Að ýta vandanum á undan sér

Stundum þá leyfir maður sér að hugsa af hverju þetta var ekki bara látið flakka í hruninu, gjaldþrot og ný byrjun. Við vorum og erum að margra mati hálfpart gjaldþrota í dag. Ef svo hefði farið þá hefðu eflaust einhverjir orðið fúlir út í okkar eins, í smá tíma. Þeir hefðu komist yfir það á endanum. 

Eflaust vilja þessir stjórnmálamenn okkar vel, þeir moka og moka. Koma með litlar lausnir á stórum vanda sem gerir það að verkum að skítahrúgan stækkar að manni virðist með hverjum deginum... Við þurfum róttækar lausnir en ekki einhvert "kropp"

Við ætlum að borga allt upp í topp þó við höfum ekki efni á því. Það þýðir að við borgum, og við borgum. Þangað til við getum ekki komist yfir meiri peninga til þess að borga. Þá verður gengið að okkur. Fólk missir eignir sínar og ríkið missir auðlindirnar. 

Manni finnst svolítið eins og alltaf sé verið að ýta vandanum aðeins lengra áfram. skref fyrir skref. Þýðir það ekki bara að við endum bara á því að falla fram fyrir bjargsbrún? Það fall getur verið mjög hátt. Hvernig verður t.d ástandið hérna í lok október þegar "yfirdrátturinn" verður felldur?

Er kreppan byrjuð hjá þeim þúsundum fjölskyldna sem horfa nú fram á það missa heimili sín?

broke.jpg 


mbl.is Skuldavandinn tekinn fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband