Tilviljun?
Mánudagur, 26. júlí 2010
"Talið er að sjór hafi seytlað inn í bátana þar sem þeim hefur ekkert verið sinnt í langan tíma og þeir á endanum sokkið."
Seytlaði sjórinn kannski inn um eitthvað gat sem kom á þá um helgina?
Er það ekki svolítið svona "beyond chances" að tveir bátar sökkvi í sömu höfn á sömu helgi?
Kannski bara tilviljun...
Ef það er eitthvað sem lífið hefur kennt mér þá er það að það er ekki til neitt sem heitir tilviljun heldur aðeins afleiðing einhverra gjörða...
Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað með lífið?
Mig minnti að þú værir trúleysingi (ekki það að ég hafi lesið bloggið þitt áður, en mig minnti að ég hefði séð þig kommenta á síðum þeirra og trúaðra)... en mig misminnir kannski... allavega getur þetta ekki verið skoðun trúleysingja.
rtl (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 12:01
Hugsa að minnið sé eitthvað að stríða þér.
Annars er ég skráður í Ásatrúarfélagið. Ásatrú myndi ég þó ekki túlka sem trú heldur lífstíl. Sá lífstíll felst m.a. í því að drekka í vitundina þekkingu og uppskera visku úr undirvitundinni.
Ætli það megi ekki segja að ég trúi á meðvitað upplýst líferni í sátt og samlyndi með náttúru. Ég trúi á hið góða í þessum heim. Að vissu leyti mætti segja ég trúi á heimspeki, satt er það sem sannara reynist.
Ásatrú var ekki skilgreint sem trú fyrr en kirkjan hóf innreið sína um heiminn. Þá þurfti fólk sem lifði með náttúru að geta skilgreint sig frá þeim sem trúðu í blindni og lögðu stund á skipulögð trúar-brögð mannsins.
"Hvað með lífið"
Þegar maður lærir á lögmál náttúru þá lærir maður á lífið. Kennarar náttúru leynast víða þó hinir ómeðvituðu missi veiti þeim sjaldnast athygli. Alheimurinn býr yfir mörgum leyndardómum sem fólk uppgötvar sjaldnast af því það hefur ekki fyrir því að leita sannleikans og læra á leik lífsins.
Einn af okkar megin tilgang í þessu lífi er að læra til þess að þróa okkar andlegu hlið, þann tilgang eru því miður of fáir að ganga í dag. Við eigum að læra svo lengi sem við lifum...
Annars ætla ég ekki að fara út í frekari umræður um þessi málefni á þessum
Hecademus, 26.7.2010 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.