Að segja eitt en meina annað

Aðskilið mál, ekki aðskilið mál. Hvenær ætlar þetta lið að ákveða sig. Íslenska ríkið segir eitt á meðan það Breska segir annað. Hvenær ætli froðusnakkið klárist?

Var ekki það sama sagt um lánið fá IMF, þetta er ekkert háð Icesave. Það kom annað á daginn. Þetta er soldið svona eins og leikurinn ég segi eitt en meina annað.


mbl.is Beiti ESB í Icesave-deilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir virðast halda að við séum alvega desperate með vatn í munninum að komast í þetta bandalag. Þetta er bara seinasti naglinn í kistuna, Ísland gengur ekki í ESB.

Geiri (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 17:36

2 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Evrópu áróðurinn hér heima hefur verið rekinn áfram á fjölmörgu svo sem ICESAVE sé ekki tengt ESB, hvalveiðar hafa ekkert með ESB að gera, ESB mun ekki þvinga Ísland til að taka upp her, Krónan ónít og evran ódrepandi. Þetta hefur allt verið lygar og blekkingar hjá Evrópu sinnum enda er þetta allt hrunið eða gufað. Kreppan hefur nefnilega sýnt ESB í sínu rétta ljósi en vandinn er sá að ESB þolir ekki dagsins ljós

Hvernig fer með hitt sem þeir hafa haldið fram: Ísland mun hlada fiskimiðunnum, bændur munu ekki fara á hausinn í hrúgum, landið verður ekki keyft upp í hrönnum að Auðkýfingum frá ESB, matvælaverð mun lækka og við verðum ekki eitthvað afdala fylki í ESB?

 Hefur eitthvað reynst rétt hjá þeim? ekkert enn sem komið er og það er ekkert sem bendir til þess að nokkuð rætist úr þess.

DRÖGUM UMSÓKNINA TIL BAKA HIÐ FYRSTA OG SPÖRUM OKKUR ÞANN PENING SEM Á AÐ FARA Í ÞETTA. Heilbrygður ESB sinnar geta ekki verið annað en sammála, þeir sem enn eru henni fylgandi tilheira sértúarhópi ESB-sinna. Þeir sögðu jú í upphafi að ef samningurinn yrði slæmur ættum við að hætta við.

NÚ SKULU ORÐ STANDA

Brynjar Þór Guðmundsson, 21.6.2010 kl. 17:50

3 identicon

ESB Eyðir mikklu meira en coca cola í ímyndarherferð. Ef sambandið er svona góður valkostur afhverju þarf þá að kosta svona mikklu til að láta aðra trúa því?

jón (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 18:05

4 identicon

Mér sýnist að við þjóðfélagsþegnar þessa lands verðum að taka þetta í okkar hendur. Steingrímur og Jóhanna eru ekki á leið með að bakka með þetta. Nú verðum við að fara gera eitthvað mikið róttækt og láta þau skilja vilja þjóðarinnar. Það verður að vera eitthvað stórt og fyrirferðamikið, þau eiga svo erfitt með skilning á öðru en því sem þau vilja og segja sí og æ....ég tel....ég tel....rétt eins og að þá verði þeirra skilningur og vilji að heilögum orðum. Spurningin er hvað getur látið þau skilja annað en sjálfa sig? Hvað þarf til, til að þau bakki með ESB?

assa (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 18:07

5 identicon

Jón, ekki erum við betri, hvað ætli "Inspired by Iceland" herferðin hafi kostað? Þessi eina auglýsingarherferð kostaði ábyggilega miklu meira per haus en það sem ESB eyðir til þess að selja ESB.

Bjarni (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 19:13

6 Smámynd: Hecademus

Inspired by Iceland auglýsinga herferðin er bruðl á kostnað skattreiðenda. 130 miljónir í framleiðslukostnað... Fyrir utan það að af þessu átaki er skítalykt.

Er það ekki JAJ einn af höfuðpaurum hrunsins sem á Inspiredbyiceland vörumerkið í gegnum 10-11 sem ríkið er nú að dæla 700 miljónum í og þjóðin tekur undir sem klappstýra...

Hecademus, 21.6.2010 kl. 19:44

7 identicon

Það þarf einfaldlega að stofna einhverskonar félag aðgerðarsinna, sem sýna eitthvað í verki, annað en hin samtökin s.s heimssýn og fleiri.

Geir (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 19:46

8 Smámynd: Hecademus

Innilega sammála Geir, styð þau samtök heilshugar. Ef við gerum ekki eitthvað sjálf, þá gerist ekki neitt. Eins og einhver sagði, ekki gera ekki neitt.

Hecademus, 21.6.2010 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband