Verðtrygging eru breytilegir vextir

Verðtrygging, já. Vinur Íslendinga. Verðtrygging erubreytilegir vextir sem notaðir eru til þess að tryggja verðgildi skuldbindinga.Verðtrygging miðar við ákveðna vísitölu. Verðtrygging, tryggir að lán haldi verðgildi sínu. Þegar vísitalan hækkar, þá hækka lánin. Man einhver eftir því að vísitala neysluverðs hafi lækkað hér á landi? 

 interest_dice.jpg


mbl.is Vill verðtryggingu á lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Lárusson

Reyndar hefur það gerst einu sinni svo ég man að verðtryggð lán hafa lækkað. Það var að mig minnir 1986, en þá varð uppi fótur og fit þar sem hugbúnaður Reiknistofu bankanna var ekki gerður fyrir lækkun vísitölunnar.

Hins vegar man ég ekki eftir þessu síðan.

Jón Lárusson, 22.6.2010 kl. 10:16

2 identicon

Verðtryggð lán lækkuðu í byrjun þessa árs á milli mánaða.

Kristinn (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 10:22

3 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Jón Lárusson, minnið þitt bregst þér. Vísitala neysluverðs lækkar reglulega. Ég gæti trúað að meðaltali 1-2 á ári. Síðast gerði hún það í janúar á þessu ári. Þá lækkaði hún úr 357,9 stigum (Des. 2009) niður í 356,8 (Jan. 2010). Verðtryggð lán lækkuðu í hlutfalli við það. Hægt er að fylgjast með vísitölum á vef seðlabankans.

Það er því lífseig mýta að verðtryggð lán lækki aldrei.

Ólafur Guðmundsson, 22.6.2010 kl. 10:28

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Verðtryggðu lánin hækka margfalt á við lækkunina það er sannleikurinn!

Sigurður Haraldsson, 22.6.2010 kl. 10:32

5 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Verðtryggingin lækkar oftast í kringum útsölurnar í Janúar en það er ekki heila málið.

Ef verðtrygging yrði afnumin kæmu til breytilegir vextir sem ákvarðaðir yrðu mánaðarlega, líklega yrðu þeir hærri en raunveruleg verðbólga til að mæta aukinni áhættu lánveitenda.

Heldur fólk raunverulega að við tökum upp sama kerfi og var fyrir 1980 þar sem ævisparnaður fólks brann upp og varð að engu, eignaupptaka þessa fólks sem átti innistæðu í bönkum og lífeyrissparnað var nánast 100%.

Stórir hópar af fólki sem byggði eða keyptu fyrir 1980 búa í skuldlausum eignum á kosnað sparnaðar kynslóðana þar á undan.

Það nánast vantar alltaf tillögur frá þeim sem vilja verðtrygginguna burt hvað eigi að koma í staðinn. Mín tillaga er að verðtryggingin haldi sér og að vextir þar ofaná séu ekki hærri en 1-3%, vextir erlendis eru kannski 3-5% í 2,5% verðbólgu sem gerir 0,5 til 2,5% raunvexti, þetta eru raunhæfari baráttumál þar sem vaxtaokrið hér er gríðarlegt.

Eins mætti afnema algjörlega stimpilgjöld og lántökugjöld eins og þau eru í dag og setja frekar á raunverulegt gjald fyrir vinnuna við þessa skjalagerð.

Raunverulega vandamálið er algjört getuleysi stjórnmálamanna til að reka þetta þjóðfélag eins og þarf og koma hér böndum á verðbólgu þannig að hún sé ekki hærri en 2,5%, annað stórt vandamál er verðmætabrenglun fólksins í landinu og algjört áhugaleysi fyrir því að refsa þeim sem okra.

Eggert Sigurbergsson, 22.6.2010 kl. 11:46

6 identicon

Sama gerist nú Eggert.

Þeir sem tóku mynt-lánin fá lottóvinning, verðtryggiingartakar ekki.

Í þessu eins og öðru er ekki alltaf réttlætinu fyrir að fara frekar en í Lottó!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 11:56

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við höldum áfarm að berjast fyrir réttlæti annað er ekki í stöðunni.

Sigurður Haraldsson, 22.6.2010 kl. 16:00

8 Smámynd: Jón Lárusson

Ólafur, ég var nú ekki að halda því fram að þetta hefði bara gerst einu sinni. Ég bara mundi eftir því einu sinni og þá kannski vegna upphlaupsins sem varð við lækkunina.

Hins vegar eru lækkanir ekki slíkar að þær vinni upp hækkanir, enda það kannski ekki tilgangurinn með bindingunni.

Jón Lárusson, 22.6.2010 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband