Kirkjunnar þjónar
Sunnudagur, 27. júní 2010
Páfinn gagnrýnir lögregluna í Belgíu fyrir að vinna vinnuna sína. Það er líklega erfitt fyrir þá sem halda sig vera yfir aðra menn hafna að þurfa sætta sig við að vera ekki hafinn yfir lög.
Alveg er það þó magnað hvað "kirkjunnar þjónar" hafa komist upp með í gegnum tíðina..
Páfinn og hans fjölskylda er svosem enginn undantekning á því. Ef ég man rétt þá minnir mig að bróðir páfans hafi nú verið bendlaður við barnaníð á sínum tíma, auk þess sem páfinn sjálfur var alinn upp í Hitlersæskunni...
Gott að sjá hversu háan siðferðilegan stöðul þeir miða við þarna í Róm
Annars held ég að Páfinn sé lítið annað en strengjabrúða klerkaráðsins, en það er bara mitt álit...
Páfi gagnrýnir belgísku lögregluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Óskapnaðurinn í Páfagarði nær nú mun dýpra en flesta grunar. Erum við ekki mótmælanda-trúar flest? Hann Lúther sagði skýrum orðum að Anti-Kristur byggi í Vatikaninu, réttilega. Málið er að "anti" þýddi á fyrri öldum mun oftar "í staðinn" en ekki "á móti".
Þú/þið getið skoðað http://video.google.com/videoplay?docid=5065529688964664079# þar sem það er farið í gegnum þetta. Tek það fram að ég er ekki "frelsaður" og sæki ekki kirkju oft. Lít málin fræðilegum augum, einungis.
Páll (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 13:36
Þetta er allt ein helvítis sukk og svínarísmaskína og reynir auðvitað að verja sig og sína meðan stætt er.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.6.2010 kl. 13:44
Hvernig orðaði Shakespeare þetta svo skemmtilega, var það ekki einhvern veginn svona: "Með klækjum kann fjandinn að vitna í guðs orð"
Hecademus, 27.6.2010 kl. 13:45
Algert hneyksli, þeir eru löngu búnir að fyrirgefa sjálfum sér.
Fyrirgefningin er meira að segja orðin hluti af barnaníðingsathöfnum þeirra... Nauðga, fara svo og iðrast og fá fyrirgefningu frá Maríu "mey", Sússa, Gudda.
Þetta er allt partur af kynórum þeirra..
DoctorE (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 14:32
Hugsið ykkur, ef þið hefðuð talað svona á móti páfa og kirkju apparatinu fyrir nokkrum öldum þá hefðuð þið verið drepnir á staðnum
Það má ekki gleyma því að eflaust hefur kirkjan framið hvað flest morð í gegnum tíðina.
Mun það verða aftur? Frétti eitthvað um að verið væri að endurvekja rannsóknarréttinn
jón (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 15:49
Vildi bara benda á að blessaður Benedikt hefur eflaust ekki kosið að vera í Hitlersæskunni. Öll börn innan þýska ríkisins og í leppríkjum þýskalands voru neydd til að taka þátt í hitlersæskunni. Það er ekki hans sök og teljast varla góð rök gegn ágæti hans. Hann var bara vitlaust barn, fætt í vitlausu landi á vitlausum tíma.
Annars er þessi færsla mér að skapi.
-Arnór
Arnór (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 20:28
Mikið rétt hjá þér Arnþór, hann hefur haft lítið um það að ráða.
Því er nú samt ekki að neita, að nokkur kaldhæðni felist í því að hann endi sem páfi. Um það má deila hvort þar ráði einhver ásetningur eða einskær tilviljun.
Lífið hefur kennt mér að það er ekkert í þessum heim, tilviljun...
Hecademus, 27.6.2010 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.