Íslendingar styrki stoðir samfélagsins

Því ber að fagna að óbreytt hollensk samtök skuli styrkja Fjölskylduhjálp Íslands.

 

Hvernig væri nú samt að vel stæðir Íslendingar og auðmenn landsins fari að dæla inn peningum í styrktarmál.

Samt ekki í þessum "Bónus stíl" þar sem haldinn var fjölmiðlahátíð í hvert skipti.

 

 Ef vel stæðar einingar samfélagsins sýna ekki örlæti og gestrisni þá mun samfélagið eins og statt er í dag smám saman grotna niður. Fólk verður að styðja við bakið hvert á öðru.

Íslenska þjóðin á það ekki skilið að vera svöng... 

 


mbl.is Enn styrkja Hollendingar fátæka Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hollendingar eru hálft i hvoru að hæðast að okkur. Við erum svo aum að við getum ekki einu sinni sinnt okkar eigin fólki, hvað þá staðið við alþjóðlegar skuldbindingar.

Koma svo: Við borgum ALDREI Icesave!

Guðni (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 19:25

2 identicon

Auðvitað eiga bankamennirnir (bankaþjófarnir?) að borga Icesave, þeir vita hvert peningarnir enduðu, þessi peningahimnakenning er líka enn ein blekkingin, ef þú færð 100 pund að láni þá eru þessi 100 pund einhvers staðar ... kveðja frá eldri en tvævetra

Gauti (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 22:10

3 identicon

Væri það verra ef ríkisbubbarnir myndu gefa hellings pening til styrktarmála og fá fjölmiðlaumfjöllun. Væri það ekki bara staða þar sem allir myndu græða?

Magnús (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 00:33

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Og koma svo aumu vesalingar í útlöndum:

Sigurður, Jón,Björgúlfsfeðgar,Sigurjón,Bjarni og fleiri sem vita upp á sig sök skilið peningum núna!

Sigurður Haraldsson, 27.6.2010 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband