Að hugsa strategískt
Miðvikudagur, 23. júní 2010
Þetta er ekkispurning um að vinda sér í þetta og ljúka þessu, eða klára þetta út af því aðvið nennum ekki að hafa þetta hangandi yfir höfðinu á okkur eins og hinneldklári Kommi sagði sagði svo eftirminnilega eftir að hafa stýrt samninganefnd fyrir okkur í nokkramánuði og náð þessum líka glymjandi samning.
Hvernig væri að ríkisvaldið færi aftur að hugsa strategískt? Nota þá ása sem við höfum á hendi. Fyrr á tímum höfðu stjórnmálamenn á Íslandi dug í sér, þeir voru leiðandi en ekki fylgjandi. Þegar á botninn er litið þá má sjá alla þessa pólitík sem skákleik, þar sem þeir klóku verða ofan á.
Það er sorglegt að horfa upp á ríkisvald folda fullu húsi vegna þess blindrar trúar á Evrópu. Ég er sannfærður að ef við svo kjósum, þá getum við brotið Breta saman með því að nota þrýsting og kúganir, já við getum alveg hótað eins og þeir.
Ef við spilum rétt þá eigum við bæði réttin og almenningsálitið. Það má ekki gleyma því að þessar ríkistjórnir þurfa fyrst og fremst að hugsa um að hafa lýðinn góðan, allavega á meðan lýðræðið varir enn. En ríkistjórnin þorir bara ekki því hún er svo hrædd um að styggja stóra bróður...
Össur: Höfum sterkar þjóðir með okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi Ríkistjórn á ekki eftir að hugsa okkur í hag núna frekar en fyrri daginn, það er ekkert sem bendir til breyttra starfshátta hjá henni.....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.6.2010 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.