Blórabögglar
Þriðjudagur, 22. júní 2010
"Höskuldur bendir á að Íslendingum hafi verið meinað um dómstólaleiðina."
Hafið þið einhvern tíman pælt í því af hverju Bresta ríkisvaldið vill ekki að málið fari fyrir dómstóla. Afverju öllum brellum í bókinni er beitt til þess að hræða litla Ísland til þess að borga. Af hverju við eigum að taka á okkur skell og verða gerðir blórabögglar fyrir gallaða reglugerð ESB (sem búið er að breyta í dag) og "spilafíkn" bankamanna?
Ég held að ef við færum með málið fyrir dóm þá fyrst yrði fjör, hvorki Bretar né Hollendingar hafa efni á þesskyns fjöri. Fjörið fælist meðal annars í mikilli athygli sem við fengjum til þess að kynna okkar hlið á málinu. Hverju höfum við svo sem að tapa? fjárhagslegu frelsi? Nei, ef Icesave verður hlekkjað við okkur þá munu þeir hlekkir erfast næstu kynslóðir og við munum smám saman missa stjórn yfir landi okkar.
Ekki láta leiðan á umræðunni verða til þess að hleypa þessum klyfjum í gegn, það er of mikið í húfi. Dómsvaldið segir að við séum saklaus uns sekt er sönnuð. Fjölmiðlanir hafa dæmt okkur seka, ef við semjum erum við þá ekki fræðilega séð að játa?
Við skulum ekki gleyma því að í byrjun átti að kýla þetta mál í gegn án þess að við fengjum svo mikið sem að sjá samninginn sem okkur var boðið... Hver er að vernda hag hvers á hinu háa Alþingi Íslendinga?
Kemur forsetanum til varnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.