Hvað með bætur til korthafa?
Miðvikudagur, 23. júní 2010
Maður man eftir þessu svívirðilega svindli á sínum tíma þegar kortafyrirtækin voru uppvís að yfirgripsmiklu samráði, svissuðu svo um nöfn og allt gleymt og grafið. Ríkið fékk hátt í milljarð fyrir sinn snúð, og nú krefst Kortaþjónustan skaðabóta.
Allt gott og blessað. En hvað með almenning sem er að nota Kortinn? Er það ekki þannig að þegar samkeppnislög eru brotinn þá er það gert til þess að halda verði uppi? Hver er að hugsa um rétt þeirra sem hafa í gegnum tíðina þurft að þola þaulskipulagt samráð kortafyrirtækja? Er það bara standard á Íslandi að litli maðurinn borgi brúsann?
Höfða mál gegn kortafyrirtækjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það þarf nú engan snilling til að átta sig á því að það var klárlega ekki verið að halda verðinu UPPI í þessu tilviki!!! Ansi tregur ertu ef þú heldur það.
Nonni (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 19:25
"Nonni" Ertu sumsé að segja að í grunnin felist samráðið ekki í því að halda samkeppnisaðila utan markaðs svo þau fyrirtæki sem hafi markaðsráðandi stöðu fyrir samkeppni geti haldið verði á sinni þjónustu uppi? Eru það þá ekki neytendur sem bera þann skaða?
Hecademus, 23.6.2010 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.