Staða Gísla Marteins

Held að það sé nokkuð ljóst að hann Gísli Marteinn sé nú knúinn til þess að segja af sér.

Sem persóna er ekki mikið út á Gísla að setja, hann er metnaðarfullur og framagjarn maður sem eflaust á erfitt með að slíta sig frá þeim ferli sem hann hefur gert sér í hugarlund. En styrkmálinn eru þess eðlis að ekki verður fram hjá þeim litið

Það er þó svo að tvennt sé í stöðunni segi hann ekki af sér.

Annað er að hann haldi sér fast í þeim stormi sem nú er, að stormurinn lægi og hlutirnir falli í gleymsku dá.

Hitt er að hann haldi sér nauðarhaldi í rokinu en það hættir ekki að blása. Það mun leiða til þess að hann þarf á endanum að segja af sér með mun verri hætti mannorðslega séð heldur en ella.

Hvaða leið hann velur er undir honum komið, nú verður hann að velja um það á hvað hann veðjar. Munu þessir vindar blása eða mun lægja í bráð?  

Algerlega er þó ljóst að sé litið til hagsmuna Sjálfstæðisflokksins þá ber honum að víkja.


gisli3.jpg

Svo má eflaust deila lengi um það hvort þessi styrkmál séu stormur í vatnsglasi Woundering


mbl.is Gefur skilaboðunum gaum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband