Skömm af þessu
Fimmtudagur, 22. júlí 2010
Styðjum við bakið á þessu fólki.
Þetta eru grunnhlekkir samfélagsins og þeir eru ekki að fá borgað sem skyldi.
Það er til skammar að sjúkraflutningamenn skuli hafa rúmlega 169 þúsund í grunnlaun á mánuði.
Það er einfaldlega ekki nóg miðað við þá menntun og eðli starfsins.
Slökkviliðsmenn hlaupa inn í brennandi hús og fá 180 þúsund í grunnlaun.
Fær fólk ekki svipað kaup á kassa í matvöruverslunum?
Er hægt að bjóða fólki upp á þetta?
Ég segi nei...
Slökkviliðsmenn í kröfugöngu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyrðu nú Hecademus !
Samkvæmt launaseðlum frá sveitafélögunum, eru meðallaun þessara stráka 485 þúsund á mánuði ! - Launaseðlarnir ljúga sko ekki !
Launakröfur þeirra eru upp á tugi prósenta, meðan við verkamennirnir fáum 1,4% hækkun. ( Það sem brunaliðinu er boðið).
Hecademus góður.
Ofanritað sem Rómverjar sögðu forðum: "Res gestae" - þ.e. " STAÐREYNDIR" !!
Að auki vinna þessir piltar nær allir " svart" á sínum frívöktum !
Og enn að auki. Úr því þeir eru svona svakalega óánægðir með launin sín ( nær hálf milljón á mánuði) hversvegna í óskupunum segja þeir ekki upp og hætta ??
Það eru hundruðir manna sem bíða eftir að komast í Brunaliðin. Sérstaklega í höfuðborginni.
Reykjavíkurborg er stærsti launþegi þessara stráka. Trúðurinn Gnarrrr því þeirra æðsti yfirmaður !
Nonni Gnarrr neitar alveg að "ba-bú" strákarnir fái sem hann á mánuði í laun, þ.e. MILLJÓN !
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 17:44
Kalli: Þekki ekki meðallaun þeirra en samkvæmt því sem ég kemst næst þá eru þetta réttar tölur er varða grunnlaun.
Hecademus, 22.7.2010 kl. 18:02
Grunnlaunin eru kannski 180kr á mán, en viðbætur við launin hækka þau upp í nær hálfa millu. Og hvað eru margir brunar á ári? Þeir "Vinna" 40 tíma vinnuviku (5 daga á, 5 daga af á 12 tíma vöktum, síðan fá þeir greitt auka ef þeir eru kallaðir á vakt á frídegi (hef ég heyrt)). Ég get ekki sagt að þeir eigi kannski ekki nokkra þúsundkalla í viðbót skilið, en þeirra kröfur eru ansi stórar.
Ég myndi hlaupa í brennandi hús á hverjum degi fyrir hálfa milljón. (Ég myndi áræðinlega gera það fyrir mín núverandi laun, sem ná ekki grunnlaununum þeirra(eftir skatt)
Ási (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 18:10
Kalli Sveinss. Enn og aftur kemur þú framm með þessar fáránlegu fullyrðingar.
Meðallaun slökkviliðsmanna eru ekki um 500 þúsund. Þú segir að launaseðlar ljúga ekki. Hvar hefur þú, verkamaðurinn eins og þú heldur framm að þú sért, rekið nefið ofan í launaseðla slökkviliðsmanna.
Launakröfur slökkviliðsmanna eru þær sömu og lögreglumenn fengu í seinustu samningum eða 6%.
Svo segirðu að þeir vinni flestir svart á frívöktum. Hvað veist þú um það? Það var ekki mikla vinnu að fá seinast þegar ég gáði. Svarta né skráða.
Trausti Björn (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 19:49
Traustvekjandi Trausti !
Rétt í þessu var formaður samninganefndar sveitafélaganna að upplýsa í fréttum Ríkissjónvarpsins, að MEÐALLAUN þessara manna væru 470 þúsund á mánuði.
Hvaðan skyldi hún hafa þær upplýsingar ?
Rétt. Af launakvittunum bruna-strákanna.
Það var nú allur " fáránleikinn" !!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 20:14
Kalli sveinss. Traustvekjandi Trausti? Vá!! hef ekki heyrt þennan áður.
Krafa slökkviliðsmanna snýst um að hækka grunnlaunapakkann. Sem nær ekki 170 þúsund. Það er það sem meginþorri slökkviliðsmanna þarf að sætta sig við.
Menn með þrjátíu ára starfsreynslu og öll möguleg réttindi sem þetta starf hefur upp á að bjóða ná kannski þessum launum og í þessu starfi vegur reynsla þungt.
Hefur þú einhverja hugmynd um þær kröfur sem gerðar eru á slökkviliðsmenn? Í formi menntunnar, líkamlegs forms og því álagi sem þeir verða fyrir í vinnunni? Ég held ekki.
Það hefur verið sannað að slökkviliðsmenn ná ekki háum aldri rétt eins og lögreglumenn. Afhverju heldurðu að það sé?
Að lokum vil ég biðja þig og þig Ási um að kíkja á þetta myndband og segja mér að launin séu þess virði.
http://www.youtube.com/watch?v=Q0SmEe2_jlsTrausti Björn (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 21:07
ég get nú varla orða bundist lengur, en ég er búinn að starfa sem slökkviliðsmaður í tæp 10 ár og ég væri ekki að kvarta ef ég væri með meðallaun uppá hálfa milljón. Mín heildarlaun með ÖLLUM MÖGULEGUM hækkunum á launaflokkum, vaktaálagi og þrekálagi ná ekki einu sinni 400 þús. Og þar fyrir utan er venjulegur vinnumánuður hjá okkur um 196 vinnustundir, venjuleg dagvinnustörf telja um 160 tíma og því orsakast munur á heildarlaunum sem nemur um 36 yfirvinnutímum.
Vinna svart á milli vakta? Ég hef ekki unnið svart á milli vakta, en unnið samt á milli vakta til að geta látið enda ná saman á mínu heimili og borgað HELLING meira en ég hefði talið eðlilegt í skatt. Og gert það samt með smá brosi á vör. Og þar fyrir utan alltaf þurft að semja við mína "auka" vinnuveitendur að komi til útkalls leggi ég frá mér STRAX mín verkfæri og fer í útkallið.
Barátta okkar í dag er einna helst GRUNNLAUNIN, en það er af þeim sem við borgum í lífeyrissjóð af, það eru GRUNNLAUNIN sem ákvarða lífeyri, hvort sem það er örorku, sjúkralífeyri eða ellilífeyrir.
Fyrir ofangreindan kost (laun) myndir þú vera tilbúinn til að fórna lífi þínu til að bjarga öðru? Til í að leggja á þig 3 ára nám í slökkvifræðum, þjálfun og stöðugri símenntun og endurmenntun. Halda svo áfram í starfi þar sem þú þarft að vera 100% ALLTAF í þínum vinnubrögðum þar sem líf "þitt" sjúklings liggur í höndum okkar? Fyrir útborgaðar 180-220 þús á mánuði?
Kristján (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 23:27
Vil benda mönnum einnig á að ef "meðal" slökkviliðsmaður er að fá útborgað í heildarlaun 470 þús kr. á mánuði get ég lofað þér að inní þeim pakka eru 3-4 aukavaktir (12 tímar x 3 eða 4) sem hann er þá búinn að vinna aukalega þann mánuð. Hvað finnst þér réttlátt að fá fyrir heila vinnuviku í viðbót við þá ca. 200 tíma sem við skilum á mánuði fyrir?
OG líka þann hluta okkar samninga að vinnuveitandi okkar kallar okkur inn í 48 (aðra) tíma á ári til námskeiða, æfinga og þjálfunar UTAN VAKTA !!! ÁN sérstakrar greiðslu fyrir þá mætingu.
Kristján (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.