Býð mig fram til að prófa
Laugardagur, 17. júlí 2010
Vetni er frumefni sem hefur efnatáknið H. Vetni er léttasta frumefnið. Þegar vetni binst við súrefnimyndar það vatn. Vetnisgas er táknað sem H2 þar eru tvær vetnisfrumeindir bundnar saman. Fróðlegt er að vita til þess að Vetni er algengasta frumefnið í geimnum.
Íslendingar eiga í náinni framtíð möguleika á að knýja allan sinn bílaflota á vetni. Rafmagns og vetnisbílar eru framtíðin og framtíðin er í raun núna. Nú veltur allt á stjórnvöldum að sjá til þess að umbreyting verði á bílaflota landsmanna á næstu árum, markmið okkar á að vera það að vetnisvæða Ísland. Stjórnvöld þurfa að beita sér fyrir því að lækka eða afnema skatta á þessa bíla auk þess sem það vantar að byggja fjöldann allan að vetnistöðvum. Í þeim málum ættum við sem dæmi að taka Svía til fyrirmyndar.
Það segir sig sjálft að ekki er mikill hvati hjá fólki í að kaupa sér vetnisbíla á meðan aðeins eru 1-2 staðir á landinu sem hægt er að fá áfyllingu. Það er byrjun en þó engan veginn nóg.
"Íslensk Nýorka auglýsir eftir átta fjölskyldum til að prófa rafbíla og vetnisrafbíla á næstu mánuðum"
Þar sem ég er heitur umhverfissinni og Nýorka auglýsir eftir fjölskyldu til þess að prófa raf og vetnisbíla þá býð ég hér með fram hjálp minnar fjölskyldu. Markmiðið var reyndar að eignast Fisker Karma. En þessi kríli eru eflaust ágætis byrjun. Það væri munur að komast hringinn fyrir nokkrar krónur auk þess sem maður þarf ekki að forðast miðbæinn þar sem maður fær frítt í stæði...
Fisker Karma
Auglýsa eftir fólki til að prófa rafbíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
http://www.newenergy.is/newenergy/upload/files/almennt_um_vetni/rafbilar_fyrir_almenning_auglysing.pdf
skráðu þig;)
Erla Sóley (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.