Kínverski drekinn
Þriðjudagur, 29. júní 2010
SINOPEC er ekki nein smá smíði, hjá þeim starfa sem nemur tvöföldum fólksfjölda Íslensku þjóðarinnar eða hátt í 640 þúsund manns.
Fyrirtækið vermir efsta sæti á lista 500 stærstu fyrirtækja Kína.
Mann skal nú ekki undra að Kínverjar hafi áhuga á Drekanum okkar.
Drekinn er eina goðsögulega dýrið í Kínverska almanakinu og hefur hann mikið táknrænt gildi fyrir Kínverjum.
Ræddi drekasvæðið í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og þar eð kínversk stjórnvöld hafa sama álit á mannréttindum og þau íslenzku, þá er engin furða þótt íslenzka kommúnistastjórnin leiti þangað.
Vendetta, 29.6.2010 kl. 21:27
Eru þau þá hætt við að ganga í Evrópusambandið? Eða átta þau sig kannski ekki á því að svona pælingar eru til einskis ef halda á þeirri stefnu til streitu? Það væri svosem eftir öllu og í stíl við þá vanhæfni og þekkingarskort sem virðist einkenna þessa ríkisstjórn. Gylfi viðskiptaráðherra viðurkenndi það t.d. á Borgarafundi í gærkvöldi að hann hefði ekki hugmynd um hvað væri á seyði í Fjármálaeftirlitinu, þó hann sé æðsti yfirmaður stofnunarinnar.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2010 kl. 22:02
Það er barnalegt viðhorf að ætla að láta ákveðin mannréttindamál ákveðinna ríkja hafa áhrif á viðskipti okkar við aðrar þjóðir.
Ef slítum stjórnmálasambandi við öll þau lönd þar sem stjórnvöld virða ekki mannréttindi þá yrðu þau ansi mörg, þar á meðal Bandaríkin og mörg Evrópulönd. Við gætum þá alveg eins farið bara aftur í moldarkofana.
Þetta er kaldur hagsmunaheimur og við eigum ekkert að skammast okkur fyrir það að eiga viðskipti við Kínverja. Við erum að tala um 1,3 milljarða manna og varla sanngjarnt að sniðganga allt þetta fólk vegna þess að stjórnvöld þar í landi hafi ákveðna ókosti.
Geiri (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 01:39
Nei, það er ekki barnalegt. Við vitum þó öll að peningar lykta ekki og flestum ríkisstjórnum er andskotans sama um afdrif saklausra í einræðisríkjum, viðskiptin ganga fyrir. En ég get sagt að ég og margir aðrir sneiðum hjá að kaupa vörur sem framleiddar eru í barnaþrælkunarbúðunum í Kína og vörur frá sumum öðrum löndum eins og Ísrael, þegar því verður við komið. Það er auðvitað bara dropi í hafið, en samvizka okkar er amk. hrein.
Vendetta, 30.6.2010 kl. 12:56
Eftirfarandi scenario mun eiga sér stað:
Katrín nefnir Drekasvæðið við Kínverjana í því augnamiði að biðja þá um að bjóða í rannsóknarboranir og síðar, þegar vinnsla hefst, mun iðnaðarráðherra bjóða kínverska fyrirtækinu talsverðar skattaívilnanir, sem Aker og Hydro/Statol fengu ekki loforð um árið 2009. Í staðinn fyrir þessar skattaívilnanir verða gerðir samningar um að kínverska fyrirtækið muni standa að uppbyggingu af einhverju tagi með íslenzku vinnuafli.
En af því að Íslenzk yfirvöld eru sérfræðingar að semja af sér, mun mótframlag Kínverjanna verða trójanskur hestur, sem mun koma í ljós árið 2015. Allt þetta fer svo í einn hnút þegar útboðs- og styrkjareglur ESB flækjast inn í málið.
Svo þegar upp er staðið munu þeir einu sem græða á þessu öllu saman vera kínverska fyrirtækið (og þar með kínverska ríkið), en Vopnfirðingar munu sitja eftir með sárt ennið eina ferðina enn. Þá munu allir þingmenn og embættismenn flykkjast að handvaskinum til að þvo hendur sínar af hneykslinu.
Vendetta, 30.6.2010 kl. 13:16
Vandetta eigum við að slíta aöll viðskiptatengsl við Bandaríkin og Bretland?
Geiri (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 15:08
Ja, stundum hef ég virkilega hneykslazt á því hvernig bandarísk yfirvöld fara með Mexikana og fólk af indíánaættum, fyrir utan stríðsreksturinn í Írak og Afghanistan, svo ekki sé talað um illa meðferð á föngum, m.a. í Guantánamo. En ég sé enga ástæðu til að hætta viðskiptum við Bretland. Ég hef oft hætt við að kaupa hluti sem eru framleiddir í USA, en það er eins erfitt og að komast hjá því að kaupa eitthvað með kínverskum íhlutum.
Svo vil ég nefna það að aðrar þjóðir hafa sífellt verið að gagnrýna Bandaríkjastjórn fyrir brot á mannréttindum, og enginn í USA er tekinn af lífi eins og í Kína fyrir það eitt að vera með mótmæli.
Ég sé enga í íslenzku ríkisstjórninni fyrr né síðar (né utanríkisráðherra eða sendiherra ESB-landanna) andmæla að ráði neinum brotum kínverskra yfirvalda. Össur hvíslar að Hu Jaobang: "Já, það er eitthvað með mannréttindi, en það skiptir svo sem engu máli". Og segir svo við fréttamenn að hann hafi andmælt. Hræsni út yfir allan þjófabálk. Alveg eins og það er rétt að það verður að gagnrýna hörkulega Bandaríkjastjórn fyrir mannréttindabrot, þá verður að leggja þrýsting á kínversk yfirvöld. Það verður ekki gert með því að senda íslenzkar brúntungur þangað með fagurgala og hrósyrði.
Á hinn bóginn hafa venjulegir borgarar í USA og Bretlandi yfirleitt tjáningafrelsi og rétt til mótmæla, ekki Kínverjar. Við getum svo sem rætt endalaust um þetta mál og haft mismunandi skoðanir, og það er líka allt í lagi. En ég læt ekki sannfærast af viðskiptalegum hagsmunum. Samvizka mín bannar mér það. Over and out.
Vendetta, 30.6.2010 kl. 15:37
Þú vilt greinilega skerða lífsgæði á Íslandi töluvert, finnst það vera sorglegt.
Geiri (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 17:49
Á öllum peningum er tvær hliðar...
Hecademus, 30.6.2010 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.