Innheimtuaðgerðir

Augljóslega eiga lánafyrirtæki að stöðva innheimtuaðgerðir á lánum sem búið er að dæma ógild. Heyrði að sumar lánastofnanir væru alveg spólandi á því að ná inn bílum áður en þessi dómur félli.

Annað mál er þó með þær aðgerðir sem hafa verið í boði fyrir fólk í greiðsluvanda. Sem dæmi að ef þú ert með bílalán hjá Íslandsbanka og ert mánuð í skuld þá getur þú ekki fengið skuldbreytingu á láninu. Þannig var það allavega fyrir dóm.

Finnst það frekar lélegt úrræði fyrir þá sem eru í greiðsluvanda að þurfa vera í skilum til þess að geta notið þessa úrræðis, þ.e.a.s að geta skuldbreitt láni. Eru þessi úrræði ekki annars fyrir fólk sem er í vandræðum?

unbalanced_scale.jpg 


mbl.is Um tvö aðskilin mál að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband