LMA (Löggan Má Allt)

Íslenska lögreglan hefur verið mjög tæknivædd á síðustu árum, nýjasta tækni til hlerana hefur verið fenginn frá Bandaríkjunum. Þeir vita það sem vilja að lögreglan á Íslandi virðist oft á tíðum ganga eins langt og hún getur, gríðarlega mörg dæmi eru til um að hún haldi sig ekki innan þess regluramma er hún ber að hlýða gagnvart almenning. Hópur innan lögreglunar virðist fara eftir óskrifaðri reglubók sem er kölluð LMA (Löggan Má Allt)

Nú hefur fyrrverandi lögreglustjórinn á Suðurnesjum opinberlega sagt að Ísland sé lögregluríki. Eins kjánalega og það hljómar þá sinnir lögreglan hér sjálf innra eftirliti og er það starf í höndum lögreglustjóra hvers umdæmis. M.ö.o. Lögreglan á íslandi rannsakar sig þannig í raun sjálf. 

Ef það á að veita þessar forvirku heimildir þá á almenningur að krefjast þess að á sama tíma verði tekið upp virkt óháð innra eftirlit. Verði það ekki gert þá mun almenningur sem því miður virðist upp til hópa hvorki treysta né bera virðingu fyrir lögreglunni alltaf eiga í hættu á að stuðst verði við óskrifuðu reglubókina LMA.

Við lifum á umbreytingartímum þar sem almenningur hefur ekki efni á að lögreglan sé notuð sem "geðþóttavopn" valdastéttarinnar eins og dæmin sýna í svo mörgum löndum. Við skulum bara vona að fyrsta "velferðar vinstristjórn" Íslands hagi sér í samræmi við landslög...

 


mbl.is Rannsóknarheimildir lögreglu verði auknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband