Rannsóknarskýrsla Alþingis

Já Írar geta svo sannarlega lært margt af okkur líkt og við getum lært margt af þeim. Þar sem við erum fordæmið í svona hruni þá fáum við tækifæri til þess að sýna umheiminum hvernig komast á að kjarna vandans og hreinsa út. Verð þó að segja að ekki hefur verið nægilega vel þrifið og ekki hafa allir þeir sem bera ábyrgð axlað hana.

skyrslan_klippt-175x277.jpg

Rannsóknarskýrslan er ágætisrit sem flestir ættu að kynna sér persónulega þar sem hún var að mínu mati ekki krufinn nægilega vel í fjölmiðlum. Líkleg má það rekja til Eyjafjallajökuls sem fór af stað í kjölfar þess að skýrslan var gefinn út. Hugsa að það hafi margir sem nefndir voru í skýrslunni andað léttar við að fjölmiðlar beindu athyglinni annað.

Bendi á að hér http://www.bbi.is/hljodbaekur/ahugavert/ getur þú nálgast skýrsluna á hljóðbók.

 


mbl.is Írar læra af Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband