Öfug ríkisstjórn?
Fimmtudagur, 24. júní 2010
"Öfugsnúin viðbrögð ríkisstjórnar og Seðlabanka"Það virðist nokkuð til í þessu hjá honum Sigmundi, hún er svolítið öfugsnúinn þessi ríkistjórn. Hún er greinilega eitthvað að ruglast fyrir hvern hún vinnur...
Hversvegna mátti ekki tala um forsendubrest þegar talað var um stöðu heimilanna en þegar hagsmunir erlendra kröfuhafa eiga í hlut þá gilda aðrar reglur. Er allt gert til þess að halda IMF góðum? Hvort er ríkið að vinna með eða fyrir sjóðinn?Af hverju skiptir svona miklu máli að halda IMF góðum? Er það vegna þrýstings eða kúgana sem við fáum ekki að vita um?
Öfugsnúin viðbrögð ríkisstjórnar og Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já hann Sigmundur Davíð er klárlega djúpvitur maður og maður þarf að fara að hlusta betur á það sem hann hefur fram að færa. Ef þjóðin / ríkisstjórnin hefði nú bara farið að tillögum hans fyrir rúmu ári síðan, tekið upp öll lánin afskrifað um 20% til 30% og um leið gert nýja lánasamninga þá sætum við ekki í þessum forarpytti núna og afskriftin væri öll á kostnað erlendra lánastofnana ekki ríkissjóðs Íslands.
Heiða (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 20:31
Já Heiða þeir eru víst nokkrir þarna inn á þingi sem hafa eitthvað á bak við eyrun. Væri ekki vitlaust að smala þessu liði saman í nýjan flokk, og henda síðan ruslinu :)
Hecademus, 24.6.2010 kl. 20:48
Góð hugmynd að taka þá bestu og henda ruslinu sem hefur ekki neitt að gera þarna inni!
Sigurður Haraldsson, 24.6.2010 kl. 23:59
Vertu viss um að það er margt varðandi IMF sem er ekki gert opinbert!
Ríkisstjórnin kemur fram við almenning eins og sveppi: heldur okkur í myrkrinu og matar okkur á skít.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2010 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.