Hið unga sjálfstæði Íslendinga

Auðvitað gefst annað tækifæri, ef tækifæri má kalla.

Þegar svo fer að við höfnum ESB þá munu þeir koma aftur, og aftur, og aftur. Þannig virkar þetta batterí nefnilega, þeir taka ekki við höfnun. Það er aðeins til ein leið fyrir þeim, og það er þeirra leið.Lítið bara á vinnubrögðin á Evrópuþinginu. Það þyrfti einhver að endurskilgreina fyrir skipuðum valdamönnum Evrópuveldisins lýðræðisgildin að nýju. Þetta samband virðist nefnilega ískyggilega verið farið að þróast yfir í einræði. Við þekkjum hvað sagan segir okkur í því ljósi

Staðreyndin er sú að þeir hafa margfalt meiri not fyrir okkur en við fyrir þá. "Galdurinn" sem þeir eru að reyna framkvæma er sá að telja okkur trú um annað. ESB fer líklega að vera búið að eyða er jafnast á við þessa Icesave skuld sem verið er að troða upp á okkur, í það eitt að telja okkur trú um að þeir hafi fyrir okkur gull og græna skóga.

Það kostar mikið að sannfæra heila þjóð um að afsala sér sjálfstæði sínu. Þjóð sem afsalar sér því hefur annaðhvort verið blekkt eða kúguð. Við megum ekki láta blekkjast því þá missum við tækifæri sem gefst ekki aftur.

Algerlega er víst í þeim málefnum að annað tækifæri til þess að lifa sem sjálfstæð þjóð mun ekki gefast aftur. Við værum þannig að svíkja forfeður okkar sem hafa öldum saman barist fyrir sjálfstæði í lengri tíma en fólk gerir sér almennt grein fyrir.

Sé litið á næstu ár þá munum við bersýnilega í ljósi þess auðs sem landið hefur upp á að bjóða blómstra sem aldrei fyrr. En það mun aðeins gerast ef valdamenn standa sig í stykkinu, og láta ekki blekkjast. Þeir þeir hafa ekki leyfi til þess að láta sína eigin drauma ráða för þegar meginhluti lýðsins er á öðru máli.Framtíð okkar er að mestu leyti undir þeim og þeirra ákvörðunum kominn, þeir mega ekki gera mistök.  

Ef við ætlum að gefast upp vegna þess að búið er að berja úr okkur alla von og kjark til þess að standa sjálfstæð á eigin fótum. Þá verður framtíðin ekki björt, hvorki fyrir okkur né afkomendur okkar.

Sjálfstæði skilgreinist í því að íbúar lands séu fullvalda. Fullveldi felur í sér einkarétt til þess að fara með æðstu stjórn. Ef við erum ekki sjálfstæð þá erum við beygð undir vilja stórríkis, ríkis sem ber hag sinn ofar öllu.

Við höfum valdið til þess að velja. En hafa þeir sem lýðurinn treystir til þess að velja fyrir sig, vit á því að velja rétt? 

Að velja það sem er lýðnum í landinu fyrir bestu en ekki einkatrú stjórnmálamanna?

 

Svona í restina þá vill ég benda lesendum á að kynna sér fremur nýleg lög um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur 

 

 


mbl.is Óvíst hvort annað tækifæri gefist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Akkúrat það sem er þjóðinni fyrir bestu á að vera... svo er bara að leyfa ESB að eyða þeim pening sem þeir vilja til að reyna að komast hér að AFTUR OG AFTUR það er eina með viti....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.6.2010 kl. 16:05

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Íslendingar sóttu um aðild að ESB. Það var ekki ESB sem bað íslendinga að sækja um aðild að ESB.

Með þessa staðreynd í huga, þá er þessi bloggfærsla þín fallin um sjálfan sig í heild sinni.

Jón Frímann Jónsson, 26.6.2010 kl. 16:35

3 Smámynd: Hecademus

Kaupi ekki þessi fátæklegu rök þín Jón Fríman.

Veit ekki betur en að það hafi verið Samfylkingin sem sótti um aðild að ESB.

Samkvæmd mínum bókum er Samfylkingin ekki Íslendingar.

Hecademus, 26.6.2010 kl. 16:52

4 identicon

ofsalega er þetta fullveldis kjaftæði orðið þreytt. Hvað er fullveldi? Afsöluðu íslendingar sér ekki fullveldinu með inngöngu í EES á sínum tíma

5 identicon

Fullveldi er einkaréttur til þess að fara með æðstu stjórn lands, þ.m.t. dómsvald, löggjafarvald og framkvæmdarvald.

Frímannsson (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 17:09

6 Smámynd: The Critic

Það er nú bara þannig að ekkert aðildar ríkja ESB hefur mist sjálfstæði eða fullveldi við inngöngu. Þetta er óttalegt froðusnakk sem er í gangi í þessari umræðu hér á landi. ESB myndi bara gera okkur gott, við yrðum þá loksins þjóð meðal þjóða en ekki ein og sérvitur út í ballahafi.

The Critic, 26.6.2010 kl. 17:14

7 identicon

Tímarnir eru að breytast, ESB er að breytast.

Það þýðir ekki að rýna til fortíðar til þess að reyna gera sér mynd að því hvernig framtíð ESB verður.

Spiritus (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 17:25

8 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Jón Frímann, Frímannsson, nafnlaus, og critic

Seigir ICEAVE ekkert til um ESB?

Nú ef ekki, hvernig var þetta með ESB og herskilduna? 

Ekki, en Hvalveiðar og krafa ESB þjóða um til okkar þar sem þeir eru að reyna að segja okkur hvað við megum og hvað ekki.

Horfum til svíðþjóðar; Þeir hafa náð einu frumvarpi í gegn frá inngöngu? svíþjóð er bara 40 sinnum stærri en við og leiða grúppu finna, dana, eista, letta og litháa

En sagði ekki Jóhanna að "hún trúir því að það sé farsælast að ganga inn í ESB"? Ef ESB sinnar þurfa að "trúa"  því að það sé betra að vera í ESB en geta ekki séð, fundið eða hugsað. Hvernig getur þetta verið betra???

En bendir það ekki til þess að ESB sinnar hópur sértúrasinnar

Brynjar Þór Guðmundsson, 26.6.2010 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband