Þurfum að hugsa út fyrir kassann til þess að finna lausnir.
Fimmtudagur, 15. júlí 2010
Að hækka skatta á þegar skattpínda þjóð skapar ekkert annað en vandræði. Hvernig getur það verið logískt að kreista þá sem ekki flýja land meira en nú þegar er gert. Það hægir bara á flæðinu og eykur undanskot. Auk þess sem það hrekur æskilegt erlent fjármagn í burtu.
AGS sér bara tvær leiðir inn í kassanum. Sú staða er uppi í dag á Íslandi að við þurfum að hugsa út fyrir kassann að gera eitthvað róttækt ef ekki á að fara illa. Því miður virðist fólkið á þingi ekki hafa vit né kjark til þess að taka stórar sjálfstæðar og róttækar ákvarðanir. Það sem þessi ríkistjórn virðist einkennast svolítið af eru innihaldslausar aðgerðir og yfirklór.
Við þurfum ekki bara að losna út úr efnahagsáætlun AGS heldur þurfum við í raun að stokka upp hinu spillta fjármálakerfi. Það átti að gera strax þegar allt hrundi.
Tveir slæmir kostir í boði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað eigum við að gera til þess að stoppa upp í 100 milljarða ríkisfjármálagatið?
Þú hlýtur að hafa góðar hugmyndir. Skera niður? Hækka skatta? Bæði? Eitthvað annað? Hvað?
Bjarni (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 16:51
Auðvitað verðum við að skera niður, en þar þurfum við að forgangsraða rétt.
Auk þess getum við byrjað á því að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslurnar fyrirfram, þar náum við að kreista úr rúma 70 milljarða.
Hecademus, 15.7.2010 kl. 17:01
Hvað um að selja veiðileyfisgjald á verðmætan og vinsælan fisk eins og makríl sem allir keppast nú um að veiða. Svo gæti einnig verið búbót í að selja veiðileyfigjald á kolmunna svo ég nefni ekki á aðra vinsæla stofna sem ríkissjóður er búinn að gefa sægreifum á kostnað skattgreiðenda
Kristinn Sigurjónsson, 16.7.2010 kl. 00:01
Ég held að það hefi ekki vafist fyrir neinum að eitthvað þarf að gera og það að stjórnvöld hefðu dug í sér til að inkalla kvótann í nafni þjóðarinnar sem þarf mun meira á honum að halda nú en kvótakongarnir, það væir það besta í stöðunni að mínu mati. en ætli þeir fjárfesti nú ekki frekar í að kaupa aftur málverkin sem ríkið gaf óvert þegar Sjálfstæðismenn gáfu bankana og gleymdu svo að taka þegar þeir eignuðust þá aftur? Sukkið og svínaríið hefur verið slíkt að ég verð foxill að hugsa um það. Sgjórnvöld sýna enga fyrirhyggju og ég leyfi mér að segja að vænhæfari stjórnmálamenn væri erfitt að finn þótt víða væri leitað, og þá á ég við, þá ALLA..
Inga Sæland (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.