Þegar eggið fór að kenna hænunni

Þar mælir þessi unga snót orð að sönnu. Stundum þarf eggið að kenna hænunni... 

Það er hálf sorglegt að horfa upp á fullorðið fólk með reynslu í stjórnmálum rífast og þræta án þess að komast að nokkurri niðurstöðu. Það ber vott af vanþroska og skilningsleysi.

Fólk verður að kunna að mætast í ágreining sínum til þess að hin mismunandi málefni geti flætt í gegn..

Þetta mega eiga fleiri en Vinstri-grænir að taka til sín...


mbl.is Fullorðið fólk talar saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Fólk verður meðvitundarlaust af að rífast og fréttir allra síðast af því sjálft. Þetta meðvitundarleysi hefur ekkert með aldur að gera....

Óskar Arnórsson, 27.6.2010 kl. 16:49

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hef stundum velt því fyrir mér hvers vegna tvær manneskjur geta haft oft á tíðum gjörólíkar skoðanir og báðar telja sig hafa rétt fyrir sér!

Sigurður Haraldsson, 27.6.2010 kl. 23:58

3 Smámynd: Hecademus

.Var einhvern tíman að pæla í þessu sjálfur Sigurður, skrifaði greiningu um þetta á sínum tíma. Greining á þessu efni á fremur heima í ritgerð en á bloggi.

Í stuttu máli má rekja þetta til mismunandi uppbyggingu viðhorfskerfa sem aftur mynda trúkerfi.

Viðhorfskerfi skapast út frá þeim upplýsingum sem einstaklingur hefur yfir að ráða. Þessar upplýsingar blandast svo við eldri skoðanir.

Einstaklingur fer í gegnum atburðarrás í lífinu og myndar sér skoðanir út frá þeim upplýsingum sem berast inn í kerfið/meðvitund hans að hverju sinni.

Úr því umræddur "sannleikur" er á við að hverju sinni hefur birst persónunni í lifandi lífi þá skapar hún sér trúkerfi utan um þá skoðun.

Oft þarf gríðarlega mikið til þess að brjóta niður trúkerfi sem einstaklingur hefur byggt upp á röngum forsendum. Gríðarlega stór hluti mannkyns myndar sér skoðanir, þótt það hafi minnstu hugmynd um hvað raunverulega liggur að baki.

Þetta er svosem bara lausleg greining og langt frá því að vera tæmandi útlistun, en ætti að koma þér á sporið...

Hecademus, 28.6.2010 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband