Samstaða Grikkja
Miðvikudagur, 23. júní 2010
Grikkir kunna þetta...Munið þið þegar það var smá samstaða á Íslandi, allavega hjá atvinnubílstjórum þegar þeir lokuðu fyrir umferð... Gæti það gerst aftur?
Það var einhver góður maður sem hváði að því hér á blogginu í gær að stór mótmæli ættu að verða nú 24 júní fyrir utan Alþingi þegar ríkistjórnin kemur saman á ný. Vonum að allt fari friðsamlega fram, svo fólk taki ekki upp á því að brjótast inn í Alþingi og bera fólkið út eins og einhver ræðuskörungur sagði svo eftiminnilega hér um daginn...
Hvet alla til þess að mæta og láta í sér heyra. Hef lúmskan grun um að þessi mótmæli verði töluvert frábrugðinn...
Grískir mótmælendur hefta samgöngur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er hægt að loka bönkum með svipuðum aðgerðum og þeim sem hér eru til umfjöllunar. Tíu manna hópur gæti t.d. mætt í útibú og hver tekið númer hjá gjaldkera, látið svo skipta seðlum í klink, fara svo aftur í röðina til að láta telja klinkið og skipta því yfir í seðla, o.s.frv. Einnig væri hægt að taka númer hjá þjónustufulltrúum og biðja þá að útskýra í smáatriðum alla lánamöguleika og úrræði við skuldavanda sem viðskiptavinum standi til boða, miðað við allan frumskóginn færi eflaust drjúgur tími í það. Menn gætu jafnvel tekið vaktir og skipt út mönnum eins og í fótboltaleik ef nógu margir standa að aðgerðinni, eftir hádegi tæki svo annar hópur við og svo koll af kolli. Þetta myndi nokkurnveginn lama alla starfsemi í útibúinu þann daginn, næsta dag myndu svo mæta tveir hópar á sama tíma í einhverjum tveimur öðrum útibúum, til að rugla þá í ríminu ef þeir væru tilbúnir með einhverjar sérstakar móttökuaðgerðir á hinum staðnum.
Þetta væri einskonar skæruhernaður, nema án ofbeldis og algerlega löglegur. Það væri líka hægt að standa fyrir utan (á stéttinni sem telst almannafæri) og dreifa þar kynningarbæklingum um greiðsluverkfall o.fl. til viðskiptavina bankans, eða halda fyrirlestra t.d. um gjaldþrot sem úrræði við skuldavanda, sem er ódýrasta leiðin fyrir marga skuldara en eitur í beinum bankastofnana því þá þarf að afskrifa. Til að byrja með yrðu ekki lagðar fram neinar sérstakar kröfur af hálfu aðgerðahópsins en eftir 1-2 vikur af svona samfelldu áreiti myndi einn úr hópnum setjast við borð þjónustufulltrúa með kröfuskjal og biðja um að því verði komið áleiðis til bankastjórnar, í skjalinu komi fram að ef ekki verði farið að (réttlátum) kröfum hópsins megi búast við áframhaldandi aðgerðum af auknum þunga í heilan mánuð áður en næst verði lagt fram nýtt kröfuskjal með enn umfangsmeiri kröfum sem þurfi að upfylla áður en látið verði af frekari aðgerðum. Þannig yrði innheimtuaðferðum fjármálafyrirtækjanna beitt gegn þeim sjálfum, þ.e. að leggja fram sífellt umfangsmeiri kröfur og gera þannig þolandanum sífellt erfiðara um vik að uppfylla þær, og þess krafist af fjármálafyrirtækjunum að þau sýni með eigin fordæmi hvernig best sé að komast út úr slíkum vítahring.
Aðgerðin gæti heitið: "Ekki gera ekki neitt (fyrir þolendur efnahagslegrar misnotkunar)"
Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2010 kl. 21:20
Þú klikkar ekki Guðmundur. Mæli með því að þú hendir þessari snilldar aðgerð í einfalt form og birtir hana á fjölförnum vettvangi
Hecademus, 24.6.2010 kl. 21:40
Hehe, ég á ekki heiðurinn af grunnhugmyninni, en bætti hinsvegar dálitið við útfærsluna frá eigin brjósti. Ég ætla hinsvegar ekki að dreifa þessu út um allt því ef þetta kæmi einhverntímann til framkvæmda þá væri líklega betra að vera ekki búinn að vekja athygli yfirstéttarinnar á þessari hugmynd. Í ósamhverfum hernaði (asymmetric warfare) er það að koma á óvart (element of surprise) mikilvægt verkfæri í vopnabúri skæruliðanna. ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2010 kl. 21:48
Þar hefurðu líklega lög að mæla.
Hecademus, 24.6.2010 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.