Wikileaks vinnur ómetanlegt starf

wikileaks_inner.jpg

"Í yfirlýsingu frá James Jones, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin fordæmi að einstaklingar og stofnanir hafi birt leyniskjöl" Þar sem Mbl birtir linka á þessi skjöl, falla þau þá undir fordæminguna?Woundering

Annars er Wikileaks miðill sem vinnur ómetanlegt starf í þessum heimi. Leynimakk og ritskoðun er krabbamein sem heimurinn þarf að losna við.

Það þarf bæði þor hugsjón og lýðræðisást til þess að leggja út í það ævintýri sem aðstandendur þessa miðils hafa lagt að fótum sér. Ætli það megi ekki segja þeir séu einhver útgáfa af "nútíma píslarvottum". Það er klárt að þessir menn eru tilbúnir að deyja fyrir málstaðinn.

Hvernig fór annars með þessa tillögu þeirra að gera Ísland að griðastaður frjálsrar fjölmiðlunar?

Hugsa að sú tillaga væri stórt skref inn jákvæða atburðarrás...

En hún hefur líklega ekki fengið hljómgrunn á þingi...


mbl.is Bandaríkin fordæma birtingu leyniskjala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjölmiðla fár sem er ættlað til að við sameinumst öll og vilja þeir að við steypum stjórninni af stóli til að hefja nýtt líf og jafna hag allra sem human2.0 .... Sith hvað það er geggjað vera með óhæfa fjölmiðla... er farinn að sjá fegurðina í góðverki þeirra

Gunnar H (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 00:11

2 identicon

Sælir. Sem einn höfunda tillögunar sem þú vísar í þá gleður mig að tilkynna þér að hún gekk í gegn rétt fyrir þinglok með 50 samhljóða atkvæðum (einn sat hjá). Þetta hefur ekkert lagalegt gildi en það er í vinnslu...

Það er hinsvegar nú þegar byrjað að gerast að litlir fjölmiðlar og ýmiskonar mannréttindasamtök eru byrjuð að flytja sig til Íslands - mögulega aðeins of fljót til, en það hefur ekki reynst þeim skaðlegt enn sem komið er.

Smári McCarthy (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 00:40

3 Smámynd: Hecademus

Frábært Smári, takk fyrir upplýsingarnar.

Hecademus, 26.7.2010 kl. 00:49

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Styðjum IMMI !

Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2010 kl. 02:16

5 Smámynd: Egill

bara til að klára þetta quote hjá þér

"sem kunni að setja líf Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í hættu og ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna. "

þetta er aðalhlutinn, honum má vel vera illa við að leynimakkið þeirra sé í blöðunum, en hann fordæmir þá sem birti skjöl sem stofni lífi fólks í hættu.

ég í það minnsta vildi ekki vera valdur að því að einhverjir aðilar sem væru að reyna að komast að staðsetningu hryðjuverkamanna, væru allt í einu handteknir og teknir af lífi með sveðjum, allt tekið upp og sett á netið svo fjölskyldur þeirra gætu horfta uppá viðbjóðinn.

en kannski er ég eitthvað skrítinn :) 

en sammála þér að wikileaks eru að vinna ómetanlegt starf, það hins vegar þýðir ekki að þeir eigi að birta allt um alla alltaf við allar aðstæður.  

það væri heimskt, hættulegt og hryðjuverk á ákveðinn máta.

Egill, 26.7.2010 kl. 13:27

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Egill: Í þessari uppljóstrun eru ýmis viðkvæm skjöl undanskilin frá birtingu, sérstaklega er varða leynilegustu aðgerðirnar. Þau verða hinsvegar birt seinna þegar sýnt þykir að það stofni öryggi hermanna ekkki í hættu. Ég held að með þessu sé einmittt reynt að koma í veg fyrir þetta sem þú hefur áhyggjur af.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2010 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband