Er möguleiki á að nýtt ferskt blóð komist til valda á Íslandi?
Sunnudagur, 25. júlí 2010
Augljóslega er ríkisvaldið hrætt við kosningar, það veit nefnilega að það hefur ekki verið að standa sig í stykkinu gagnvart kjósendum.
Þess vegna munu þessir flokkar þráast við að halda völdum, út í rauðan dauðan.
Hagsmunagæsla og valdaþorsti getur reynst íslensku þjóðinni óhóflega dýr til lengri tíma litið.
Þjóðin vill hvorki missa auðlindir né fullveldi úr sínum höndum.
Á þeim umrótartímum sem við nú lifum er án efa raunverulegur möguleiki á að nýtt ferskt blóð komist til valda á Íslandi.
Borgarstjórnakosningarnar sönnuðu að það getur allt gerst.
Róttækar breytingar þurfa að eiga sér stað á Íslandi, við að fá nýtt fólk til valda.
Við verðum að fá fólk sem vinnur í einu og öllu að hag þjóðarinnar, en ekki auðvaldsins.
Hugsjónarfólk sem vinnur faglega og skipulega í átt að skýrum markmiðum er hagnast Íslandi og Íslendingum.
Hvað sem öllu líður þá verðum við að komast út úr efnahagsáætlun AGS.
Við stöndum á krossgötum og nú þurfum við að velja hvort við ætlum að fara í sama daunilla hjólfarið eða hvort við ætlum að stokka upp að feta ótroðnar slóðir...
Hvað myndi breytast ef framundan væru pólskipti í íslenskum stjórnmálum? Ef stjórn landsins færi úr flokksræði yfir í raunverulegt lýðræði á ný?
Stjórnin óttast kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk þú ert með þetta á hreinu Nákvæmlega það sem ég hef sagt!
Sigurður Haraldsson, 26.7.2010 kl. 01:39
Fyrsta skrefið er að koma nýjum framboðum inn á þing þar sem fjórflokkurinn svokallaði er ólíklegur til að breyta kerfi sem hyglir þeim.
Axel Þór Kolbeinsson, 26.7.2010 kl. 08:52
Axel Þór: Til að þessi smáu framboð nái einhverjum skotkrafti þá tel ég að þau verði að einhverju leiti að sameinast um einhverja hugsjón er allir geta unnið sáttir að. Það verður að setja fram skýr raunhæf markmið sem allir vinna sameiginlega í átt að óháð smærri ágreiningsmálum.
Það sem við þurfum er samvinna, samstaða.
Ef eitthvað að viti á að gerast á þessu landi þá verður nýtt afl að komast til valda, best væri að það afl kæmist í eins flokks ríkistjórn. Þetta verður að vera afl sem þorir að taka stórar róttækar ákvarðanir og það verður að vera laust við einkahagsmunagæslu.
Við þurfum að fá afl á þing sem er skipað Íslendingum er búa yfir innsæi og þekkingu. Við verðum að fólk sem hefur hæfileikan til þess að sjá heildarmyndina og skipuleggja þannig framtíðina. Við verðum að setja saman hugsjón er allir geta unað sáttir.
Að auki þá verðum við að verja hið sanna lýðræði því annars eigum við í raunverulegri hættu á að missa það. Persónulega held ég að það þurfi að stokka allverulega upp í hlutunum hér á landi ef við ætlum að geta gengið í átt að farsælli framtíð fyrir okkur og afkomendur okkar...
Hecademus, 26.7.2010 kl. 09:32
Því miður munu þessi litlu framboð ekki geta komið sér saman í einn stóran hóp, til þess er hugmyndafræðilegur ágreiningur of mikill. Tvö til þrjú gæti verið mögulegt. Eins flokks meirihluti er líka nánast óhugsandi einmitt vegna hugmyndafræðilegs ágreinings kjósanda. Mín hófsama von er sú að í næstu kosningum komist tvö eða fleiri framboð umfram fjórflokkinn að og fá nægilegan fjölda sæta (10-15 samtals) til að efitt verði að mynda meirihluta án þeirra.
En fyrsta skrefið er að virkja almenning til þáttöku í einhverjum þessarra hreyfinga til þess að þau hafi nægilega sterkt bakland til að koma sér á framfæri.
Axel Þór Kolbeinsson, 26.7.2010 kl. 09:54
Ég segi að það er allt hægt ef vilji, þekking, örlítið innsæi og frjótt ímyndunarafl er fyrir hendi. Til hvers að miða á miðjuna þegar þú getur miðað á toppinn. Ef miðað á toppinn þá margfaldast líkurnar á því að komast að miðjunni, til hvers að hugsa smátt þegar hægt er að hugsa stórt. Það er þó alveg ljóst að til þess að ná árangri í þessum leik þá verður að hugsa allverulega út fyrir kassann.
Augljóslega geta öll þessi smáu framboð aldrei komið sér saman um einn málstað. Þrátt fyrir það þá tel ég að sé vel staðið að því að skapa hina fullkomnu hugmyndafræði til að vinna eftir þá mun aðdráttaraflið að þeim flokk sem leiðir hana verða mikið.
Við erum að lifa tíma þar sem hið ótrúlega getur átt sér stað, sjáðu bara hver er borgarstjóri í Reykjavík. Tímarnir þeir eru að breytast, þeir eru að breytast hratt. Nú þurfum við að fá afl á þing sem er tilbúið að horfa raunsætt fram á við og aðlagast þeim breytingum sem eru að eiga sér stað.
Hecademus, 26.7.2010 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.