Ávinningur fyrirgefningar

Ég hyggst hér setja fram nokkur orð um fyrirgefningu. Fyrirgefning er eitthvað sem maðurinn gefur í dag ekki nægan gaum. Til þess að samfélagið Ísland geti risið upp á ný vaxið og dafnað, þá verður að eiga sér stað umfangsmikil fyrirgefning. Fyrirgefning er grundvöllur samvinnu, samvinna er grundvöllur vaxtar. Þessi ritning er skrifuð beint til persónunnar, taki þeir það til sín sem vilja.

Fyrirgefning er grundvöllur þess að maðurinn geti slitið sig úr blekkingarleiknum sem fortíðin skilur eftir í meðvitund hans. Maðurinn verður að geta fyrirgefið náunganum svo hann sjálfur geti haldið áfram í lífinu. Það er ekki veikleiki að fyrirgefa heldur sýnir það mannsins innri visku og styrk.

Ef þú hefur ekki fyrirgefið þá skaltu byrja að vinna í þeim málum sem fyrst, innst inni felur þú þig á bak við reiði, gremju og sorg því þú veist að þannig getur þú blekkt þig til þess að réttlæta fyrir þér eigin sjálfsvorkunn.

forgivenes.jpg

Afhverju er mannkynið að safna fortíð sem geymir óuppgerðan sársauka, gamlar móðganir, óréttlæti og svik? Hvað heldur þú að þú uppskerir í framtíð þinni með því að geyma þessa fortíð? Ef þú uppskerð það sem þú sáir þá ert þú að sá fortíðinni í minningu þinni til þess að uppskera í framtíðina, láttu undan vertu maður og stígðu upp úr svaðinu. Það er enginn ágreiningur þess virði að eyðileggja framtíð þína.

Ef þú leikur fórnarlamb í þinni sjónhverfingu þá munt þú verða fórnarlamb í þínum sýndarheim. Þegar þú safnar öllu því slæma saman og ræktar það í meðvitund þinni svo þú getir notað það til þess að réttlæta hitt og þetta þá mun enginn sigra nema minningin ein. Þú heldur að sem fórnarlamb þurfir þú ekki að taka sömu ábyrgð og aðrir, að þú eigir rétt á stuðning og vorkunn.

Þú heldur að þú getir ásakað aðra og komið þér undan sök bara því þú ert fórnarlamb. Staðreyndin er sú að innst inni líkar fæstum við fórnarlömb og þá oftast þeim sjálfum. Þú verður ávallt undir í innri baráttu sem þú átt við þig. Ekki vinna á móti þér þegar þú getur unnið í flæði.

Þegar þú fyrirgefur þá getur þú haldið áfram, lífið bíður eftir að þú losir um stíflur í orkuflæði þínu, þú ert flæði í efnisheim og hugur þinn ákvarðar magn þess flæðis. Gerðu þér grein fyrir því að hatur helst í hendur við ótta sem segir þér að þegar þú hatar einhvern þá ert þú smá saman að éta þig upp að innan, þú verður þinn mesti dragbítur.

forgive.jpg

Hefndin er súr og fyrirgefning er sæt, ef þú telur þig vera rökhyggju mann þá verður þú að fyrirgefa fyrirgefningarinnar vegna. Ef þú fyrirgefur ekki fyrir þann sem þú telur hafa gert eitthvað á þinn hlut þá átt þú að fyrirgefa þín vegna. Það er einfaldlega of mikil byrði á anda þínum að hata, gerðu þér grein fyrir því að hatur þitt skaðar þig mun meira heldur en þann sem þú hatar. Sá vægi er vitið hefur meira.

Það gefur auga leið að ef þú glímir í dag við óuppgerða innri gremju þá er það þinn eini hagur að vinna í raunverulegri fyrirgefningu, ef þú ætlar að komast áfram í lífinu. Þú hefur engu að tapa og allt að græða, láttu undan stöðnun og haltu áfram að lifa, lifðu ekki í sársauka fortíðar þegar þú getur séð með von til framtíðar. Mundu að það er aðeins til nútíð, til þess að geta lifað þar, verður þú að fyrirgefa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

- en úr því að þetta líf er í raun aðeins sjónhverfing and we are only paying those mind games, - þá er í raun og veru ekkert að fyrirgefa.

The past, the present and the future are happening simultaneously.

It's all joke.o))

Vilborg Eggertsdóttir, 27.7.2010 kl. 02:58

2 identicon

Lífið er sjónhverfing skynfærana jú. En framtíðinn er fyrir framan okkur, nútíðinn er hér og fortíðinn er fyrir aftan okkur ef við lítum á "geimteppi" tíma og rýmis

Þeir sem dvelja með hug sinn í vandamálum fortíðar, dvelja í blekkingu.

Spiritus (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 06:33

3 identicon

Það er ekki fyrr en samfélagið er tilbúið að fyrirgefa sem það er raunverulega tilbúið að halda áfram. Þeir sem fyrirgefa ekki, hægja á orkuflæði sínu og valda stöðnun í lífinu auk þess sem þeir skapa framtíðina úr hughrifum fortíðar.

Spiritus (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband