Fljúgandi sjúkrabílar

linurit.jpg

Það vita allir að útkallatíðni rokkar upp og niður eftir tilviljunarkenndum atburðarrásum. Stundum rís línan hátt og stundum lágt. Hvað ætlum við að gera þegar eitthvað stórt kemur upp á? Bíða og vona að Danir séu nálægt til að redda okkur?

Þetta er engan veginn ásættanlegt að geta ekki sinnt okkar eigin fólki sem er í nauð og þarf á þessari þjónustu að halda. Væri ekki nær að selja þessa líka rándýru flugvél sem við höfum hvort eð er ekki efni á að nota(sjálf) og hlúa betur af fljúgandi sjúkrabílunum?

thyrla.jpg 


mbl.is Danski herinn þurfti að bjarga Gæslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kynntu þér verkefni flugvélarinnar og bloggaðu svo. Veit ekki betur en að hún sé í leiguverkefnum um víða veröld. Og fyrir það hlýtur að koma góður leigukostnaður.

Hannes (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 06:32

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Merkilegt að enginn orði það að þjóðkirkjan kostar þrisvar sinnum meira en kostar að reka Gæsluna.  Litlir 6 milljarðar í bull og kjaftæði. 110 pelatar á launum með hús, síma og bílfríðindi á meðan sýslumönnum hefur verið fækkað úr 24 í 7 t.d.

Er ekki rétt að þeirri sturlun fari að linna?  Þarf það bruðl að fara að kosta mannslíf svona óbeint til að menn æmti?

Jón Steinar Ragnarsson, 26.7.2010 kl. 07:25

3 identicon

Góður puntur Jón Steinar !

Aðskilnaður ríkis og kirkju er löngu orðin tímabær. Og þar með að kirkjan reki sig sjálf, en ekki skattfé notað til þess !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 07:39

4 Smámynd: Hecademus

Hannes. Vélin kostaði tvöfalt meira en hún átti að kosta í upphafi, þrátt fyrir það var ákveðið að kaupa hana.

Ég veit alveg að vélin er notuð í útleigu. Sá leigukostnaður sem fæst fer bara í að borga vexti. Held að það sé frekar hæpið að við séum að hagnast á þessu.

Það væri nær að selja þessa vél ef svo ber undir, kaupa ódýrari vél og leggja afganginn í gæsluna.

Hecademus, 26.7.2010 kl. 07:48

5 Smámynd: Hecademus

Jón Steinar: Alveg sammála þér í þessum málum. Það er fáránlegt að kirkjan sé en á ríkis-spenanum. Það sem kostar að halda úti þessu batteríi er til skammar. Að prestar séu ein hæðst launaða stétt samfélagsins hljómar bara ekki rétt.

Komst kirkjan ekki á ríkis-spenann upphaflega vegna þess að ríkið fékk jarðir sem kirkjan tók eignarnámi frá Íslendingum þegar þeir komu hingað fyrir rúmlega árþúsundi og settu okkur sína afarkosti.

Hecademus, 26.7.2010 kl. 07:58

6 identicon

Algjörlega sammála þessu með kirkjuna. Hreint hneyksli að láta fólk borga í sköttunum sínum þetta rándýra og stórgallaða batterí, hvort sem það er nú "trúað" eða ekki, sem fæstir eru reyndar.

Sauradraugur (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 08:35

7 identicon

Sælir. Sammála.

Við erum á sama tíma að borga með herflugvélum frá Nato til að æfa þeirra flugmenn, hér á landi. En høfum ekki ráð á að manna Lanhelgisgæsluna. Það er algjør skandall. 

Loftrýmisgæsla kallast það. Hvers lags gæsla er það ef óvinurinn og hver sem er, getur lesið um það í fjølmiðlum og stilt klukkuna eftir henni. 

Forgangsrøðun Ríkisstjórnarinnar og sleikjuháttur við Nató og Evrópu er ótrúlegur.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 09:07

8 identicon

Þetta er ekki í fyrsta skiptið og vonandi ekki það síðasta sem Danska gæslan veitir okkur aðstóð. Enda höfum við ekki búnað til að bjarga stæðstu skipum okkar úr sjávarháska og er minnistæðast þegar Dettifoss missti stýrið.

Kv

Björn Ingi

Björn Ingi (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 09:40

9 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Við skulum ekki gleyma því að þessi flugvél er líka fljúgandi sjúkrabíll þar sem hún getur flogið lengra og hraðar heldur en þyrlurnar. Hún getur farið á undan og hent út hjálpargögnum, þ.m.t. björgunarbátum ef þannig stendur á. Ekki veitir af með öll þessi stóru farþegaksip sem hingað sigla. Þannig að við skulum frekar hampa þessari "rándýru" flugvél heldur en tala niður til hennar. Hún á eftir að margsanna gildi sitt, en vissulega þarf hún að vera á landinu til að hún nýtist. Það er merkilegt til þess að hugsa að Gæslan skuli sífellt vera í fjársvelti ár eftir ár þó búið sé að skilgreina hvaða lágmarksbúnað og mannskap þurfi til að halda út ásættanlegri björgunarþjónustu við landið.

Erlingur Alfreð Jónsson, 26.7.2010 kl. 09:49

10 identicon

@ Erlingur Alfreð Jónsson, 26.7.2010 kl. 09:49

Hárrétt Erlingur.  Auðvitað eigum við að hafa vél sem getur sinnt þessu, það sannaði Fokkerinn gamli margfalt. Og helst vildi ég halda þessari.

En þar sem vélin er ekki lengur í okkar þjónustu heldur í útleigu, væri kanski betra að selja hana og reka þyrlusveitina og restina af gæslunni eins og menn. Ríkið á ekki að vera í flugvélaútleigu.

Nær væri að forgangsraða og hætta að setja pening í t.d. Loftrýmisgæslu Nató, þessi vél gæti vel gert sömu hluti mønnuð Íslendingum. Og væri þá altaf til taks í neið.

Ég gat ekki séð að við skuldum Nató nokkurn skapaðan hlut. Þegar Bretar, félagar okkar í því stríðsbandalagi, settu á okkur hriðjuverkaløg  kom það þeim ekkert við.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband