Björgólfur Thor Björgólfsson
Fimmtudagur, 22. júlí 2010
Gagnvart Íslensku þjóðinni hefur Björgólfur misst æru sína. Samkvæmt gildum forfeðrana er það einhver mesti missir er maður getur orðið fyrir.
Að hluta til á hann stóra sök á máli þar sem hann brást sínum skyldum þó ytri aðstæður hafi orðið til þess að allt hrundi. Hvort sem hann og faðir hans voru frumkvöðlar að Icesave eður ei þá er það dagsljóst að Icesave fellur undir þeirra ábyrgð.
Enn sem komið er hefur Björgólfur hvorki spilað nægilega hratt né vel úr þeim spilum sem hann hefur átt á hendi. Þáttur stjórnvalda bæði í aðdraganda hruns og í hruninu sjálfu voru raðir mistaka sem leiddu meðal annars til þeirra skelfilegu afleiðinga sem Icesave getur haft í för með sér fyrir Íslendinga. Það voru jú stjórnvöld sem sáu til þess að mögulega verði þessum klyfjum komið á afkomendur okkar.
Enn hafa þeir feðgar færi á að axla ábyrgð sína gagnvart þjóðinni, en það tækifæri varir ekki að eilífu. Björgólfur hefur lofað að gera það sem í sínu valdi stendur til þess að bæta upp þau mistök sem hann hefur gert á hlut Íslensku þjóðarinnar. Sé vilji fyrir hendi þá getur þessi maður án efa gert þjóð sinni margt gott.Við skulum vona að Björgólfur Thor nái að greiða úr þeim klyfjum sem kröfuhafar eiga á hann. Í dag á hans hagur að vera okkar hagur sé hann maður orða sinna. Hann hefur beðið þjóðina afsökunar og nú fær hann tækifæri til þess að sýna auðmýkt sýna gangvart sínum eigin ættbálk, sinni eigin þjóð. Ef Ísland á að rísa upp á ný þá verðum við að standa saman að uppbyggingu. Við verðum að vera tilbúinn að fyrirgefa þeim sem lofa sér bót.
Hér að ofan er ég ekki að afsaka gerðir Björgólfs heldur að benda á að hann er leikandi í hruninu en hann spilar þó lítið hlutverk þó hann sé voldugur leikmaður. Hversu stóran þátt Björgólfur á í þessu stóra ráni er erfitt að segja til um. Hann blandaðist inn í þetta og hann hefur án efa náð að grípa fullt af peningum áður en þeir brunnu allir upp í "peningahimnum
Við skulum vona að Björgólfur yngri og eldri ásamt sínum "kolkrabba" standi við skyldur sínar gagnvart samfélaginu. Batnandi mönnum er best að lifa. Einhvernvegin trúi ég því ekki að þessir menn vilji skilja við arfleið sína á þann veg sem komið er í dag. Þetta eru jú afkomendur Thors Jensen ef minni mitt er rétt þá stóð hann ásamt Brynjólfi Bjarnasyni að Nýsköpunarstjórninni...
Til þess að Ísland nái að rísa upp að nýju þá verður að eiga sér stað mikil nýsköpun hér á landi þar sem höfuð áhersla verður lögð á sprotastarfsemi. Það er allavega mín skoðun...
Allur arður Björgólfs til kröfuhafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.