Adrenalín
Sunnudagur, 27. júní 2010
Kannski var hann alveg að missa það í buxurnar og var að drífa sig heim, kemur fyrir bestu menn.
En svona í fullri alvöru þá veit maður ekki hvort þetta eigi að flokka sem heimsku eða klikkun að keyra svona innan um aðra ökumenn.
Maður verður þó að skilja þessa ungu ökumenn sem langar að vita hvað bíllin getur, hver kannast ekki við þörfina fyrir smá adrenalín í kroppinn.
Hvernig væri nú að setja upp braut fyrir þá sem hafa tilhneiginguna til þess að kitla pinnann. Það bara hlýtur að vera grundvöllur fyrir því hér á landi. Svoleiðis svæði þyrfti eflaust ekki að kosta mikið...
Ók á 196 km hraða í Ártúnsbrekku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
nei en það þyrfti örugglega gæslu þar sem myndi kosta slatta ásamt því að slysatíðnin myndi pottþétt vera eitthvað yfir meðallagi... væri samt ekki á móti einni.
Guðbjörg Soffía Magnúsdóttir, 27.6.2010 kl. 14:15
Það er braut og aksturshringur við Krísuvíkurveginn.
Annars er ekkert mjög hættulegt að fara upp ártúnsbrekku á 200 kl 2 á laugardagskvöldi.
Ártúnsbrekkan er örugglega öruggasti vegspotti landsins og líkastur autobahninum í Þýskalandi þar sem það er vegrið á milli akstursstefna, þar gilda engin hraðatakmörk.
Viktor (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 15:06
Viktor: Það má vel vera, við útilokum þá klikkun og flokkum þetta undir heimsku.
Vita ekki allir að lögga er alltaf að mæla þarna...
Hecademus, 27.6.2010 kl. 15:21
Jújú, rétt hjá þér.
Viktor (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 18:44
Maður veit aldrei hvað er að gerast í Ártúnsbrekku. Hún er alls ekki örugg. Í gærkvöldi voru tvær stelpur að labba við veginn í brekkunni. HALLÓ !! Það þarf bara smá til að maður missi stjórn á bílnum og þá er maður dauður.
Þessir krakkar eru hálfvitar. Vonandi fær hann aldrei bílprófið aftur
karolina (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 10:28
Þú missir ekkert stjórn á bíl á beinum kafla nema að þú sért ölvaður eða þroskaheftur.
Viktor (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 15:39
Víst... Á þessum hraða.. Það þyrfti ekki nema smá rikk og þá er hann farinn útaf. Hefuru aldrei heyrt um útafakstur?? Ekki voru allir fullir og síðast er ég vissi þá voru þeir alveg heilbrigðir áður. Þú leikur þér ekki að þessu. Þá fyrst er hægt að kalla mann þroskaheftan
karolina (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.