Færsluflokkur: Bloggar
Hecademus blog uppfært
Sunnudagur, 1. janúar 2012
Nýtt ár, nýir tímar.
Ákvað að uppfæra þennan gamla bloggmiðil minn sem ég í nokkuð undarlegri og áhugaverðri atburðarrás stofnaði fyrir nokkrum misserum. Vonandi mun maður gefa sér meiri tíma og metnað í að blogga sitthvað um líðandi stund á komandi ári 2012.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleðilegt ár. Megi hin íslenska þjóð rísa upp og vakna til vitundar árið 2012
Sunnudagur, 1. janúar 2012
"Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að Íslandi séu allir vegir færir. Metum hvar tækifærin liggja og hvernig við getum nýtt þau, sjálfum okkur og öðrum til hagsbóta."
Þar setur Jóhanna fram orð að sönnu. Íslandi er allir vegir færir.
Nú verða hinir sönnu leiðtogar að stíga fram, nú þarf hugandi hugsjónarfólk sem ber hagsmuni Íslands og Íslendinga í brjósti sér að taka til sín völd. Nú þarf að stíga fram leiðtogi sem hefur hjarta og heila í að safna samfélaginu saman utan um draumsýn að bjartri framtíð Íslands.
Staða Íslands og Íslendinga er einstök í þeirri heimsmynd sem nú er að líða í tíma og rými. Nú ætla ég að leyfa mér að spá fyrir því að senn muni verða til vaxandi afl á Íslandi sem mun leiða þjóðina inn í bjartari heimsmynd. Og með þessu afli verði til verkfæri fyrir samfélagið að þróa og skapa sér vaxandi velferð til framtíðar.
Framtíð Íslands er algerlega undir samfélagi Íslands kominn. Nú er kominn tími á að Íslendingar setji fram heilstæða samfélagslega sameiginlega hugsjón um framtíðina. Heimildir mínar segja að nú sé félag á Íslandi að framleiða stafrænt kerfi fyrir hina íslensku þjóð sem mun m.a. nýtast til þess að móta og þróa samfélaglegar hugsjónir og drauma fyrir hina Íslensku þjóð til að framkvæma.
Framtíðinn er björt, fyrir þá sem hafa getu og vilja til þess að koma til móts við nýja og breytta heimsmynd. Mynd af raunveruleika, sem verðandi valdhafar Íslands verða að hafa heildstæða yfirsýn yfir til þess að eiga möguleika að spila með sem virtur og virkur meðlimur í samfélagi heimsins.
Íslandi eru allir vegir færir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er greiðsluaðlögun leið til þess að lengja í hengingar ól skuldara?
Fimmtudagur, 29. desember 2011
Nú er ég langt frá því að vera sérfróður um skuldaaðlögun. En við fyrstu sýn þá þykir mér þau úrræði sem þar eru í boði ekki góð til lengri tíma. Samt verður það ekki sagt að greiðslu aðlöguninn hafi verið gott skammtímaúrræði fyrir marga, svona eins og að pissa í sig til þess að halda á sér hita
Hér hafa lán hækkað upp úr öllu valdi og eignarhlutur margra fasteignareigenda hefur á skotstundu horfið. Lánadrottnar hafa komist í skjól með belti og axlabönd, skjól í boði regluverks sem kveður á um að þeir þurfi ekki að taka neina áhættu. Þannig geta lánadrottnar spilað mattador á kostnað lántakenda eða skuldara eins og þeir kallast víst núna.
Að mínu viti og leiðréttið mig ef ég hef hér rangt fyrir mér, þá er greiðsluaðlögun bara leið til þess að kreista úr skuldurum hverja einustu krónu. Þannig held ég að skuldaaðlögun sé fín leið fyrir þá sem geta aukið tekjur sínar til framtíðar og sætta sig við að lifa í hálfgerðri skuldaánauð.
Það fólk sem umboðsmaður skuldara telur sig ekki sjá fram á að geti aukið tekjur sínar og borgað af lánum eftir þrjú ár þegar "skjól þakið rofnar" lendir í eignarupptöku. Þ.e. því fólki er gert að selja allt sem það á og setja það sem úr "þrotabúinu" kemur upp í skuldir.
Nú stefnir í að mikið af harðduglegu fólki sem hefur unnið alla sína ævi og lagt sparifé sitt í húseign sína er nú að verða fyrir hálfgeri eignarupptöku því það getur ekki haldið áfram að borga af lánum sem hafa hækkað mikið og munu halda áfram að gera til framtíðar.
Hversu mikil áhrif hafa lánadrottnar fengið að hafa þegar kemur að því að móta þessar leiðir?
Ætlar hin Íslenska þjóð að sætta sig við viðvarandi okurlána stefnu og skuldaþrældóm?
Er ekki kominn tími á að fólk setji fótinn í dyrnar og segi hingað og ekki lengra?
Á virkilega ekki að stokka þessu gerspillta og úr sér gengna kerfi upp?
Ég spái því að ef almenningur fær ekki sanngjarna leiðréttingu á stökkbreyttum skuldum, þá verða hér mikil læti þegar bankarnir sem enginn veit hver á, fara að henda Íslendingum úr húsum sínum.
Yfir 2.300 umsóknir um greiðsluaðlögun á árinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir hrun var annar raunveruleiki
Fimmtudagur, 22. desember 2011
Þarna voru Glitnismenn smeykir um að verða uppiskroppa með lausafé.
Þetta minnir mann á söguna um bankastjóra hjá Glitni sem fyrir hrun tók þjónustufulltrúa bankans á tal og sagði eitthvað í áttina að þessu: "Hérna eru x margar milljónir, þetta á allt að vera komið út úr húsi fyrir vikulok" M.ö.o. þú átt að vera búinn að pranga þessum lánum út áður en vikan er á enda. Fyrir þetta voru víst góðir bónusar í boði.
Fyrir hrun var "teiknaður" upp raunveruleiki byggður á "blöffi". Það er dagsljóst að stjórnendur bankanna eiga mikla sök á því falska hagkerfi sem hér var skapað fyrir hrun. Peningunum/skuldum var hér bókstaflega troðið upp á fólk. Hver hefur hagsmuni af því að dæla gríðarlega miklum peningum/skuldum inn í lítið hagkerfi? Hvaðan komu allir þessir peningar? Hver á bankana í dag?
Ætla Íslendingar að sætta sig við stórfellda eignarupptöku? Gerir fólks sér grein fyrir því hvað blasir við í náinni framtíð ef almenningur setur ekki hnefann í borðið og segir hingað og ekki lengra. Á almenningur siðferðislegan rétt á stófelldri niðurfellingu skulda? Er eitthvað vit í því að vinna eins og hamstur á hlaupahjóli til þess eins að borga botnlausar skuldir sem hækka í hvert skipti sem borgað er af þeim?
Maður spyr sig...
Búið að tæma sum útibú af seðlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jákvæður Össur
Miðvikudagur, 21. desember 2011
Hann Össur má eiga það, að hann getur verið alveg rosalega jákvæður á annars neikvæðar aðstæður. Hann sér ljósið í ESB þrátt fyrir að margir innan þess sambands finni það ekki þessa dagana. Ljósið á það til að blinda menn. Í kastljósinu þá talaði hann greinilega út frá sinni sannfæringu, hversu raunsæ sem hún kann að vera.
Ég er viss um að þegar Össur fer af alþingi Íslendinga þá á hann vísa leið inn í starf PR fulltrúa fyrir ESB. Ef hann væri í þeirri stöðu í dag þá gæti hann vísast til talað evruna upp og úr þessu veseni.
Kvótafrumvarpið eins og bílslys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smá dæmisaga
Miðvikudagur, 14. desember 2011
Hér er smá dæmi um einstakling sem missti vinnuna og fór á atvinnuleysisbætur fyrir rúmlega tveimur árum.
Þessi einstaklingur mætti í viðtal hjá fulltrúa ungs fólks til athafna. Þegar hann var spurður hvort hann væri ekki að leita sér af vinnu þá gerði hann þau mistök að koma heiðarlega fram.
Hann neitaði því að hann væri að leita sér að vinnu, því hann væri að vinna í því að skapa sér og öðrum atvinnu. Hann var í því að þróa hugmyndir yfir í verkefni og stefndi á að stofna fyrirtæki.
Þar sem þessi einstaklingur sagði satt og rétt frá aðstæðum þá missti hann atvinnuleysisbæturnar og styrkrétt sinn til þess að sækja námskeið í boði atvinnutryggingarsjoðs. Sem var miður fyrir þennan einstakling því mörg námskeið sem í boði voru hefðu getað gert honum mikið gagn í iðju sinni.
En nú er ekki sagan sögð. Þegar þessi einstaklingur sá fram á að geta ekki borðað og þar með ekki unnið þá leitaði hann á það neyðarúrræði að biðja félagsþjónustuna í Kópavogi um hjálp. Þar mætti hann sama viðhorfi að ekki væri mögulegt að aðstoða hann því hann væri að skapa sér vinnu, en ekki leita sér af henni. Þegar félagsþjóustann neitaði þá sendi þessi einstaklingur til baka andmælabréf og fékk fyrir vikið greiddan út hálfan mánuð og síðan ekki sögunna meir.
Nú spyr maður sig : Er ekki eitthvað sem segir okkur að ríki og sveitafélög séu ekki að standa við sitt hlutverk þegar slík skömm fær að viðgangast. Að einstaklingum sem vinna að því að skapa sér vinnu sitji ekki við sama borð og þeir sem leiti sér af vinnu?
Missi ekki bætur í 3 mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ísland þarf að berjast á fleiri vígstöðum en í dómsölum
Miðvikudagur, 14. desember 2011
Við þessu var að búast, enda er mikið í húfi fyrir suma að ekki verði til fordæmi fyrir því að hægt sé að klína skuldum einkabanka upp á samfélög heimsins.
Vonandi munu stjórnvöld standa sig á vígstöðum sem þau virðast ekki gera sér grein fyrir að séu til staðar.
Samhliða þessu dómsmáli á að reka einfalda en öfluga PR herferð til þess að kynna málstað Íslands. Það á ekkert að spara í þá herferð og miklu skiptir að stjórnaliðar taki ekki upp málstað andstæðingsins eins og þeir hafa átt til að gera.
ESA stefnir Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað ef ESB leysist upp?
Sunnudagur, 11. desember 2011
Sagan segir að þegar "rekstra og styrktaraðilar" seinni heimstyrjaldarinnar sáu fram á að einræðisfasismi þyrfti að bíða um stund, þá var plan b sett fram um að ná svipuðum eða sömu markmiðum fram með efnahagslegri yfirtöku. Í dag er einræðisfasimi og falskt lýðræði að verða allt of stór hluti af raunveruleikanum.
Í gegnum árin frá seinni heimstyrjöldinni hefur ESB tekið til sín mikið vald m.a. í nafni þess að viðhalda friði og efnahagslegum stöðuleika. Því er fróðlegt að reyna spá til um hverjar afleiðingarnar verða ef ESB leysist upp og eru þær getgátur í hugum margra þessa daganna.
Munum við að sjá frammá margbreytta kreppu og stríðsátök? Ljóst er að ef ESB leysist upp þá mun það leiða til mikilla hörmunga, sem þó munu vonandi vara í skemmri tíma en lengri. Maður verður bara að vona það besta en gera ráð fyrir því versta.
Hvað mun fylla inn í tómarúmið sem verður til ef ESB leysist upp? Hver mun taka til sín valdið sem áður var á höndum ESB? Munum við sjá nýtt Norðurbandanlag þar sem Ísland á möguleika á að spila stórt hlutverk?
Eða munum við kannski sjá frammá valdamikla aðila sem ráða yfir mestu af fjármagni jarðkringlunnar reyna að hrifsa til sín enn meira vald? Kannski alræðisvald? Staðreyndinn er sú að ríkir og valdamiklir siðblindir aðilar hafa þegar náð miklu valdi hér á jörðu og ekki verður hægt að álykta á annað en að þá dreymi blauta drauma um alræðisvald.
Hvað eru Íslensk stjórnvöld að spá? Er ekki kominn tími á að opna umræðuna um endurskoðun umsóknar Íslands að ESB, umsókn sem er í dag á skjön við Íslensk lög og flokkast undir landráð. Ísland er nú í aðlögunarferli að regluverki bjálknsins. Hvað gerist ef þjóðinn segir nei í þjóðaratkvæðagreiðslum? Því má ekki gleyma að fyrir ekki svo löngu var því breytt að sú þjóðaratkvæðagreiðsla væri aðeins ráðgefandi. Þannig að stjórnvöld eru ekki bundinn neitunarvaldi þjóðarinnar.
Þegar maður les kennslubækur um alþjóðastjórnmál þá blasir það við að orðið sambandsríki var á lista bannorða, en það lítur út fyrir að nú hafi það verið tekið af þeim lista því háværar raddir kefjast nú aukinnar miðstýringar og valdaafsals þjóðríkja.
Á hvaða forsendum er verið að reyna innlima Ísland inn í ESB? Munu Íslendingar sætta sig við að verða arðrænd verksmiðjueyja í útjaðri The United States Of Europe?
Maður spyr sig...
Óttast ekki upplausn ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Eru stjórnvöld að gera ráð fyrir alheims kreppu?
Laugardagur, 10. desember 2011
Margir deila á um hvort það kerfi sem nú er við lýði sé þegar löngu dautt. Kerfið sé í raun hrunið en líkinu sé haldið gangandi að geðþótta þeirra sem hrifsað hafa til sín mest af öllum auð.
Hvað er verið að undirbúa á bak við tjöldinn? Nýtt kerfi? Getur verið að heimsmyndin taki miklum breytingum á næstu misserum?
Hvaða ráðstafanir eru Íslensk stjórnvöld að gera til þess að bregðast við mögulega verstu efnahagskreppu sem sögur fara af? Er verið að byrgja Íslenskan efnahag upp til þess að geta varist þeim ólgusjó sem stefnir á efnahagskerfi heimsins?
Eru ráðamenn þjóðarinnar að hugsa um samfélagið eða eru þeir kannski stangandi stein eða með hausinn í sandinum?
Maður spyr sig...
Því má heldur ekki gleyma að það blasa margþættari kreppur við mannkyninu, ekki aðeins efnahagskreppa. Það er kominn tími á að fólk fari að vakna til vitundar.
,,Það brakar og brestur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Forgangsröðun
Miðvikudagur, 20. apríl 2011
Hver er það sem ákvarðar forgansröðun þeirra mála sem þingið tekur fyrir? Er það virkilega eitthvað sem skiptir höfuðmáli í dag að eyða tíma þingsins í svona málefni?
Myndi halda að mestu máli skipti að nýta tíman í eitthvað sem meira máli skiptir. Eins og forgangsröðunn þingsins er þá myndi maður halda að þingmenn dragi miða úr hatti sem ákveði hvaða mál eru tekin fyrir.
Að meinalausu að falla frá breytingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)