Staða Gísla Marteins
Mánudagur, 28. júní 2010
Held að það sé nokkuð ljóst að hann Gísli Marteinn sé nú knúinn til þess að segja af sér.
Sem persóna er ekki mikið út á Gísla að setja, hann er metnaðarfullur og framagjarn maður sem eflaust á erfitt með að slíta sig frá þeim ferli sem hann hefur gert sér í hugarlund. En styrkmálinn eru þess eðlis að ekki verður fram hjá þeim litið
Það er þó svo að tvennt sé í stöðunni segi hann ekki af sér.
Annað er að hann haldi sér fast í þeim stormi sem nú er, að stormurinn lægi og hlutirnir falli í gleymsku dá.
Hitt er að hann haldi sér nauðarhaldi í rokinu en það hættir ekki að blása. Það mun leiða til þess að hann þarf á endanum að segja af sér með mun verri hætti mannorðslega séð heldur en ella.
Hvaða leið hann velur er undir honum komið, nú verður hann að velja um það á hvað hann veðjar. Munu þessir vindar blása eða mun lægja í bráð?
Algerlega er þó ljóst að sé litið til hagsmuna Sjálfstæðisflokksins þá ber honum að víkja.
Svo má eflaust deila lengi um það hvort þessi styrkmál séu stormur í vatnsglasi
Gefur skilaboðunum gaum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.