Annarleg forgangsröðun

Þetta er eiginlega svolítið fyndinn frétt, svona grátbrosleg allavega.

Burtséð frá því að þeir hafi farið út á grátt svæði. Þá verður fólk að geta tekið hausinn á sér út úr kerfisrammanum, það verður að geta vegið og metið aðstæður með sjálfstæðum hug. Notast við rökhyggjuna.

Þessi þáttur hefur eflaust skilað okkur álíka landkynningu og þetta flýtiátak sem þeir réðust í um daginn.

toyota-hilux-side-at-volcano.jpg

Að tíma lögreglunar sér varið í svona mál, segir okkur að ég held margt um hvar forgangurinn liggur. 

Held að það sé kominn tími til að kenna þessu liði sem stjórnar hérna á þessu landi hvað FORGANGSRÖÐUN þýðir og hvert gildi hennar sé.

Stundum hugsar maður, að þeir hugsi ekki neitt. Heldur geri bara það sem stendur fyrir framan nefið á þeim að hverju sinni. Þegar ég segi þeir þá nota ég það í víðu samhengi yfir þá sem hafa eitthvert framkvæmdarvald í þessu landi.

Mann kemur í hug það sem Ólafur F. var alltaf að segja,

forgangsröðun, forgangsröðun, forgangsröðun. 


mbl.is Löggan skoðar Top-gear
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér um ruglið með að eyða tíma í þennan "glæp",

En ég er ósammála þér með forgangsröðunina - þeir forgangsraða einmitt, og þess vegna komast fjárglæpamenn upp með allt en sauðsvartir fá ekki einu sinni að njóta góðs af hæstaréttardómum.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 14:39

2 Smámynd: Hecademus

Í lýðræðisríki eiga valdhafar að forgangsraða eftir því sem lýðnum í landinu er mest til bóta.

Sú forgangsröðun er ekki að eiga sér stað. Því segir það okkur að þeir sem eiga að vera vinna fyrir fólkið í landinu þekkja ekki og vinna ekki eftir grunn gildum lýðræðis.

Hecademus, 3.7.2010 kl. 15:28

3 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

brandari,er bara að roðna.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 4.7.2010 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband