Rannsóknarskýrsla Alþingis
Sunnudagur, 18. júlí 2010
Já Írar geta svo sannarlega lært margt af okkur líkt og við getum lært margt af þeim. Þar sem við erum fordæmið í svona hruni þá fáum við tækifæri til þess að sýna umheiminum hvernig komast á að kjarna vandans og hreinsa út. Verð þó að segja að ekki hefur verið nægilega vel þrifið og ekki hafa allir þeir sem bera ábyrgð axlað hana.
Rannsóknarskýrslan er ágætisrit sem flestir ættu að kynna sér persónulega þar sem hún var að mínu mati ekki krufinn nægilega vel í fjölmiðlum. Líkleg má það rekja til Eyjafjallajökuls sem fór af stað í kjölfar þess að skýrslan var gefinn út. Hugsa að það hafi margir sem nefndir voru í skýrslunni andað léttar við að fjölmiðlar beindu athyglinni annað.
Bendi á að hér http://www.bbi.is/hljodbaekur/ahugavert/ getur þú nálgast skýrsluna á hljóðbók.
Írar læra af Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.