Allt bönkunum að kenna?

Þetta er eflaust súrt epli fyrir marga að bíta í. Enn rýrnar eignarhlutur fólks í fasteignum sínum. 

Þetta er enn eitt dæmið um afleiðingar þess falska umhverfis sem skapað var af bönkunum í hinu umtalaða góðæri.

Hafa ekki einhverjir verið að tala um að fasteignaverð hafi verið hátt í helmingi of hátt þegar hæðst lét?

bubbleburst.jpg

Nú er spurning hversu mikið mun þetta lækka á næstu árum?

Það eru margir þættir sem spila inn í þá jöfnu.

Fyrir mínar sakir væri ég fremur stúrinn hefði ég fest fé í steinsteypu sem nú er ekki bara óseljanleg heldur hríðfallandi. Var manni ekki alltaf kennt að best væri að festa fé sitt í steypu?

Það gilda víst önnur lögmál á Íslandi í dagWhistling  

Er ekki bara málið að flytja á Sigló eða eitthvað, er ekki allt að hækka þarSmile 


mbl.is Fasteignamat lækkar um 8,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má gera ráð fyrir að þetta sé fyrsta bylgjan.

30% raunlækkun er nokkuð nærri lagi... og það allt núna á seinni 6 mánuðum ársins....

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 12:56

2 identicon

En á móti kemur að fasteignagjöld lækka, sem svo kemur niður á þjónustu við íbúa.  Fasteignaverð landsinns lækkar, lánshæfi landsinns lækkar þar með, var nú reyndar lækkað töluvert með nýgengnum hæstaréttar dómi.

Vesalings vestmanneyingar þurfa að borga hærri fasteignagjöld, en víðast hvar á landinu eru breytingar litlar.

Þetta skiptir svosem engu máli, þetta fjallar bara um peninga og þeir eru verðlausir þegar kemur að alvöru lífsins.

Þvílík heimspeki :-)

S.

S. (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 15:30

3 identicon

Gamall maður sagði við mig eitt sinn, það er aðeins eitt sem að hefur aldrei lækkað í verði og ekki er hægt að tapa á og það er áfengi.

Veit ekki en allavega er þetta það eina sem hefur aldrei lækkað síðan 1988 eftir að hann benti mér á þetta.

 Bara að benda á það.

Þórir Stefánsson (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband