Fíkniefna fé í hagkerfinu

Óskum lögreglunni til hamingju með þetta, hún er þá greinilega að gera eitthvað meira en að þefa uppi blómabændurGrin

Annars hefði þessi sending gert einhvern eða einhverja mjög efnaða. Það fjármagn hefði án nokkurs vafa verið notað til þess að flytja inn meira magn af efnum. Amfetamín er eitt af því skaðlegasta sem fólk lætur í líkama sinn.

Í dag verðum við að hafa auga með því hversu mikið af fíkniefnafé rennur inn í hagkerfið. Nú er nefnilega tími fyrir þá sem hafa safnað að sér svörtu fé í langan tíma til þess að fjárfesta... 

205m-drug-money.jpg

 


mbl.is 20 lítrar af amfetamíni í Norrænu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amfetamín er svipað skaðlegt og áfengi og töluvert skárra en tóbakið, þannig að þessar aðgerðir eru hræsni dauðans.

Geiri (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 20:00

2 Smámynd: Hecademus

Geir: Vel má vera að skammtímaáhrif þessa efnis gæti minni áhrifa á líkamann heldur en eftirtalinn efni, en langtíma neysla amfetamíns er mun meiri skaðvaldur.

Svo verður auðvitað að taka inn í þetta dæmi magn og neyslumynstur til þess að rétt útkoma fáist.

Þessi hræsni sem þú ert að vísa til er væntanlega ávísan í að ríkið banni eitt eiturlyf en leyfi annað. Í rótina er það jú flokkað sem hræsni samkvæmt mínum bókum...

Hecademus, 28.6.2010 kl. 21:04

3 identicon

omg hvað þið eruð ekki sérlega upplýstir. auðvitað er þetta skaðlegt en... langtímaáhrif bla bla bla... ertu veikur langtíma áhrif áfengis eru með því versta sem þú getur gert þér félagi og þetta segji ég án þess að ættla að gera lítið úr skaðsemi annara efna. en amfetamín er dvergur við hliðina á áfengi hvað langtímaáhrif snertir. gott dæmi væri að benda á að dauði er ekki fráleyt afleiðing fráhvarfa áfengis eftir langtíma neystlu gerist reglulega en af fráhvörfum amfetamíns er dauði sjaldséð fyrirbrigði og svo framvegis.

ef þér finnst langtímaáhrif amfetamíns slæmt mál hættu að drekka því það er síst betra fyrir þig.

en amfetamín er langt frá því að vera skaðlaust og ég er ekki að reyna að draga úr skaðsemi þess heldur einungis að benda á hversu sterkt og hættulegt fíkniefni áfengi er.

sjubídu (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 21:26

4 Smámynd: Hecademus

Sjubídu: Áfengi er jú gríðarlegur skaðvaldur til langtíma, það kemur þó inn í eins og ég sagði neyslumynstur og magn þess sem innbyrt er að hverju sinni.

Persónulega tel ég áfengi eða Bakkus eins og ég vill kalla það vera eitt mesta mein nútíma samfélags.

En sé sú jafna(þ.e.a.s. amfetamín) sett til hliðar við áfengi þá er ekki hægt að neita því að amfetamín sé meiri skaðvaldur á líkamann.

Þekki þá allnokkra sem hafa farið gríðarlega illa á mjög skömmum tíma í neyslu amfetamíns. Og trúðu mér ég er upplýstari um fíkniefni en margur maðurinn...

Hecademus, 28.6.2010 kl. 21:50

5 identicon

:D þú ert að tala up langtíma neyslu sérstaklega í svari þínu til geira elskan ekki skammtíma neyslu og þar er stóri munurinn. amfetamín getur verið mjög skaðlegt ég er ekki að reyna að neyta því aðeins að benda á að það eru afskaplega fá lyf eða fíkniefni sem standa nálægt skaðsemi langtímaneyslu áfengis og þar með hversu skaðlegt áfengi er í reynd.

einnig er ég ekki að tala um blandaða neyslu heldur hvors efnis fyrir sig.

og trúðu mér ég er ekki að tala með rassgatinu það tekur þig ekki langan tíma að fletta þessu upp.

sjubídu (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 00:00

6 identicon

"En sé sú jafna(þ.e.a.s. amfetamín) sett til hliðar við áfengi þá er ekki hægt að neita því að amfetamín sé meiri skaðvaldur á líkamann."

aldrey séð nein gögn sem benda til þess btw en mundi gjarnan vilja sjá þau ef þú gætir verið svo vænn að deila með okkur einhverjum linkum sem mark er á takandi.

sjubídu (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 00:02

7 Smámynd: Hecademus

Sjubídu: Þú ert ekki að taka inn þann grundvallarþátt sem ég er að tala útfrá sem er MAGN OG TÍMI. Við erum alveg sammála um þátt áfengis en það sem ég er að benda á er að á mjög skömmum tíma getur amfetamín gjörbreytt persónum, á löngum tíma getur það haft gríðarlegan skaða sem oft leiðir til dauða.

Það þarf enga linka til þess að sjá þessa formúlu heldur rökhyggju og almenna skynsemi. Það segir sig sjálft að það er stór munur á því hvort þú sért að neyta efnis í hófi eða óhófi, oft eða sjaldan.

Jafnan sem ég á við er sumsé sú að sé efnunum jafnað saman, búinn til samþætta miðað við neyslumagn og tíðni neyslu þá kemur amfetamínið verr út.

Að halda öðru fram er ekkert annað en sjálfsblekking...

Hecademus, 29.6.2010 kl. 00:26

8 identicon

"Sjubídu: Þú ert ekki að taka inn þann grundvallarþátt sem ég er að tala útfrá sem er MAGN OG TÍMI."

jamm ég er sammála að drekka 1ltr af amfetamínbasa er mun hættulegra en t.d. 1ltr af bjór en samt er 1ml af nikotíni hættulegra en bæði. sko magn og tími er akkurat það sem eg er að tala um drengur.

"Það þarf enga linka til þess að sjá þessa formúlu heldur rökhyggju og almenna skynsemi."

sem sagt þú fynnur þetta allt saman bara á þér? það er ekki ósjaldan sem sanleikurinn kemur fólki að óvart jafnvel bráðskyggnu fólki eins og þér.

ástæðan fyrir því að eg bað þig um linka er eigin leti og áhugaleysi þar sem ég nennti ekki að gera akkurat það sjálfur til að sýna fram á það sem ég er að segja. ég held þú gerir þér ekki grein fyrir hversu hættulegt áfengi sé í raun og veru og hvernig aukin neysla regluleg yfir langan tíma fer með þig. eða kannski helduru að ég sé að tala um methamfetamín sem er mun hættulegra efni og mun nær afenginu þar og getur farið afskaplega ílla með fólk á mjög skömmum tíma?

þó að áfengi sé selt af ríkinu er verið að tala um mjög sterkt fíkniefni.

sorry Hecademus en því miður þá er ég ekki að plata þig þú sérð alveg um það sjálfur.

sjubídu (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 00:55

9 identicon

"Amfetamín er svipað skaðlegt og áfengi"

Geiri, hefur greinilega ekki andskotans hugmynd um hvað þú ert að tala

Bjarki (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 01:02

10 identicon

Blablabla. Amfetamín er bara víst skaðlegra en áfengi. Það þarf bara að fylgjast með hegðun fólks á þessu sjitti.

Ef þú vilt link þá færðu hann hér

http://www.drugfree.org/portal/drugissue/methresources/faces/index.html

Mér er sama hversu drykkfelld/ur þú ert, þú einfaldlega nærð þessum árangri ekki á svona skömmum tíma með áfengi.

Danni (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 01:03

11 identicon

Já.. methamfetamín hættulegra en amfetamín... en bara NÆR því að vera jafnhættulegt og áfengi? Í hvaða veruleika lifir þú?

Danni (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 01:05

12 identicon

Over-consumption of alcohol is one of the leading preventable causes of death worldwide.[19] One study links alcohol to 1 in every 25 deaths worldwide and that 5% of years lived with disability are attributable to alcohol consumption.[20][21]

source:http://en.wikipedia.org/wiki/Long-term_effects_of_alcohol

of latur til að skoða þetta meira en þetta segjir meira en þarf um allt og ef einhver er svo vitlaus að benda á óbeinan dauða e-ð álíka vitlaust má kannski benda sama aðila á að vannæring of svefnleysi er undirrót mesta skaðans af amfetamínneyslu svo málið er dautt.

hef lítinn áhuga á að tala með amfetamínneyslu því ég veit mjög vel að skaðsemi hennar er ekkert grín og þó svo að þessi samanburður og svo gefi til kynna fyrir þeim sem gerir sér ekki greyn fyrir skaðsemi áfengis að notkun amfetamíns sé hættulítil þá er fjarri því.

sjubídu (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 01:15

13 identicon

http://www.drugfree.org/portal/drugissue/methresources/faces/index.html

Mér er sama hversu drykkfelld/ur þú ert, þú einfaldlega nærð þessum árangri ekki á svona skömmum tíma með áfengi.

lol þú hefur ekki séð alvöru róna þá ertu kominn á þetta caliber

sjubídu (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 01:18

14 Smámynd: Hecademus

Þetta viðmiðunardæmi þitt Sjubídu sýnir nákvæmlega út frá hvaða sjónarhorni þú horfir, mjög einföldu.

Sundum er það þannig að þegar fólk horfir út frá einföldu sjónarhorni þá virðast einfaldir hlutir flóknir.

Ég sé frá hvaða sjónarhorni þú horfir , og ég viðurkenni það sjónarhorn sem gott og gilt. Trúðu mér við erum fremur sammála þó við séum að horfa á hlutina út frá mismunandi sjónarhól. Eins og ég sagði áðan þá kalla ég áfengi Bakkus, Bakkus á rætur sínar að rekja til undirheima. Sumir trúa að þar sé búi einhver djöfull :) Áfengi er eins og ég sagði áðan eitt stærsta böl heimsins

Staðreyndin er samt sem áður sú að þar sem við erum að deila um jöfnu þar sem bæði magn og tími viðhelst sem X þá getum við aldrei komist af sannri niðurstöðu. (nema auðvitað að við reiknum út samþættu og framkvæmum rannsókn en í það hef ég hvorki tíma pening né áhuga á að gera)

En ég held þó í þá staðhæfingu mína að sé sett upp samþætta sem við getum líkt við áætlun magns beggja efna miðað við styrkleika þá verður amfetamínið ofan á. Það er mín sannfæring, þú heldur þig þá bara við þína. Það er þinn réttur.

Hecademus, 29.6.2010 kl. 01:31

15 identicon

við erum í það minnsta samála um að bæði efnin eru skaðleg og það ætti kanski bara að vera nog það er ekki eins og það sé hægt að drepa mann meira en dauður þó það sé hægt það gera það hratt hægt og láta manni líða verr eða betur á meðan.

sjubídu (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband