Myndir af samgöngumiðstöðinni

Hvernig er það með þessa samgöngumiðstöð.
samgoengumidstoed2.jpg 
Mun hún ekki festa flugvöllinn í sessi til frambúðar?
 samgoengumidstoed_reykjavikur_adal.jpg
Maður myndi halda það... 

mbl.is Vilja reisa eigin flugstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi ekki.  Líklega þarf samgöngumiðstöð fyrir langferðabílana og til að koma fólki til Keflavíkur ef innanlandflugið fer þangað.

NN (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 14:27

2 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Það ætla ég sannarlega að vona að hún geri.  Það er margt þúsund sinnum þarfara við skattpeninga  borgaranna að gera en að kasta þeim í heimskulega flugvallargerð á Hólmsheiði.

Eiður Svanberg Guðnason, 2.7.2010 kl. 14:28

3 identicon

Það sem er óskiljanlegt á svona tímum þar sem við ættum að hugsa um hverja einustu krónu er:

Afhverju ekki að nota þennann risa fokking flugvöll sem er með 2 flugstöðvum og fjöldann allann af skýlum og öllu sem til þarf sem er staðsettur 20 mín frá hafnarfyrði???

Arnar (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 15:08

4 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Arnar afhverju þá ekki að nota þennan flugvöll sem að þegar er til staðar ?

ekkert að því að einkafyrirtæki einsog flugfélagið byggi sér nýja flugstöð.

aðstaðan er fyrir hendi þarna í vatnsmýrinni og ekki get ég séð að það sé gríðarleg þörf á því húsnæði sem að menn tala um að byggja þar í staðinn.

en annars er það alveg sársaukalaust gagnvart mér sem landsbyggðarmanni að flytja flughöfnina til keflavíkur.

þá má bara á sama tíma sleppa því að byggja sjúkrahús í reykjavík og byggja það nær keflvíkurflugvelli, ásamt því að flytja hinar helstu stofnanir áleiðis þangað líka.

Reykvíkingar þurfa aðeins að átta sig á því að reykjavík er höfuðborg Íslands og manni þykir nú allt í lagi að hafa flugvöll þar úr því að það eru flestar stofnanir þar á annað borð.

Árni Sigurður Pétursson, 2.7.2010 kl. 15:50

5 identicon

Þetta er einmitt punktur sem gleymist oft. Sammála þér Árni S.

Reykvíkingar eru eflaust þeir sem nota flugvöllinn hvað minnst.. 

Hann er fyrst og fremst stökkpunktur fyrir landsbyggðina inn í höfuðborgina.

Guðmundur H. Jónsson (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 16:11

6 identicon

Það sem mér finnst óskiljanlegt í þessari flugvallarumræðu er að það er alltaf bara talað eins og flugvöllurinn þurfi að fara eða vera. Hvað með að hafa völlinn áfram í örlítið breyttri mynd?

Það myndi líklega ganga af talverðum hluta af innanlandsflugi dauðu ef við ætluðum að flytja það til Keflavíkur. Þó svo að völlurinn sé mögulega í 25min fjarlægð frá Hafnarfirði þá tekur um 45mínútur að komast þangað frá miðbæ reykavíkur. Ef það bætist við einn og hálfur tími fyrir flug fram og til baka þá er einsýnt að flug til staða eins og Akureyrar, Vestmannaeyja, Sauðárkróks og jafnvel Hafnar í Hornafirði, myndi leggjast af að mestu þar sem fólk myndi frekar bara keyra. Einnig eru mörg fyrirtæki sem eru að þjónusta önnur fyrirtæki úti á landi að nýta sér flugið með því að senda starfsmann t.d. norður kl átta og heim kl fjögur. Það er tæplega raunhæfur möguleiki þegar þarf að eyða tíma í að að keyra til Keflavíkur og svo til baka aftur.

Þetta væri mögulega hægt að leysa að einhverju leyti með því að setja upp hraðlest til Keflavíkur, en það er ekki raunhæft eins og er vegna kostnaðar. Einnig væri hreint út sagt fáránlegt að ætla að byggja nýjan flugvöll á Hólmsheiði, bæði vegna kostnaðar og veðurfars þar, en skýjafarið þar er þannig að völlurinn yrði mun meira lokaður en þar sem hann er í dag. Þess má geta að veðurstofan hefur stundað rannsóknir á veðurfari á Hólmsheiði í nokkur ár núna

Hvað með að loka bara öllum brautum nema austur/vestur brautinni (13/31)?  Með því móti myndi mikið landsvæði vera fengið í nágrenni miðborgarinnar til uppbyggingar fyrir hvað sem er. Einnig væri hægt að gera meira úr þeirri aðstöðu sem nú er í Nauthólsvík og byggja frekar upp háskólasvæðið við Öskjuhlíð. Aðflug/brottflug yfir Kársnes og miðbæinn væru úr sögunni og þar með væri mun minni hávaði sem fylgdi vellinum. Einnig væri hægt, ef menn vilja ganga lengra, að færa kennslu- og einkaflug upp á sandskeið en þar er nú búið að malbika fína flugbraut.

 Það sem þyrfti svo að gera væri að lengja austur/vestur braut vallarins á landfyllingu út í sjóinn til vesturs um ca 500 metra, til þess vélar gætu lent í meiri hliðarvindi, þar sem að þetta væri eina brautin. Hægt væri svo að setja Suðurgötu í stokk undir brautarendann.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 16:20

7 identicon

Vá hvað ég er ánægð með þig Árni, þetta er einmitt það sem ég hef sagt lengi. Ef flytja á flugvöllinn til Keflavíkur þá á að byggja nýja spítalann þar. Margir í Reykjavík gera sér ekki grein fyrir því að spítalinn er ekki bara fyrir þá. Ég verð yfirleitt alveg svakalega reið þegar ég tala um þetta mál og hefur mikið verið hlegið af mér en ég tek þessu persónulega þar sem ég á börn og bý úti á landi og ef ég á fyrst að þurfa að bíða eftir að sjúkraflugvél mæti á svæðið sem tekur 30 mín til klukkutíma og síðan þarf að fljúga í um 25 mín og síðan þarf að keyra í um 1 klukkutíma þá finnst mér þetta persónulegt. Þarna væri verið að lengja tímann sem það tekur að komast á spítala í neyðartilfellum um einn klukkutíma.

Flugvöllurinn á að vera þar sem spítalinn er og öfugt og það er bara ekkert flóknara en það. Spítalinn er fyrir alla landsmenn og ef fólki finnst ekkert mál að lengja ferðina fyrir okkur landsbyggðarfólkið þá hlýtur spítalinn að mega fara til Keflavíkur líka.

Auðbjörg (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 18:35

8 identicon

Nú. Vilja þeir fá að reisa flugstöð í Vatnsmýrinni.

Mig hefur lengi langað til að reysa höfn með góðu gámaplani við Nauthólsvíkina.

Ef þeir fá að byggja þarna flugstöð og flughlöð þá hlýt ég að fá að byggja þarna höfn og gámaplan.

Það bara hlýtur að vera.

Sniddan , klippt og skorin (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 21:55

9 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Sniddan það er nú smá munur á þessu...

þar sem að það er nú þegar til staðar flugvöllur í vatnsmýrinni

Árni Sigurður Pétursson, 3.7.2010 kl. 06:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband