Eðlisfræðingurinn hún Angela
Miðvikudagur, 30. júní 2010
Á þýska þinginu sitja alls 622 þingmenn í sex flokkum. Angela Merkel hefur setið sem kanslari frá því í nóvember árið 2005. Hún Angela er eðlisfræðingur að mennt og dóttir lútherstrúa prests. Persónulega tel ég það jákvætt að Kristinlegir demókratar standi höllum fæti, en það er bara mitt álit.
Var einu sinni á keyrslu hjá forsetahöllinni í Berlín þegar Kanslarinn hún Angela var á leið í bíltúr. Það var ekki nein smá múndering á því. Mörgum götum lokað í kring og lögreglumenn á hverju strái. Það er víst svoleiðis verklagið á þessu hjá þessum stórveldum. Gera alltaf ráð fyrir því versta..
Man þegar ég var einhvern tíman að keyra hjá Perlunni þegar ég mætti Þjóðhöfðingja okkar undir stýri á einhverjum gömlum Bmw að mig minnir. Frekar fyndinn sjón..
Í sömu Berlínarferð sá ég í fyrsta skipti alvöru mótmæli. Þá voru Þjóðverjar að mótmæla á degi verkalýðsins(þetta var nú samt seint að kveldi). Var í leigubíl og lenti inn í miðri þvögu af fullvopnuðum óeirðarlögreglumönnum, ætli fjöldi þeirra hafi ekki verið á við meðalstóran hóp mótmælenda hér á Íslandi. Það var mikil lífsreynsla sem gleymist seint, man hana þó svo fremur óskýrt þar sem maður var kominn aðeins í könnu
Merkel niðurlægð í þinginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.