Atvinnuleysi í ESB

Nú erum við að nálgast meðaltalið í ESB. Það er víst farið að nálgast 10% í dag. 

http://epp.eurostat.ec.europa.eu/tgm/table.do?tab=table&language=en&pcode=teilm020&tableSelection=1&plugin=1 

 

Við vitum að fólksflótti er lausn AGS á atvinnuleysi.

En hverjar eru raunverulegar lausnir stjórnvalda?


mbl.is Gríðarleg fækkun starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ESB hefur ekkert að gera með atvinnuleysi: Í ESB ríkinu Hollandi er atvinnuleysi t.d. 3,2%, í ESB ríkinu Danmörku er atvinnuleysi 4,1% og í ESB ríkinu Austurríki er atvinnuleysi 4,7%.

Hvernig skýra einangrunarsinnar að atvinnuleysi á Íslandi er meira en tvöfalt meira en í þessum löndum, þrátt fyrir að við séum ekki í ESB? Svarið er einfalt: einangrunarsinnar geta ekki útskýrt þetta. ESB hefur nefninlega ekkert með atvinnuleysi að gera.

Heimildir: http://statline.cbs.nl/StatWeb/publication/?VW=T&DM=SLEN&PA=37914eng&LA=EN, http://www.dst.dk/HomeUK/Statistics/Key_indicators/Labour_market/Unemployment.aspx, http://www.statistik.at/web_de/statistiken/arbeitsmarkt/arbeitslose_arbeitssuchende/index.html

Lesandi (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 06:12

2 identicon

Iðnframleiðsla er að hrynja í ESB löndum.

http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/entry/936857/

Einangrunarsinni (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 06:54

3 identicon

Maður getur reiknað út úr þessum tölum hvað atvinnuleysi væri ef allit þair sem misstu vinnuna væru enn á atvinnumarkaðnum. Það væri um 40% hærra en í dag, þ.e. um 11% (hærra en meðaltal í ESB). En vegna fólksflóttans, og einstaklinga sem eru ekki á bótum, þá er það lægra. Annars þegar maður ber saman atvinnuleysi landa, þá eru þau stundum reiknuð á mismunandi hátt. Sum staðar, eins og á Íslandi, er yfirleitt talað um hluta fólks sem er á atvinnuleysisbótum. Ef maður mælir atvinnuleysi svona, þá eru tölurnar um Austurríki, Danmörk og Holland mun lægri, eins og lesandi benti á.

Bjarni (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 07:20

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

EITTHVAÐ eru þetta skrýtnar tölur ? Ég veit ekki betur en um 20 % Spánverja sé atvinnulaus og búinn að vera lengi ! Mér virðist sem þessar tölur séu hreinar falsanir frá EU ?

Kv., KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 15.7.2010 kl. 08:21

5 identicon

Kristján, þessar tölur eru síðan 2007.

Sindri Hlíðar Jónsson (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 08:34

6 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Mér blöskrar framsetning Lesanda hér að ofan. Hann byrjar vel með fullyrðingu sem hann rökstyður eins langt og það nær (hrakið hér fyrir neðan). Hann endar líka vel með tilvísunum.

Allt þar á milli er bull. Ekki hef ég hitt eða heyrt einn einasta einangrunarsinna hér á landi enda öllum augljóst að við þurfum mikil og opin samskipti við aðrar þjóðir. Ég held hins vegar að hann kalli þá (og þar með mig) einangrunarsinna sem ekki vilja ganga í ESB. Og svo fullyrðir hann að ekki sé hægt að skýra muninn. Ég hvet Lesanda til að hætt að uppnefna andstæðinga og gera þeim upp fáranlegar skoðanir.

Málið er m.a. það að í Danmörku og Hollandi eru margir færðir af vinnumarkaði (úr atvinnuleysistölum) í það sem þeir kalla førtidspension. Hér fyrir neðan eru tölur fyrir Danmörku, en þar getur þú séð að um 240 þúsund (sem eru um það bil 10% af vinnuafli) eru á þessum 'ellilífeyri' sem fólk getur farið á upp úr tvítugu. Ég þekki ekki til í Austurríki en það er ekki ólíklegt að þar sé þetta svipað. Hlekkurinn hér að ofan fjallar um Holland en þar hafa þeir náð árangri í að fækka þeim sem svona var ástatt um. Talan þar er líklega um 8%. Þessum tölum má bæta við tölurnar hjá Lesanda.

Svo má benda Lesanda á að á Íslandi varð efnahagshrun árið 2008 sem hefur á skömmum tíma valdið því að atvinnuleysi hefur stóraukist hér á skömmum tíma. Það er frávik frá venjulegu meðal árferði síðustu 50 ára og væntanlega tímabundið ástand.

Modtagere af folke- og førtidspension m.v. (pr. januar) efter område,
pensionsform og tid
 2007200820092010
Hele landet    
Folkepension851 144867 243883 711921 309
Højeste førtidspension59 06856 95754 30452 296
Forhøjet alm. førtidspension39 95635 88631 62628 221
Alm. førtidspension1611677
Invaliditets- el. venteydelse5 9605 6415 4545 355
Mellemste førtidspension87 47780 16872 24965 761
Ny lov om førtidspension55 86167 62283 11398 267

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 15.7.2010 kl. 11:41

7 identicon

Það er rétt að þegar maður er kominn á "fortidspansion" i DK þá er maður ekki lengur talinn meðal atvinnulausra...enn bara svo fólk viti hvað þetta er þá er verið að tala um örorku (fortidspension). Eru öryrkjar á íslandi taldir með þegar talað er um atvinnuleysi.  Og svo er líka eitt...það er HELLINGUR af þessum 10% sem eru í vinnu (allt að 25 tíma á viku) Og þar af leiðandi má maður ekki bara skella þessum 10% ofaní þau 4% sem atvinnuleysið er. Og svo er ekkert sem heitir ad "maður fari bara á svona pension þegar maður er tvítugur". Ungt fólk sem er á fortidspension velur það ekki...þetta er fólk með sjúkdóma, alvarlega skaða og annað sem gerir að þau eru ekki FULL vinnufær (og við erum að tala um skaða eða sjúkdóma sem ekki er hægt að lækna að fullu....ekki skammtíma veikindi).

EJ (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband