Skrípaleikur?
Þriðjudagur, 29. júní 2010
Þetta mál er sérstakt fyrir margar sakir.
Held að það sé nokkuð til í meintu vanhæfni Láru V. Júlíusdóttur. Það er nú varla líðandi að manneskja sem vinnur hjá sóknaraðila sæki á varnaraðila. Saksóknarar eiga jú að vera 100% hlutlausir.
En þetta væri þá varla í fyrsta skipti sem saksóknarar teldust vanhæfir...
Annars tel ég að það verði varla auðvelt mál að verjast gegn þessum ákærum, ef ríkið vill ná sínu fram þá nær það því. Oftast..
Annars er það hálf spes að hlaða salinn af lögreglumönnum, er slíkt ekki einsdæmi hér á landi?
Hefur lögreglan áður tekið vald yfir dómssal eins og hún gerði þegar verið að var taka málið hér fyrir á dögunum, þegar lögreglan ákvað hver fengi inn og hver ekki?
Segir saksóknara vanhæfan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Saksóknari þiggur í öllum tilvikum laun af ríkinu, er hann þá ekki vanhæfur í öllum opinberum málum?
Ragnar hefur í mýmörg skipti þegið greiðslur af ríkinu fyrir sín störf og án vafa eru einhver þannig mál í gangi á lögmannsstofu hans þessa stundina.
Er Ragnar þá ekki vanhæfur líka?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.6.2010 kl. 11:33
Er ekki verið að deila á það frá hvaða armi launin berast? Myndi nú vænta að eðlilegt væri að saksóknari á vegum ríkis, fái borgað frá ríki.
En það verður að viðurkennast að heppilegra væri að velja manneskju sem ekki gegnir trúnaðarstörfum á vegum ríkisins.
Hecademus, 29.6.2010 kl. 12:03
Það er fátt um varnir í málinu ef þetta er það besta.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.6.2010 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.