Skelfingarnar í Kongó

Jean-Claude Kibala, aðstoðarhéraðsstjóri South Kivu, segir skelfingu blasa við í þorpinu. „Þar eru lík út um allt á götum þorpsins. Íbúarnir eru í áfalli, geta hvorki talað né grátið," segir hann í samtali við BBC.

Að upplifa það að sjá bæði börn og fullfært fólk brenna í tylftum hlýtur að vera með því skelfilegasta sem maður getur upplifað. Án efa voru þarna samankominn gríðarlegur fjöldi fólks, margfalt fleiri en þeir sem létust. Við skulum vona að þetta fólk fái þá hjálp sem það þarf því annars mun þessi atburður ekki bara eyðileggja líf þeirra sem lentu í honum heldur einnig þeirra sem voru viðstaddir. Þeir sem upplifa "andlegan dauða" ganga ekki með það utan á sér.

Íbúar Kongó eru langþjáð þjóð. Þrátt fyrir það finna þau stöku sinnum innst inni fyrir hamingju og ástríðu sem heldur þeim á lífi í þeim skelfingum sem eiga sér stað þar dag hvern. Þetta fólk lifir til þess að vera, þau eiga ekkert annað en núið.

congo-protestors.jpg

 

Í gleymda stríðinu í Kongó eru vel yfir 2000 manns drepin daglega þó ekki sé mikið fjallað um það í"mainstreem" pressunni. Þetta fólk er drepið vegna baráttu um gríðarlegan auð landsins. Persónulega held ég að ekki sé of djúpt í árina tekið þegar sagt er að um sé að ræða skipulögð þjóðarmorð. 

Þegar út í það er farið þá fer ekki mikið fyrir mörgu af því sem raunverulega skiptir máli í heimsmálum dagsins. Í stóru fjölmiðlunum er má segja að forgangsröðun sé framkvæmd að geðþótta og hentisemi eftir höfði þeirra sem oft eiga hagsmuna að gæta.

 

 

Gleymda stríðið í Kongó

 congo-map-739403.jpg


mbl.is Skelfing í smáþorpi í Kongó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Þetta er svo sorglegt að erfitt er að blogga um þetta.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 3.7.2010 kl. 23:42

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Mikið er ég sammála þér og þetta með forgangsröðunina sérstaklega. Takk fyrir vakningu á þessum punkti segi ég.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.7.2010 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband