Skýr stefna
Laugardagur, 26. júní 2010
Mikið er gott að það sé nú loks að komast á hrein hver stefna flokkana er í þessum málum. Það skiptir sköpum fyrir fólk í landinu að vita fyrir hvað flokkarnir standa í þessu stærsta máli fyrr og síðar.
Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn fýsilegri kostur, fái hann verðuga samstarfsaðila. Eins og ég sagði fyrr í dag þá tel ég kjósa þurfi upp á nýtt.
Einnig er ljóst eftir tíðindi dagsins að Vinstri-Grænir verða að segja sig frá samstarfi við Samfylkinguna ef þeir ætlar að vera samkvæmir sjálfum sér. Geri þeir það vinna þeir sér inn stig hjá kjósendum sínum.
Kjósa verður sem allra fyrs. Við höfum ekki efni á þessi rugli lengur. Við þurfum að leggja alla okkar krafta í að koma efnahagsmálum í lag fremur en að daðra við Brussel...
Vilja draga umsókn til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.