Ferskvatnið er gull 21 aldarinnar

Af hverju stendur Íslenska ríkið ekki í því að semja við erlend hjálparsamtök og gefa vatn áfram til hrjáðra landa. Það myndi nú ekki kosta okkur mikið að dæla vatni á tankskip. Hugsa að það myndi nú heldur betur bæta ímyndina...

Ferskvatnið er gull 21 aldarinnar. Þetta gull má nota sem gjaldeyri.

Af hverju eru ekki gerðir skiptasamningar við ríki á borð við Kína, Sádi Arabíu, Indland ofl lönd sem sjá fram á vatnsskort?

Íslenska þjóðin er vellauðug sé litið til hinna raunverulegu verðmæta.

Íslendingar sitja á einhverjum mestu vatnsauðlindum á jörðinni.

Af hverju er Íslenska ríkið ekki að hagnast á ferskvatni?  

Hvernig verður þessari auðlind ráðstafað á tímum vatnsskorts? 

Það er klárt mál að á næstu misserum mun einhver hagnast á þessum auðlindum okkar... 

Er einkavæðing á næsta leyti?  

Hugsa að öllum væri hollt að horfa á heimildarmyndina Flow

 

Stríð munu verða háð fyrir vatn... 

Myndin í heild http://video.google.com/videoplay?docid=4548621530723720885# 


mbl.is Hreint vatn er mannréttindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já nákvæmlega.

Annars hefði ég gaman af því að sjá lista yfir þau lönd sem sátu hjá! Hann mætti vera á áberandi stað og birtur reglulega þeim til skammar.

Björn (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 20:00

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Er ekki málið að finna erlent fyrirtæki sem er tilbúið að nýta drykkjarvatnsauðinn.

Það myndi kannski gauka að okku nokkrum aflandskrónum fyrir vikið.

hilmar jónsson, 28.7.2010 kl. 20:06

3 identicon

Hilmar: Þau eru nú þegar kominn. Þetta kapphlaut er þegar hafið þó það sé rétt að byrja. Verst að Íslenska ríkið virðist ekki hafa áhuga á því að taka þátt.

Væri það öðruvísi ef ekki væri við stjórnvöllin flokkar sem gæta hagsmuna einhverra auðafla?

Karlungi (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 20:11

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er nákvæmlega málið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.7.2010 kl. 20:30

5 Smámynd: Hecademus

Það þarf almenna vitræna umræðu um þessi málefni. Ríkisvaldið verður að móta skýra framtíðarstefnu sem tryggir hag heildarinnar en ekki útvalina auðjöfra.

Þetta mikilvæga málefni sem ferskvatnið er má ekki falla í gleymsku dá.

Hecademus, 28.7.2010 kl. 20:40

6 identicon

Vill ég benda sem flestum á þetta.....   þetta fær mig til að slökkva á tölvuni vegna þunglyndis....  okkur verður sennilega ekki bjargað...

http://www.youtube.com/watch?v=NcRfq4M8D9U&feature=related

Gunnar H (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 21:24

7 Smámynd: Dingli

Svo sannarlega er þetta nákvæmlega málið! Drykkjarvatn er að verða dýrmætasta auðlind jarðar. Að eiga ofgnótt af því, lítt eða ómenguðu, er okkar mesti fjársjóður. Deilurnar um vatnsréttindin á þingi í vor eru bara forsmekkurinn, því barátta glæpaflokkana um hverjir eiga að njóta. er rétt að hefjast.

Í stað Magma upphlaupsins væri nær að athuga hvort ekki sé hægt að rifta samning sem var gerður við annað Kanadískt fyrirtæki, sem engin veit hver á, til 99ára! um mikil vatnsréttindi á norðanverðu Snæfeldnesi. Að fjórir eða fimm pólítíkusar geti gert svona samning er ótækt með öllu. Nú svo á Jón Ólafs. eina bestu vatnsuppsprettu suðurlands.

Dingli, 28.7.2010 kl. 21:25

8 Smámynd: Hecademus

Fólk verður að fara beina athygli sinni meira að því sem meira máli skiptir.

Hecademus, 28.7.2010 kl. 21:53

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvernig er það, eru ekki lagastoðir fyrir því að ríkið geti tekið mikilvægar auðlindir eignarnámi ?

hilmar jónsson, 28.7.2010 kl. 21:59

10 identicon

Ísland sat hjá.

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 00:15

11 Smámynd: Hecademus

Gunnar H: Þetta er sorglegur atburður. þakka þér fyrir upplýsingarnar.

Hecademus, 29.7.2010 kl. 02:22

12 identicon

Ísland er síður en svo eina svæðið á jörðu með gnótt ferskvatns. T.d. innan ESB, eru gríðarlega stór ferksvatnssvæði, t.d. í Ölpunum, Pýreníufjöllunum, Svíþjóð, o.fl., sem eru mun nær svæðum sem vantar ferskvatn. Íslenskt vatn yrði því nánast alltaf dýrt, og ef við vildum græða á því, þá þurfum við að selja vatnið sem lúxusvöru. Ég er því miður ekki sannfærður um að það sé stór markaður fyrir lúxus vatn frá Íslandi.

Bjarni (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband