Brot hringrásar-víkinga

Þýðir það þá að það hafi enginn brotið skattalagabrot eða að þeir ætli ekki að kæra fyrir þau sem brotinn hafa verið? Ef ekki er hægt að kæra þessa hringrásar-víkinga sem fluttu út alla sjóði landsins fyrir einhver skattalagabrot þá er eitthvað að lagakerfinu. Það sem er gallað verður að laga. Eða er verið að bíða eftir fyrningu eða einhverju svoleiðis?

En talandi um skattalagabrot.

Man einhver eftir því þegar gamli Kaupþing smalaði saman fólki sem átti mikla peninga á Holtið að mig minnir til þess að lokka það út úr Íslenska skattkerfinu inn í eitt af þessum aflands paradísarkerfum?

Flokkast það undir siðleysi eða lögleysu? Ég segi að "bannararnir" á Alþingi eigi að setja lög við siðleysi... 

Einnig er mér spurn, er einhverstaðar hægt að nálgast upplýsingar um það hverjir það eru nákvæmlega sem sitja í skilanefnd og slitastjórnum bankanna? Hver þeirra bakrunnur er, hvað þeir eru að gera o.s.f.r? Þetta finnst mér að eigi að vera allt upp á yfirborðinu, gagnsæi eins og okkur var lofað ásamt mörgu öðru þegar þessi ríkistjórn tók völdin til sín


mbl.is Engu máli vísað til skattrannsóknarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við erum fólkið í landinu sem megum ekkert vita niðurstaðan er augljós kerfið hrinur með sama áframhaldi ástæðan fyrir því er sú að það hefur ekki verið tekið til í því allt við sama heygarðshornið!

Sigurður Haraldsson, 24.6.2010 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband