þegar byrjuð. Hún er hinsvegar í dag m.a. háð bæði sem stafrænn hernaður og sálfræði hernaður.

Hinsvegar mun þessi styrjöld á endanum (fyrr en seinna) leiða út í hátæknihernað þar sem mjög þróuð vopn verða notuð. Sagan okkur segir að þriðja heimstyrjöldinn sé háð af auðugum og valdagráðugum mönnum sem vilja einræði eða ölluheldur alræði á kostnað lýðræðis og frelsis.

Spirit (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 22:41

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem ég á við er kannski öllu heldur að stafrænn hernaður er eítt af lykilatriðunum í 4. kynslóðar hernaði, en það rétt að hann er alls ekki það eina. Með annara hergagna í fjórðu kynslóðar vopnabúri: peningar (ofgnótt og/eða skortur á þeim, mútur o.fl.), pólitík, njósnir, upplýsingar (réttar eða rangar), áróður, heilaþvottur, lyf (eða skortur á þeim), aðgangur að náttúruauðlindum (eða skortur á þeim), veðurfarsbreytingar (já það getur líka verið vopn), eiturefni, lífefnavopn, geislavirkni, og auðvitað sprengjur og byssur af öllum sortum, þ.m.t. kjarnorku. Og eflaust ótrúlegustu hlutir í viðbót. Geimurinn verður heldur ekki undanskilinn sem vígvöllur þegar fram í sækir.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.12.2010 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband